Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 32
hugmynd um Íslendinga sem víkinga hefði komið fram um það leyti sem Jón Páll vann einhverja kraftamannakeppni og sagði: „I´m a Viking from Iceland – not an eskimo,“ – áttatíu og eitthvað.“ „Já þetta er alveg nýtt,“ segir Sigurður. Guðmundur bætir því við að víkingar hafi haft mjög neikvæða ímynd. „Þetta voru barbarar og villi- menn,“ segir hann. „Nú verður ekki þverfótað fyrir einhverjum víkingahátíðum,“ segir Þorgerður, „eins og í Hafnarfirði á sumrin þar sem saman koma dólgslegar fyllibyttur frá Noregi og Skotlandi sem klæða sig í undarleg föt og drekka þar til þær æla. Þarf einhverja sérstaka hátíð í kringum þetta? Þetta er ekki íslensk þjóðarvitund fyrir fimm aura.“ Sýnir þetta ekki bara að við höfum ekki hugmynd um hvað íslensk þjóðmenning er? Guðmundur er á því að þetta snúist að einhverju leyti um misskilning annarra þjóða á okkur sem við síðan öpum upp. „Íslendingar samsömuðu sig einhvern veginn þessum subbulegu útlendingum sem komu hingað ælandi,“ segir hann. „Það hefur verið gert svo mikið með þetta ytra,“ minnir Sigurður á. „Magnús Magnússon gróf upp York og víkingasýning fór um allan heim. Víkingatalið kemur allt að utan, ekki frá okkur.“ Þorgerður kallar þetta endurkast að utan. Útlendingar búi sér til einhverja mynd af landinu, svo gleymi þeir henni og þá taki Íslendingar hana upp og fari að ýkja einhvern framandleika. Guðmundur bendir á að Íslandssagan sé einfald- lega ekki mjög söluvæn. „Fátækir svangir bændur sem var kalt er ekki eitthvað sem gengur í fólk.“ Sigurður segir að þess vegna sýni menn eitthvað allt annað. „Á sögusýningunni frægu 1974 sást ekkert nema fína fókið, almenningur var víðs fjarri. Þetta er óskaplega einkennilegt með okkur,“ segir hann. „Þetta er einhver minnimáttarkennd.“ „Það er miklu meira að gerast úti á landi í svona sýningarmálum,“ segir Guðmundur. „Þar er verið að byggja upp merka safnamenningu. Þjóðminja- safnið hefur alls ekki náð að þróast á þennan hátt af einhverjum völdum.“ Sigurður tekur undir gagnrýni á Þjóðminjasafnið: „Ég vakti athygli á þessu 1977 og benti á að aldrei væri ráðinn neinn sýningarstjóri til að setja upp sýningar. Það vakti ógurlega reiði og varð til þess að Kristján Eldjárn eyddi degi úr sinni forsetatíð í að skrifa mér 15 síðna einkabréf og útskýra málið.“ Fínu pólitísku nefndirnar Guðmundur minnir á að þjóðmenning sé mjög fjöl- breytt fyrirbæri. „Stríðsárin eru náttúrlega hluti af þjóðmenningunni,“ segir hann. „Ástandsárin eru hluti af menningunni alveg eins og verbúðarlífið á 19. öldinni.“ En hvernig er þá valið á þjóðmenningarsýningar? „Og hverjir eru þessir við sem eru að velja?“ bætir Guðmundur við. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.