Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 5
Myndir sem lofgerð til lífsins og Bækur sem bráðna í munni bls. 5 Bækur sem bráðna í munni Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður Mig langar að nefna þrjár bækur sem hafa verið mér ofarlega í huga undanfarið. Sú fyrsta er Barnaboken eftir Önnu Wahlgren, sænsk metsölubók um barna- uppeldi. Engar klisjukenndar myndir, heldur 660 blaðsíður af fyrstu 16 árum barnsins, þar af 326 blaðsíður um fyrsta árið. Skrifuð af níu barna einstæðri móður með mikla lífsreynslu. Hvert einasta smáatriði í lífi barnsins er tekið fyrir og tengt við nútímasamfélag. Bókin er skrifuð af skarpri dómgreind og er ómissandi nýgræðingi í móður- hlutverkinu eins og mér. Bók um lífið. Svo er það allt öðruvísi efni, og þó, Platero og ég eftir Juan Ramón Jiménez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Stuttir kaflar eða sögur sem snerta fleiri strengi í hjarta manns en maður vissi að væru til. Ég les kaflana eins og ljóð og leyfi þeim að bráðna í munninum eins og konfekti með himneskri fyllingu. Svo ljúf, hæg og tregafull. Nú yfir í okkar ástkæra móðurmál. Ég kynntist fyrst í fyrra Ólafi Jóhanni Sigurðssyni sem rithöfundi og þykir miður hve lítið ber á honum. Kannski er það í samræmi við bækur hans því ljúfari, hljóðlátari og hógværari texti hefur ekki gripið mig í langan tíma eins og í bókinni Litbrigði jarðarinnar frá 1947. Einstaklega kærkomið andsvar við hroka og hama- gangi nútímans. Fallegt mál og náttúrulýsingar, sem mér hafa hingað til þótt hvað leiðinlegast lestrarefni, hélt mér fanginni og ég lifði mig inn í fábrotið líf íslensks bændafólks á öndverðri 20. öld. Ekki síst þegar sagan blandaðist tvísýnum veðraskiptum og árstíðum. Bók sem ekki má hverfa. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:45 PM Page 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.