Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 34
Eru þá atburðir eins og á Austurvelli ´49 eitthvað sem við kjósum að gleyma? Guðmundur segist halda að fólk geti lifað með ´49 svo fremi það hafi ´94. „Það er allt í lagi að við sláumst og rífumst ef við getum horfið á 25 ára fresti til Þingvalla og tekið saman höndum,“ segir hann. „Svo förum við aftur heim að slást. Þetta er af sama toga og afstaðan til náttúrunnar. Ef við búum fjarri náttúrunni þurfum við að sækja í hana öðru hverju en í þeirri vissu að við komumst alltaf aftur heim“. Genetísk sveitaþrá Það leiðir hugann að viðhorfum okkar til byggðar, fallegt bæjarstæði eða gott útsýni virðist skipta mestu máli, en við sjáum aldrei fegurð þess sem mennirnir hafa byggt. „Þetta með útsýnið finnst mér svo skemmtilegt,“ segir Guðmundur. „Við fjölskyldan fluttum heim ´91 og leigðum íbúð í Selási, í mjög hárri blokk sem er byggð uppi á hól sem þýddi það að heilu vikurnar komst maður ekki út úr húsi því það var svo mikið rok. Allir sem komu til okkar höfðu orð á því hvað útsýnið væri fallegt. Íslendingum er þetta svo mikilvægt“. „Er þetta ekki bara genetískt?“ spyr Sigurður. „Kannski er svona stutt í bóndann í okkur. Ég verð þunglyndur ef ég sé ekkert nema næsta hús. Ég held að þetta sé ekki innræting.“ Guðmundur er sammála: „Ég held að maður sæki í eitthvað heimilislegt, það sem maður er alinn upp við. Fyrir mér er haf ekkert mál því ég bjó inn til landsins en konunni minni líður illa ef hún finnur ekki sjávarlykt.“ Er svona stutt síðan við fluttum á mölina að alla langar upp í sveit aftur? Guðmundur er helst á því að öll þjóðin búi í hálfgerðri sveit. „Horfðu á Reykjavík, Reykjavík er ekki borg. Maður fær hvergi í Reykjavík borgar- tilfinningu, þessa tilfinningu að maður gangi inni í jökulsárgljúfrum húsa. Við dreifum okkur um allt eins og Los Angeles.“ Þorgerður bendir á að náttúrusýn okkar hafi breyst. Bændasamfélagið hafi sótt í hið slétta, grösug engi og slegin tún meðan borgin sæki í stuðlabergið og klettana, óróleikann, hina villtu náttúru sem ógni bændum. „Ég held að Íslendingar núna gangist svolítið upp í því að vera mótaðir af náttúrunni af því að það sé það sem útlendingum finnist við eiga að vera,“ segir Guðmundur. „Þetta er hins vegar svo ofboðslega fjarstæðukennd umfjöllun. Ég sá einhvern tíma grein um Björk í bresku blaði og höfundurinn sá enga mótsögn í því að hún væri mótuð af Stockhausen og Abba en hefði samt alist upp í einangrun vegna jökla og ísa. Við erum ekkert mótaðri af jöklum og ís en þeir sem búa í Stokkhólmi.“ Er þá endalaust verið að ofmeta landið? Guðmundur heldur að fólk fari ekki að rómantísera náttúruna fyrr en það er komið út úr henni. „Það er ofboðslega erfitt að líta rómantískum augum á náttúruna ef maður býr í moldarkofa,“ segir hann. „Ég var í sveit og öðlaðist mjög sterka tilfinningu fyrir náttúrunni en hún er algerlega laus við rómantík.“ „Þar sem er stórkostlegt landslag hefur það auðvitað áhrif,“ skýtur Sigurður inn í. „Norðmenn gera mikið úr náttúrunni og Krítverjar.“ „Ég hugsa að það sé auðvelt að vera rómantískur gagnvart náttúrunni á Krít,“ segir Guðmundur dreyminn. „Það er annað varðandi íslensku náttúruna sem gaman er að velta fyrir sér,“ segir Þorgerður. „Áherslan er ekki lengur bara á hið sjónræna, heldur erum við afsprengi náttúrunnar. Hún á að skapa fallegu konurnar, sterku mennina og langlífið. Við erum að borða svo ferska vöru, loftið er svo hreint, vatnið svo tært. Þetta þrennt er sett saman í nútíma landkynningarfræðum í tengslum við náttúruna.“ Hvaðan kemur sú hugmynd að íslenskir karlmenn séu svona sterkir? G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.