Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 39
Viðtal: Þetta er afar skrítin þjóð! bls. 39
fyrirbæri,“ endurtekur Guðmundur. „Þegar við
horfum í kringum okkur snýst öll umræða um það
hvernig við búum til hina fjölþjóðlegu þjóð sem er
auðvitað allt annað en að öll þjóðin sé eins.
Við sjáum að Frakkar eru alveg gríðarlega stoltir
af fótboltalandsliðinu sínu sem er ekki síst vegna
þess hversu fjölbreytilegt það er. Ég held að
fótboltinn sé að verða eitt af fáum táknum sem geta
sameinað þjóðir. Þar skapast þessi tilfinning að allir
litir regnbogans geti verið heild.“
Þjóðsönginn heyrir maður ekki nema á landsleikjum
í dag, er þörf fyrir þessi gömlu tákn?
„Já hiklaust,“ segir Guðmundur. „Þjóðsöng og
fána.“
„Það er svo annað mál hvort það þurfi að vera
sálmur,“ bætir Sigurður við um leið og kaffið klárast.
Það er samt engan þjóðsöng að fá í túristabúðinni í
anddyri Þjóðmenningarhússins, – hvorki sálminn
hans Matthíasar né „Ísland er land þitt“ með Pálma
Gunnarssyni. Þar fæst hins vegar plusshundur með
hringaða rófu og sperrt eyru, lítill, loðinn selur –
mjallhvítur og hreinn, „eins og náttúra landsins“, og
sérkennileg brúnleit tuskuskepna sem að líkindum
er íslenski hesturinn í miðju brokki. Tákn þeirrar
fleygiferðar sem þjóðin er á í nútímanum?
Málin ræddu: Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði,
Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, og Þorgerður Þorvaldsdóttir,
sagn- og kynjafræðingur. Brynhildur Þórarinsdóttir stýrði umræðunum.
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:53 PM Page 39