Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 57
ur sínum. Loks lýsir Guðrún Borgfjörð ferðalagi fjölskyldu sinnar sem tók sig upp og flutti frá Akureyri til Reykjavíkur, þegar hún var níu ára gömul. Ferðalögum og hreyfingu er því teflt fram gegn kyrrstöðunni sem einkenndi daglegt líf. Ferðalagið, umskipt- in og þau undur sem fyrir augu bar á leiðinni verða hið frásagnar- verða og slík reynsla er ef til vill sú réttlæting sem konurnar þurftu fyrir þeirri ákvörðun sinni að taka sér penna í hönd og skrá æviminningar sínar. Ein kvenn- anna sem aldrei sigldu utan, og enga formlega menntun hlutu, Kristín Sigfúsdóttir, spyr í upp- hafskafla endurminninga sinna: Hvernig á að skrifa um það þegar hver dag- urinn er öðrum líkur og ekkert markvert gerist? Hvernig á sá að skrifa ævisögu sína, sem lengst af dvelur í sama umhverfi og sjaldan stígur út yfir þröskuld heimilisins?10 Þrátt fyrir að Kristín væri vinsæll rithöfundur á sínum tíma fylltist hún vanmáttarkennd gagn- vart ríkjandi bókmenntahefð þegar hún stóð frammi fyrir því verkefni að setja æviminningar sínar á blað. Til að réttlæta þá ákvörðun lætur hún lesendur vita af því strax í fyrstu málsgrein að hún hafi ekki sest niður að eigin frumkvæði, heldur vegna þess að mikilsvirtur en ónafn- greindur vinur hafi hvatt hana til þess. Einkasviðið Hingað til hef ég einblínt á það sem konurnar átján fjalla um í æviminningum sínum. Það er þó ekki síður áhugavert að velta fyrir sér þögn- inni og skoða það sem ekki er sagt. Hvaða svið mannlífsins eru það sem ekki þykir ástæða til, eða við hæfi, að fara mörgum orðum um? Á síðustu áratugum hafa kvennarannsóknir í auknum mæli beint sjónum sínum að einka- sviðinu sem mikilsverðu rannsóknarsviði til þess að nálgast áður hulinn heim kvenna. Það kom því nokkuð á óvart hversu lítið ís- lensku konurnar ræddu um þau málefni sem hefðbundið er að kenna við einka- sviðið. Málefni eins og hjóna- bandið, móður- hlutverkið, af- staða kvenna til líkama síns og eigin sjálfsmynd- ar eða viðhorf þeirra til lífs og dauða eru ekki áberandi í þeim ævisögum sem kynntar eru í bókinni. Persónu- legt efni af þessu tagi er helst að finna í nýleg- um æviminningum yngri kvenna. Halla Linker dvelur til að mynda talsvert við hjónaband sitt og fjölskyldulíf og Rannveig Löve og Katrín Ólafsdóttir fjalla báðar á tilfinningaþrunginn hátt um aðskilnað og barnamissi. Guðbjörg frá Broddanesi getur þess hinsvegar aðeins einu sinni og í framhjáhlaupi að hún eigi börn. Og þótt Viktoría Bjarnadóttir tíundi nákvæmlega fæðingardaga barna sinna tólf, þá verður henni einkum tíðrætt um veðurfar og þau verk sem hún var að sinna þegar að fæðingunum kom. Tilfinningar sínar í garð barnanna eða sorgina sem fylgdi í kjölfar þess barnamissis sem hún varð fyrir ræðir hún ekki. Nútímalesendum, sem fyrir löngu hafa mettast af lýsingum á ást- um og kynlífi samborgaranna í tímaritsviðtölum þar sem viðmælendur „láta allt flakka“, koma óvæntar uppljóstranir Kristínar Dahlstedt um ótímabærar þunganir sínar alltaf jafnmikið á óvart. Hún dvelur ekki lengi við kynni sín af barnsfeðrunum eða aðdraganda hverrar þung- unar heldur vindur sér beint að efninu og segir fumlaust, en nákvæmlega, frá því hvernig hún tilkynnti barnsfeðrunum þremur hvað orðið væri, og lýsir viðbrögðum þeirra við tíðindun- um. Litríkar sögur Konurnar sem Ragnhildur kynnir okkur fyrir í bók sinni, söngkonan, móðirin, bóndakonan, barnið, menntakonan, ljósmóðirin, skáldkonan, trúkonan, dóttirin, leikkonan, sjúklingurinn, at- hafnakonan, ferðalangurinn, systirin, sauma- konan, flóttakonan, kennarinn, eiginkonan, sig- urvegarinn, fræðikonan, hetjan . . . eiga sér allar litríkar sögur og vonlaust er að reyna að af- marka hverja þeirra í einhverjum einum flokki. Saga hverrar konu er einstök vegna þess að mannsævin er einstök. (Sjálfs)ævisögur þeirra gefa lesendum á tuttugustu og fyrstu öld þó ákveðna innsýn í það hversu margbreytilegu lífi formæður okkar á nítjándu og tuttugustu öld lifðu. Sögur þeirra sýna glöggt margbreytileika kvenlegrar tilveru og að „raunveruleikinn“ get- ur verið ævintýralegri en nokkur skáldskapur. Heimildir 1 Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, „Inn- gangur“ og Simone de Beauvoir, „Hitt kynið – Inn- gangur“. Simone de Beauvoir. Heimspekingur, rit- höfundur, femínisti. Rvík. 1999, bls. 9–10 og 27–28. 2 Ragnhildur Richter, „Inngangur“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 11. 3 Ragnhildur Richter, Lafað í röndinni á mannfélag- inu. Um sjálfsævisögur kvenna. Rvík. 1997, bls. 24. 4 Guðbjörg Jónsdóttir, „Gamlar glæður“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 151. 5 Guðrún Borgfjörð, „Minningar“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 191–192. 6 Viktoría Bjarnadóttir, „Vökustundir að vestan“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 681–682. 7 Guðrún Borgfjörð, „Minningar“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 192. 8 Málfríður Einarsdóttir, „Samastaður í tilverunni“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 544. 9 Ragnhildur Richter, „Inngangur“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 11. 10 Kristín Sigfúsdóttir, „Í föðurgarði, bernskuminn- ingar“. Íslenskar konur, ævisögur, Rvík. 2002, bls. 469. Þorgerður Þorvaldsdóttir (f. 1968) lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MA prófi í kynjafræðum (Gender Studies and Feminist Theory) frá The New School of Social Research, New York. Þorgerður er sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkur- Akademíunni. bls. 57Þorgerður Þorvaldsdóttir: Um bókina Íslenskar konur – ævisögur Í bókinni Íslenskar konur, ævisögur eru kaflar úr ævisögum 18 íslenskra kvenna. Þær eru: Anna Borg, Anna frá Moldnúpi, Arnheiður Sigurðardóttir, Eufemia Waage, Guðbjörg Jónsdóttir, Guðrún Borgfjörð, Halla Linker, Helga M. Níels- dóttir, Katrín Ólafsdóttir, Kristín Dahl- stedt, Kristín Sigfúsdóttir, María Markan, Málfríður Einarsdóttir, Ólafía Jóhanns- dóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Rannveig I.E. Löve, Viktoría Bjarnadóttir og Þórunn Elfa Magnúsdóttir. 54 Kvennasögubók 17.10.2002 11:07 Page 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.