Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 5
Myndir sem lofgerð til lífsins og Bækur sem bráðna í munni bls. 5 Bækur sem bráðna í munni Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður Mig langar að nefna þrjár bækur sem hafa verið mér ofarlega í huga undanfarið. Sú fyrsta er Barnaboken eftir Önnu Wahlgren, sænsk metsölubók um barna- uppeldi. Engar klisjukenndar myndir, heldur 660 blaðsíður af fyrstu 16 árum barnsins, þar af 326 blaðsíður um fyrsta árið. Skrifuð af níu barna einstæðri móður með mikla lífsreynslu. Hvert einasta smáatriði í lífi barnsins er tekið fyrir og tengt við nútímasamfélag. Bókin er skrifuð af skarpri dómgreind og er ómissandi nýgræðingi í móður- hlutverkinu eins og mér. Bók um lífið. Svo er það allt öðruvísi efni, og þó, Platero og ég eftir Juan Ramón Jiménez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Stuttir kaflar eða sögur sem snerta fleiri strengi í hjarta manns en maður vissi að væru til. Ég les kaflana eins og ljóð og leyfi þeim að bráðna í munninum eins og konfekti með himneskri fyllingu. Svo ljúf, hæg og tregafull. Nú yfir í okkar ástkæra móðurmál. Ég kynntist fyrst í fyrra Ólafi Jóhanni Sigurðssyni sem rithöfundi og þykir miður hve lítið ber á honum. Kannski er það í samræmi við bækur hans því ljúfari, hljóðlátari og hógværari texti hefur ekki gripið mig í langan tíma eins og í bókinni Litbrigði jarðarinnar frá 1947. Einstaklega kærkomið andsvar við hroka og hama- gangi nútímans. Fallegt mál og náttúrulýsingar, sem mér hafa hingað til þótt hvað leiðinlegast lestrarefni, hélt mér fanginni og ég lifði mig inn í fábrotið líf íslensks bændafólks á öndverðri 20. öld. Ekki síst þegar sagan blandaðist tvísýnum veðraskiptum og árstíðum. Bók sem ekki má hverfa. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:45 PM Page 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.