Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 38
þessu þjóðfélagi en hún kemur ekki fram í umræð- unni eða þrasinu. Í Mogganum eru leigubílstjórar og tollverðir og sjómenn og bændur að taka þátt í umræðunni. Það þekkist hvergi annars staðar í heiminum að allir telji sig þess umkomna að segja öðrum til í öllum málum.“ Guðmundur tekur upp þráðinn með stéttaskipt- inguna, segir það sterkt einkenni á þjóðinni að hin rótgróna stéttaskipting hafi verið skilgreind í burtu. Yfirstéttin hafi einfaldlega verið sögð dönsk. „Það er enginn lögbundinn aðall á Íslandi og sterk viðhorf gegn slíku,“ segir hann. „Svolítið eins og maður verður var við í Bandaríkjunum.“ Maður heyrir samt kvartað yfir því að samkennd þjóðarinnar sé veik? Guðmundur samsinnir því en segir þó að sam- kenndin hafi virkilega komist til skila í öryrkjamálinu í vetur. „Það er samt engin hefð fyrir mótmælum á Íslandi,“ segir Þorgerður, „Íslendingar gleypa við hverju sem er gagnrýnislaust. Róttækni er ekki til lengur.“ „Róttæknin var sterk á kreppuárunum og út viðreisnarstjórnarárin,“ segir Guðmundur. „Ekki gleyma kvennafrídeginum ´75,“ segir Þorgerður. „Ég fór síðan á 25 ára afmælið í fyrra og komst að því að það er alveg hryllilega ekki í tísku að taka afstöðu eða mótmæla. Þið voruð að tala um það áðan að Ísland væri ekki stéttskipt, ég held að það skiptist annars vegar í landsbyggð og höfuðborgarsvæði og hins vegar varðandi menntun. Sums staðar úti á landi er ekki hefð fyrir því að fólk mennti sig, það eignast börn mjög ungt og fer að fjárfesta í steypu.“ „Við erum á fleygiferð inn í algerlega nýtt sam- félag,“ segir Guðmundur, „reyndar á mismunandi fleygiferð, hún er hröðust á höfuðborgarsvæðinu. Eftir nokkur ár búa allir hérna, því allir vilja á endanum taka þátt í þessu. Ísland er í æ ríkara mæli að verða fjölmenningarlegt samfélag, íslenskt menningarlíf er orðið svipað og í smáborgum erlendis. Þessi áhersla á menntun sem skilur fólk að þekktist ekki fyrir nokkrum áratugum. Þá átti fólk bara að læra af reynslunni og eldri kynslóðum. Víða annars staðar voru bændur til dæmis þrúgaðir þeirri tilfinningu að þeir væru af lægri stéttum, hér gátu þeir verið Bjartur í Sumarhúsum. Orðið „peasant“ í ensku og „paysan“ í frönsku eru algjör skammaryrði en það er ekkert neikvætt við orðið bóndi.“ „En við tölum þó um að einhver sé sveitó,“ hnýtir Sigurður aftan í. Þessir undirstöðuatvinnuvegir njóta samt minnkandi virðingar að því er virðist. „Sjómennirnir eru ennþá hetjur hafsins,“ mótmælir Sigurður. „Þetta er veiðimannasamfélag.“ „Samt eru ekki nema 5% þjóðarinnar sem koma einhvern tímann nálægt fiski fyrir utan að sjóða hann,“ segir Þorgerður. Guðmundur telur að vinnuhegðun Íslendinga megi líkja við sjómennskuna, við séum enn að fara á vertíð. „Við erum skorpufólk,“ segir hann. „Vinur minn sem rekur fyrirtæki í Bandaríkjunum segir að Íslendingar séu versta fólkið sem hann fær í vinnu, endist ekki neitt og alltaf í pásum en eru svo lengi frameftir í vinnunni.“ Sigurður kann sams konar sögu: „Það komu Grikkir hingað til að kaupa skip og skildu ekkert í því að það var alltaf kaffitími á tveggja tíma fresti. „Hvenær vinnur þetta fólk?“ spurðu þeir.“ „Þið eruð að rústa mína eigin ímynd um Íslendinga sem ótrúlega vinnusama!“, kvartar Þorgerður. „Íslendingar eru alltaf að – eins og gömlu bænd- urnir, en það er ekki víst að þeir séu alltaf að vinna,“ segir Guðmundur. „Enda er framlegð á Íslandi óskaplega lítil, við erum svo lengi í vinnunni. Það er vegna þess að við búum við svo arfavitlaust launakerfi sem verðlaunar fólk fyrir að vera lengi í vinnunni.“ „Íslendingar eru léttgeggjaðir,“ segir Sigurður og ekki í fyrsta sinn. „Það eru þrjár þjóðir sem eru mjög líkar, Íslendingar, Írar og Grikkir. Við erum mjög líkir Írum, miklu líkari Írum en Norðurlandabúum. En Grikkirnir eru langlíkastir okkur. Ég sagði þetta í fyrstu bókinni minni og þá hló öll þjóðin, svo kom hingað bandarískur sendiherra, Penfield að nafni, sennilega besti sendiherra sem hér hefur verið, og í einhverju partýi kom hann til mín og sagðist hafa heyrt að ég hefði skrifað þetta um Grikkland. „Ég hef verið fjögur ár á Grikklandi og er búinn að vera þrjú ár á Íslandi og ég hef hvergi á hnettinum fundið líkari þjóðir,“ sagði þessi maður. Þjóðarhegðun er náttúrlega menningarleg. Báðar þjóðir bjuggu í mjög hrjóstrugu landi við gífurlega fátækt undir erlendri kúgun. Lifðu bara á sauðfé og fiski. Gestrisnin er gríðarlega mikilvæg hjá báðum þessum þjóðum.“ Þjóð er pólitískt hugtak Ef samkennd er að minnka meðal þjóðarinnar er þá þjóðarhugtakið að leysast upp og verður þá kannski auðveldara að renna inn í nýjar heildir, til dæmis Evrópusambandið? Guðmundur bendir á að þjóð sé pólitískt hugtak. Þjóð samanstandi af fólki sem er ein heild vegna þess að það kjósi sama þingið o.s.frv. Hlutir eins og skólakerfi viðhaldi svo þjóðartilfinningu. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi tilfinning sé að minnka, þótt þjóðarhugtakið kunni að breytast,“ segir Guðmundur. Sigurður segist halda að þessi samkennd eða þjóðartilfinning þurfi ekkert að minnka, þótt um stærri heildir sé að ræða. „Ég hef tekið eftir því með þær þjóðir sem hafa verið í Evrópusambandinu, Grikki og Íra, að ef eitthvað er, þá hefur þjóðarvitund þeirra aukist. Menn ætla ekki að láta þessa stóru heild þurrka sig út sem þjóð. Við sjáum það líka með smáþjóðir eins og Baska að þjóðartilfinningin magnast innan stærri heilda. Fólk verður meðvitaðra um að það hafi eitthvað sem þarf að varðveita.“ „Við lifum á miklum umbrotatímum og þurfum að passa okkur á að vera ekki bara „við Íslend- ingar“,“ segir Þorgerður. „Það þarf að gefa svigrúm fyrir annað fólk að koma hingað, verða Íslendingar og tala bjagaða íslensku. Það þarf að viðurkenna það að fjölbreytileikinn auðgar íslenska menningu en eyðileggur hana ekki.“ „Ef við ætlum okkur að lifa áfram sem þjóð verðum við að átta okkur á því að þjóð er pólitískt G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:53 PM Page 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.