Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 9
Gamli sáttmáli og innganga í Evrópusambandið Stendur þjóðin í sömu sporum og fyrir 740 árum? Ásgeir Jónsson Ýmsu nútímafólki kann að virðast sem Íslend- ingar hafi verið auðsveipir árið 1262 þegar þeir gáfu eftir sjálfstæði landsins með eiðstaf á Al- þingi, án þess að Noregskonungur reyndi að ræna völdum með vopnum. Reyndar er vafa- samt – ef ekki ómögulegt – að Norðmenn hefðu haldið landinu með hervaldi á miðöld- um. Fólksfjöldi Noregs var þá aðeins fjórfalt meiri en Íslands, norska ríkið það fátækt og siglingar svo örðugar að konungur hefði líklega ekki treyst sér til að hernema landið. Stað- reyndin er sú að Íslendingar gáfu eftir fullveldi landsins, sjálfviljugir eftir gaumgæfilega um- hugsun. Svo liðug eftirgjöf þótti aftur á móti hálf skammarleg síðar þegar landsmenn sótt- ust eftir því að fá fullveldið til baka. Þess vegna var gripið til þess ráðs að flytja sökina á einstaka höfðingja Sturl- ungaaldar, einkum Gissur Þor- valdsson sem var dæmdur ótíndur landráðamaður í skóla- stofum landsins. Því eftir þjóð- ernisvakningu nítjándu aldar var sæmdarheitið jarl, sem Gissur bar einn Íslendinga , órækur vitnisburður um ættjarðar- svik meira en sex öldum áður. Þá Íslendinga sem sóru konungi hollustueið sumarið 1262 hefur þó örugglega ekki órað fyr- ir því að þessi gjörningur yrði álitinn sorgarvið- burður – hvað þá landráð – nokkrum öldum síð- ar. Ísland var ekki að sameinast Noregi heldur samþykkja aðild að norska konungdæminu með því augnamiði að opna aðgang að Evrópu. Það sem mælti á móti voru vitanlega aðildar- gjöldin – konungsskattar – sem mönnum var sárt að greiða. Hvað sem um Gissur jarl má annars segja virtist hann enginn sér- stakur áhugamaður um kon- ungssamband. Hann reyndi hvað eftir annað að smeygja sér undan vilja konungs og þegar eið- urinn fór loks fram var svo komið að flestir aðrir höfðingjar lands- ins vildu fá þann heiður – óðir og uppvægir – að færa landið undir konung og koma Gissuri fyrir kattarnef. Raunar var konungseiðurinn í samræmi við aðr- ar ákvarðanir í utanríkismálum á fyrri tíð, sem þó hafa hlotið betri eftirmæli. Landsmenn ákváðu að lögfesta kristni sem ríkistrú árið 1000 án verulegra átaka eftir að Noregur sner- ist til kristni. (Heiðni var áfram viðurkennd sem einkatrú.) Þetta var gert án þess að sérstakur trúarhiti væri til staðar, enda vildu Norðlending- ar ekki skírast í köldu Þingvallavatni heldur biðu þar til þeir áttu leið hjá heitum laugum á heim- leiðinni. Skynsömustu menn þjóðarinnar – heiðnir sem kristnir – óttuðust að landið yrði eina heiðna ríkið í Vestur-Evrópu. Íslendingar hafa aldrei lagt mikið upp úr formsatriðum, en ávallt verið vakandi fyrir hagsmunum sínum. Það var því ekki erfitt val að taka Hvíta-Krist framfyrir Óðin og forðast þannig útskúfun ann- arra Evrópuþjóða. Það er athyglisvert að nú í upphafi þessarar aldar skuli örlög Noregs og Íslands aftur vera samtvinnuð í Evrópumálum svo sem var til forna, því hvorugt landið vill sitja eftir ef hitt gengur í ESB. Þetta er þó ekki hið eina. Hér verða færð rök fyrir því að þær spurningar sem Íslendingar þurfa nú að kljást við í Evrópumál- um séu að stofni til þær sömu og þegar þjóð- veldið leið undir lok. Þar veldur að nokkru land- fræðileg lega. Landsmenn eru enn fámenn, sérsinna þjóð í útjaðri Evrópu eins og á tímum Sturlunga. Svo vill einnig til að þeir valkostir sem nú eru lagðir fyrir þjóðina eru undarlega líkir því sem gerðist þegar landsmönnum bauðst aðild að norska konungdæminu á sínum tíma. Íslendingar verða nú að samþykkja skatt- greiðslur í stað markaðsaðgangs og fullveldis- framsal í stað viðurkenningar og réttinda í Evr- ópu. Þeir eru í raun beðnir um að tvinna saman stjórnmál og utanríkisviðskipti líkt og tíðkast í bls. 9 Ísland var í þeirri stöðu að verða að játast undir konung til þess að verða ekki utangarðs- þjóð í evrópsku samfélagi. 09 ESB og gamli sáttmáli 25.10.2002 13:56 Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.