Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 10
nýrri sameinaðri Evrópu. Eins og við endalok þjóðveldisins snýst spurningin nú um það hvort stíga þurfi ný pólitísk skref til þess að halda sér í hópi fullgildra Evrópuþjóða. Ólafur helgi og EES-samningurinn Víkingaferðirnar voru að mestu einkaframtak manna í Norðurvegi, sem sköpuðu nýtt hag- svæði á Norður-Atlantshafi með landnámi og hervinningum. Þar ríkti fríverslun í þeim skiln- ingi að norrænt ríkisvald var veikt og afskipti af verslun lítil. Íslendingar voru vitaskuld tengdir Noregi frá upphafi landnáms og þeim var því nauðsyn að hafa greiða leið að norsku efna- hagssvæði. Það var gert með samningi við Ólaf konung helga árið 1033 sem kvað á um frjálsar siglingar á milli landanna, aðgang að viði og vatni í skógum Noregs og lagaleg réttindi Ís- lendinga á norsku landi. Þar í mót samþykktu Íslendingar að greiða landaura, fast gjald á hvern fullorðinn einstakling sem steig fæti á norska jörð. Þá fylgdi sú skylda að taka þátt í herferðum konungs þegar þeir dvöldust í Nor- egi. Ólafssamningur skapaði formlega ramma um íslenskt-norskt efnahagssvæði með fjór- frelsi, þ.e. frjálsum flutningi fólks, vöru, fjár- magns og þjónustu, sem er fyllilega sambæri- legt við samninginn um Evrópskt efnahags- svæði frá árinu 1993. Í báðum tilvikum er stórt efnahagssvæði að selja minna ríki aðgang að dyrum sínum og tryggingu gegn lagalegri mis- munun; Norðmenn með landaurum en ESB með tollum og greiðslum í þróunarsjóði. Snorri Sturluson skýrir svo frá í Ólafs sögu helga að konungur hafi gert út mann að leita þess að Íslendingar gerðust þegnar hans og skyldi hann biðja þess til vara að Íslendingar gæfu honum Grímsey í vináttuskyni. Væntan- lega hafa þessi mál tengst ofangreindum frí- verslunarsamningi, en erindislokin voru þau að konungur fékk hvorki Grímsey né hlýðni lands- manna. Minnir þetta dálítið á beiðni ESB um veiðiheimildir við Ísland þegar EES-samningur- inn var í burðarliðnum. Snorri tilfærir svör Ís- lendinga með ræðu Einars Þveræings á Alþingi um þetta mál. Í ræðunni bendir Einar lands- mönnum á að skattar séu mun hærri í Noregi en hérlendis og að kóngar séu misjafnir og sumir geti verið til hinna mestu vandræða. Loks segir: „En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er hafa haft, síðan er land þetta byggð- ist, þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu mega metast.“ Ræða Einars er vitan- lega samin af Snorra sjálfum og hefur líklega verið innlegg hans í pólitíska umræðu á Sturl- ungaöld. Boðskapurinn er sérstæður fyrir það að höfundur hennar var í miklu dálæti í Noregi. Ekki er örgrannt um að hann hafi lofað konungi að koma landinu undir hann á sínum tíma, en ekki efnt. Ef til vill sýnir þetta þá klemmu sem landsmenn voru komnir í á þessum tíma, að verða að velja á milli þjóðfrelsis og alþjóðahags- muna. Viðskipti og verslunarvald Eftir 1100 fóru Noregskonungar að hafa af- skipti af utanríkisverslun til að afla tekna og styrkja norska kaupmannastétt. Í Noregi voru stærstu skógarnir og flest fólkið, og öðlaðist því hlutfallsyfirburði í svo sérhæfðri grein sem kaupmennsku og siglingum. Þegar kom fram á þrettándu öld voru Björgvinjarmenn nær ein- ráðir á Norður-Atlantshafi. Þessi staða lék í höndum konungs, sem gat nýtt yfirburði Björg- vinjar til þess að efla áhrif sín meðal eyríkjanna á Atlantshafi. Og eitt af öðru féllu þau honum í hendur: Færeyjar (1180), Orkneyjar (1195), Grænland (1261) og loks Ísland (1262). Þegar fram liðu stundir þróaðist Björgvinjarverslunin yfir í hreinræktaða einokun, allt þar til ensk skip hófu að sigla hingað 1412 en það er önnur saga. Landsmenn þurftu ekki aðeins að stunda vöruviðskipti við útlönd, þeir þurftu einnig að komast á milli landa, kynnast nýjustu hug- myndum, tískustraumum, spyrja tíðinda og svo framvegis. Andlegar þarfir þjóðarinnar ekki síð- ur en efnislegar gerðu kröfu um greið sam- skipti við útlönd. Og þetta var vitaskuld það steinbítstak sem konungur hafði á landsmönn- um. Siglingar til landsins virðast hafa verið áhyggjuefni meðal landsmanna á Sturlungaöld, en ekki er gott að greina hvort landsmenn hafa óttast að konungur misbeitti því verslunarvaldi sem Björgvin hafði áskotnast – t.d. með því að setja siglingabann á landið – eða hvort of fá skip fengust hingað út. Sýnt er að umræða hef- ur vaknað um það að Ólafssamningur gengi of skammt og nauðsyn væri að tryggja skipakom- ur frá Noregi, auk þess að fella niður landaura- greiðslur. Ef til vill hafa þjóðveldismenn óttast þau örlög sem síðar hentu Grænland, að týnast í Norðurhöfum. En norsk skip hættu að sigla til Grænlands eftir 1368 og norsk afskipti af græn- lenskri þjóð fólust fyrst og fremst í því að hindra önnur lönd í því að versla þar og m.a. lögsækja íslensk skip sem hröktust þangað. Norræna nýlendan þar nyrðra leið síðan undir lok með leyndardómsfullum hætti, slitin úr tengslum við Norðurlönd. Hákon gamli og evrópskir staðlar Hákon gamli Hákonarson (d. 1263) var konung- ur 1217 og valdataka hans er talin upphaf að gullöld í sögu Noregs sem stóð allt til ársins 1319. Fyrir hans daga ríkti upplausn í konunga- málum Noregs og borgarastríð voru algeng, en Hákon náði með slægð og lagni að efla ríkið verulega hið ytra sem innra. Hann reyndi að gera Noreg að fullgildu evrópsku ríki með versl- un og menningarsamskiptum. Hákon gerði við- skiptasamning við Bretland 1217, samning við Hansakaupmenn í Lübeck 1250 og samning við Rússaveldi stuttu síðar. Verkið var síðan kórónað þegar hann – fyrstur Noregskonunga – lét krýna sig með pompi og pragt af kardínála Páfagarðs. Þetta var laglega gert af óskilgetn- 09 ESB og gamli sáttmáli 17.10.2002 10:58 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.