Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 27
Kona allra tíma! Mary Wollstonecraft – fyrsti femíníski heimpsekingur Vesturlanda Sigurður A. Magnússon Liðnar eru liðlega tvær aldir síðan Mary Woll- stonecraft (1759–1797) féll frá við hörmulegar kringumstæður. Hún hefur verið kölluð fyrsti femíníski heimspekingur Vesturlanda, frum- kvöðull kvennahreyfingarinnar, og má til sanns vegar færa. Ögrandi bók hennar, A Vindication of the Rights of Women (1792), vakti gremju og hneykslun samtímamanna, einkanlega hug- myndirnar um frelsi kvenna, uppeldi barna og kennslu í skólum, enda voru þær í senn djarfar, frumlegar og framsæknar. Þær kunna að þykja sjálfsagðar í nútímanum, en eru samt enn í fullu gildi – í nýju samhengi. Stefnuyfirlýsingin er að sönnu eilítið ruglingsleg og staglkennd, en samt má líkja henni við hressandi andblæ inní mollulega vistarveru. Fyrir fimm árum birti sænski sagnfræðingurinn Elizabeth Laurin-Cederschiöld bók um Mary Wollstonecraft og nefndi hana Alla tiders kvinna. Er þar brugðið upp litríkri mynd af lífs- ferli sem auðkenndist af miklum innri átökum, baráttu, hörmum og vonbrigðum, en líka sjálfs- þroska og rómantík. „Ég gefst á vald skynseminni, ekki karl- manninum,“ segir Wollstonecraft. Lykilorðið í hugmyndaheimi hennar er skynsemi. Í anda upplýsingarinnar skrifar hún að skynsemin sé eina leiðin til að öðlast siðgæðislegt sjálfstæði. Hún bendir líka á að skynsemina megi þroska og þróa. Hún felist í getunni til að finna sann- leikann og betrumbæta sjálfan sig, ekki bara umhverfið. En konur séu álitnar líða fyrir skort á skyn- semi, sem karlkynið hafi einkarétt á. Hvílíka niðurlægingu, áhyggjur og harma hafi konan ekki verið þvinguð til að þola fyrir þá útbreiddu skoðun að hún sé fremur sköpuð til að finna til en hugsa. Nám og styrkur Hvernig eiga konur þá að geta látið að sér kveða, skapað sér virðingu og orðið meðvitað- ar um eigin verðleika? Og það á tímum þegar meðfæddum gáfum er frá öndverðu beint að „réttri“ hegðun: hvernig koma beri fram. Svar- ið er að ungum stúlkum eigi ekki að kenna pjatt, ástleitni eða slægð. Þær eigi að rækta sig og bæta, en ekki bara hlusta á gullhamra. Þær eigi að styrkja líkamann í stað þess að sitja kyrr- ar og leika sér að brúðum. Þær eigi ekki að taka þátt í fánýtum samræðum. Þær eigi að draga almennar ályktarnir af því sem þær sjá og skynja, en ekki bara standa og góna með tóm- látum tilgerðarsvip. Að öðrum kosti lítillækki þær sig og verði auðveld leikföng karlmanna, „barnahringlur“ þeirra. 27 Kona allra tíma 17.10.2002 11:03 Page 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.