Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 64
Fangarnir Kápumynd tmm er frá Palestínu Laila Shawa er málari og hönnuður og hefur einnig myndskreytt barnabækur. Hún nam myndlist í Kaíró og Róm og sótti sumar- námskeið í skóla austurríska expressjónistans Oskars Kokochka í Salzburg. Hún starfar nú að list sinni í London þar sem hún hefur búið síðastliðin 15 ár. Kápumynd tmm er að þessu sinni sótt alla leið til Mið-Austurlanda. Hún kallast Fangarnir (1988) og er eftir palestínsku listakonuna Lailu Shawa. Myndin er hluti af afar áhugaverðri sýn- ingu á arabískri samtímalist, Milli goðsagnar og veruleika, frá Konunglegu fagurlistasafni Jórdaníu í Amman. Sýningin vakti talsverða at- hygli í Listasafninu á Akureryi í sumar en verð- ur opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í næsta mánuði. Laila Shawa er málari og hönnuður og hefur einnig myndskreytt barnabækur. Hún nam myndlist í Kaíró og Róm og sótti sumarnám- skeið í skóla austurríska expressjónistans Oskars Kokochka í Salzburg. Hún starfar nú að list sinni í London þar sem hún hefur búið síð- astliðin 15 ár. Viðfangsefni Lailu Shawa eru oft pólitísk og tengjast málefnum kynjanna eins og myndin Fangarnir er gott dæmi um. Myndin sýnir vel hversu ofarlega henni er í huga að konunar í heimabæ hennar voru neyddar til þess að ganga með blæju á níunda áratugnum. Verk Lailu Shawa eru gjarnan litskrúðug og virðast því glaðleg við fyrstu sýn en ef grannt er skoð- að leynast þar blind ósjáandi augu, misheppn- uð áform og brostnir draumar, eins og Ólafur Gíslason kemst að orði í sýngarskrá. Á sýningunni má einnig sjá myndröð Lailu Shawa, Veggirnir í Gaza, þar sem hún notar skrautskrift til að koma á framfæri boðskap hinnar kúguðu palestínsku þjóðar. Veggjakrot er lykilþáttur í verkunum og sláandi tákn um stöðu fólks sem opinberlega hefur verið svipt málfrelsi. Milli goðsagnar og veruleika Segja má að samskipti Vesturlanda og araba- heimsins hafi á vissan hátt byggst á misskiln- ingi, rangtúlkunum og hræðslu við hið óþekkta. Sýningunni Milli goðsagnar og veruleika er ætlað að varpa nýju ljósi á heim sem nær ein- göngu hefur verið í fréttum vegna átaka, yfirvofandi loftárása eða annarra hörm- unga að undanförnu. Aðstandendur sýn- ingarinnar telja að myndlistin geti opnað dyr milli ólíkra menning- arheima, að minnsta kosti leitt til betri skiln- ings. Margar myndanna á sýningunni vekja vestrænt fólk til umhugsunar um eigin stöðu og lífssýn, ekki síður en aðstæður fólks í araba- heiminum – hvetja til umræðna um sjálfsmynd, fordóma og vanþekkingu. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af stöðu nútímalistar í Mið-Austurlöndum með úr- vali verka eftir bæði karla og konur frá sextán arabalöndum: Alsír, Barein, Egyptalandi, Írak, Jemen, Jórdaníu, Katar, Líbanon, Líbýu, Marokkó, Palestínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu, Súdan, Sýrlandi og Túnis. Myndlistin á sér langa sögu í þessum löndum sem er á margan hátt ólík sögu mynd- listar á Vesturlöndum. Fangarnir er olíumálverk en í arabaheiminum er olíumálverkið aðeins um eitt hundrað ára. Það voru arabískir listamenn sem dvalist höfðu í Evrópu sem innleiddu þessa listgrein í heimalöndum sínum. Á sama hátt hefur arabísk list haft mikil áhrif á evrópska menningu, til dæmis byggingarlist og veggskreytingar auk þess sem arabísk teppi þykja hið mesta stofustáss. Listasafn Reykjavíkur Sýningin Milli goðsagnar og veruleika verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 23. nóvember næstkomandi og stendur fram yfir áramót. Nú stendur þar hins vegar yfir sýningin Carnegie Art Award sem lýkur 10. nóvember. Sýningin er í öllum sölum Hafnarhússins og fer héðan til Óslóar. Ókeypis er í safnið meðan á sýningunni stendur. Hafnarhúsið er opið alla daga frá kl. 11–18 en til kl. 19 á fimmtudögum. Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin Hönnun í hundrað ár þar sem skoða má hin þekktu verk danska hönnuðarins, Arne Jacob- sen. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga frá kl. 10–17 en til 19 á miðvikudögum. Þá er ávallt hægt að skoða verk Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, í Ásmundarsafni sem einnig tilheyrir Listasafni Reykjavíkur. Á veturna er Ásmundarsafn opið alla daga frá kl. 13–16. Nánar má lesa um dagskrá Listasafns Reykja- víkur á vef safnsins: www.listasafnreykjavik- ur.is 64 Um kápumynd 25.10.2002 13:56 Page 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.