Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 43
bls. 43
ókunnugt fólk sem maður hittir á vettvangi
glæps saman við gamla vini og kunningja má
skilja fólkið betur og þannig um leið glæpinn.
Það er með slíkum samanburði sem ungfrú
Marple ræður morðgátuna í The Mirror Crack’d
(1962). Persónuleiki morðingjans er þó ekki
lykillinn að svarinu í það sinn heldur þvert á
móti persónuleiki fórnarlambsins. Ungfrú
Marple er svo heppin að hitta fórnarlambið,
Heather Badcock, skömmu áður en hún er
myrt og frú Badcock minnir hana ákaft á vin-
konu hennar, Alison Wilde. En henni lýsir ung-
frú Marple svo:
Alison always saw her own point of view so
clearly that she didn’t always see how
things might appear to, or affect, other
people. (21)
(Alison sá hlutina alltaf svo skýrt frá eigin
sjónarhorni að hún sá stundum ekki hvernig
hlutirnir gætu horft við öðrum.) 7
Þó að frú Badcock sé vænsta kona er hún
hættulega sjálfhverf. Þar sem það hvarflar
aldrei að henni að horfa á atburði frá sjónar-
horni annarra er hún berskjölduð.
Þegar frú Badcock er myrt kappkostar morð-
inginn að leiða athyglina frá henni og það geng-
ur vel þar sem fæstir átta sig á mikilvægi skap-
gerðar hennar. Ýmis málsatvik virðast benda til
að ætlunin hafi ekki verið að myrða hana og
hver ætti líka að vilja myrða góðgjarna og lítils-
verða húsmóður í smáþorpi? Fræg kvikmynda-
stjarna er flutt í sveitina, verið er að taka kvik-
mynd og fólkið sem vinnur við hana fer að týna
tölunni. Allt þetta virðist mun áhugaverðara og
hættulegra en frú Badcock. En það er einmitt
frú Badcock sem reynist mikilvægasta persón-
an í þessum harmleik. Frú Badcock mætir kát
og glöð og ónæm á náungann í boð til kvik-
myndaleikkonunnar Marinu Gregg og fer að
segja henni langa sögu um hvernig hún hafi fyr-
ir langa löngu farið á skemmtun hjá frægu kon-
unni. Hún hafi fengið rauða hunda en ekki látið
það stoppa sig heldur farðað sig. Frú Badcock
gleymir alveg að rauðir hundar eru mjög smit-
andi og hefur líka alveg gleymt því að þungað-
ar konur mega ekki smitast af þeim. En Marina
Gregg hafði einmitt verið ólétt af barninu sem
hún hafði þráð allt sitt líf þegar hún hitti frú
Badcock í fyrra skiptið. Barnið hafði fæðst van-
gefið og leikkonan fengið taugaáfall. Fram að
því að hún hittir frú Badcock aftur vissi hún ekki
hver hafði smitað hana.
Frú Badcock segir þannig annarri konu
skemmtisögu um eigin seiglu en fyrir þeirri
konu er sagan harmleikur og það sem meira er:
Þessi ókunnuga kona er komin í heimsókn til
þess að státa sig af því að hafa eyðilagt líf
hennar:
It’s a thing she has boasted of all through
her life. Heather Badcock meant no harm.
She never did mean harm but there is no
doubt that people like Heather Badcock (and
my old friend Alison Wilde), are capable of
doing a lot of harm because they lack – not
kindness, they have kindness – but any real
consideration for the way their actions may
affect other people. She thought always of
dómum. Þessi lítt menntaða eiginkona frægs
læknis er almennt talin heimsk, stendur sig illa
í hvers konar leikjum sem krefjast hugsunar
og er þar að auki sú eina sem ekki veit að
maður hennar heldur framhjá henni. Þetta ger-
ir það að verkum að ýmsar persónur sögunnar
– en þó fyrst og fremst lesendur – reikna ekki
með að hún hafi framið vel skipulagt morð.
Hún reynist þó býsna klók og hefur framið
morðið en ekki á þann hátt sem fyrst leit út
fyrir. Eða eins og hún orðar það sjálf:
„But then I’m not really as stupid as people
think! If you’re very slow and just stare,
people think you don’t take things in – and
sometimes, underneath, you’re laughing at
them!“ (181)
(En ég er nú heldur ekki alveg eins heimsk
og fólk heldur. Ef maður er bara sljór og
starir heldur fólk að maður skilji ekkert – og
stundum, undir niðri, hlær maður að því). 6
Það er Hercule Poirot sem glímir við einfalda
en skýra hugsun frú Christow. Þar af leiðandi
kemur aldrei í ljós hvort frú Christow hefði
minnt ungfrú Marple á eiginkonu bakarans
eða smiðsins í þorpinu heima. Bæði lesendur
og persónur sagna Agöthu Christie hafa hleg-
ið mikið að því hvernig ungfrú Marple skilur
kjarna allra glæpamanna með því að bera aðal-
persónur fléttunnar saman við þorpara í St.
Mary Mead. Aðferðin sýnir þó grundvallaratriði
í hugmyndum Agöthu Christie: Lausn glæps-
ins felst í að skilja fólkið sem kemur við sögu.
Og fólk líkist hvert öðru. Með því að bera
Ekkert dulargervi, – engin málning, – ekkert falskt skegg. Persónuleiki!
Ég brá honum á mig eins og hanzka. Þegar ég afklæddist honum,
þá varð ég ég sjálfur, hljóður, lítt áberandi, rétt eins og hver annar.
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 43