Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 48
„körlum“ sem hægt er að breyta þannig að þeir beri einkenni mismunandi dýrategunda. Á mínu heimili er til eintak sem hefur mennska fætur, en efri hluta búksins er hægt að breyta úr býflugu sem skýtur örvum, í skrautlegan fisk með eiturgadda. Öllu sakleysislegri voru Transformers-fígúrurnar sem voru vinsælar fyrir 10–15 árum, en sú lína innihélt vélmenni sem gátu breytt sér í ýmiss konar farartæki. Þá eru ýmis leikföng sem tengjast kvikmyndum áberandi og eru Disney-leikföng þar fremst í flokki. Þar er þó ekki verið að skapa nýjan leikheim, heldur endurskapa heim kvikmyndanna. Því verður ekki fjallað ýtarlega um þau hér. Rétt er þó að vekja athygli á því að töluvert er til af leikföngum fyrir börn frá fjögurra ára aldri sem tengjast kvikmyndum sem Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur ekki hæfa svo ungum börnum. Ævintýrin í Lególandi Hið danska LEGO er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa boðið upp á tilbúna söguheima. Þessi heimur er sýndur í vörulistum, tölvuleikjum, teiknimyndaserí- um sem fylgja sumum leikföngunum og á vefsíðu fyrirtækisins. (2) Síðustu ár hefur LEGO fyrirtækið boðið upp á nokkra mismunandi heima í litlu kubbalínunni sinni. Einn þeirra er nútímasamfélag, en innan hans hafa fengist nokkrar mismunandi vörulínur: Bæjarlíf, lestir, björgunarsveit, ofurhugar á torfærutröllum, geimflaugar og það nýjasta; norðurheimsskautsfarar og fótboltakarlar. Hinir heimarnir eru „Rock Raiders“ (námuverkamenn á framandi plánetu í leit að orkukristal), Star Wars og miðaldaheimur. Á síðustu árum hafa einnig verið til kúreka- og indjánaheimur, sjóræningjar, fornleifa- fræðingar í Egyptalandi snemma á öldinni og neðansjávarævintýri, þar sem tvö lið illskeyttra framtíðarkafara takast á um gersemar á hafsbotni. Hlutfall karl- og kvenpersóna í þessum heimum er langt frá því að vera jafnt. Á móti hverri kven- fígúru eru minnst fimmtán karlar. Sjóræningjarnir eru allir karlkyns og sömuleiðis kúrekarnir, en konur má finna í hópi indjánanna. Einn fornleifafræð- inganna er kvenkyns, en hlutverk hennar er að taka myndir af körlunum að störfum og átökum þeirra við múmíurnar sem eiga það til að lifna við. Hún er því ekki gerandi í ævintýrinu, heldur einungis óvirkur áhorfandi. Geimnámuverkamennirnir eru allir meira og minna skeggjaðir og engin kona sjáanleg. Ofurhugarnir eru allir karl- kyns, sem og fótbolta- karlarnir, en ein kona er á áhorfendapöllunum. Björg- unarsveitarguttarnir eru allir karlkyns, en í vörulistanum frá 1998 eru þeir látnir bjarga nokkrum konum, sem eru allar sýndar í láréttri stöðu, ýmist á jörðinni eða í örmum karlanna. Í eldri gerð af miðaldaheiminum var ógurleg norn eina kvenpersónan og erkióvinur allra karlanna. Sá heimur byggðist á göldrum og ævintýrum og er athyglisvert að í þessum heimi var líka almáttugur galdrakarl en hann var góður. Nú er komið nýtt miðaldaævintýri, „Knights´ Kingdom“ sem er Hróa hattar saga með öfugum formerkjum. Það byggist á kastala, konungsfjölskyldu og karlkyns riddurum sem heyja mikla varnarbaráttu gegn flokki illra ræningja (allir að sjálfsögðu karlkyns) sem reyna að komast í fjárhirslur konungs. Hefðbundin og nokkuð rasísk litanotkun greinir milli góðs og ills í þessum heimi. Hestar konungs eru allir hvítir og búningar riddaranna í björtum litum. Hins vegar ber mest á svarta litnum hjá ræningjunum; hestar þeirra eru allir svartir, svo og herklæðin, auk þess sem svarti liturinn er áberandi í andlitum þeirra. Þótt ræn- ingjarnir séu eins gulir í framan og allir hinir LEGO - karlarnir, sést minna í þá fyrir svörtu skeggi, miklum hárlufsum og leppum fyrir augum. Bæjarlífslínan samanstendur af slökkviliði, lögreglu, bílum, lestum og bátum, bílaverkstæði og byggingar- og vegavinnuflokkum. Sjálfsagt höfðar Ein þeirra vinnur á bílaverkstæði, önnur er bátakona og sú þriðja er lögga. Hún er að vísu ekki að gera neitt merkilegt, en hún er reglulega flott í búningnum. (2) Á síðasta áratug lagði LEGO mikla fjármuni í hönnun ólíkra vörulína. Síðastliðin ár hefur fyrirtækið hins vegar verið rekið með tapi. Því var ákveðið að fækka vörulínum og byggja þess í stað á kvikmyndum, t.d. Star Wars og Disney-fígúrum á borð við Bangsímon og Mikka mús. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.