Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 64
Fangarnir Kápumynd tmm er frá Palestínu Laila Shawa er málari og hönnuður og hefur einnig myndskreytt barnabækur. Hún nam myndlist í Kaíró og Róm og sótti sumar- námskeið í skóla austurríska expressjónistans Oskars Kokochka í Salzburg. Hún starfar nú að list sinni í London þar sem hún hefur búið síðastliðin 15 ár. Kápumynd tmm er að þessu sinni sótt alla leið til Mið-Austurlanda. Hún kallast Fangarnir (1988) og er eftir palestínsku listakonuna Lailu Shawa. Myndin er hluti af afar áhugaverðri sýn- ingu á arabískri samtímalist, Milli goðsagnar og veruleika, frá Konunglegu fagurlistasafni Jórdaníu í Amman. Sýningin vakti talsverða at- hygli í Listasafninu á Akureryi í sumar en verð- ur opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í næsta mánuði. Laila Shawa er málari og hönnuður og hefur einnig myndskreytt barnabækur. Hún nam myndlist í Kaíró og Róm og sótti sumarnám- skeið í skóla austurríska expressjónistans Oskars Kokochka í Salzburg. Hún starfar nú að list sinni í London þar sem hún hefur búið síð- astliðin 15 ár. Viðfangsefni Lailu Shawa eru oft pólitísk og tengjast málefnum kynjanna eins og myndin Fangarnir er gott dæmi um. Myndin sýnir vel hversu ofarlega henni er í huga að konunar í heimabæ hennar voru neyddar til þess að ganga með blæju á níunda áratugnum. Verk Lailu Shawa eru gjarnan litskrúðug og virðast því glaðleg við fyrstu sýn en ef grannt er skoð- að leynast þar blind ósjáandi augu, misheppn- uð áform og brostnir draumar, eins og Ólafur Gíslason kemst að orði í sýngarskrá. Á sýningunni má einnig sjá myndröð Lailu Shawa, Veggirnir í Gaza, þar sem hún notar skrautskrift til að koma á framfæri boðskap hinnar kúguðu palestínsku þjóðar. Veggjakrot er lykilþáttur í verkunum og sláandi tákn um stöðu fólks sem opinberlega hefur verið svipt málfrelsi. Milli goðsagnar og veruleika Segja má að samskipti Vesturlanda og araba- heimsins hafi á vissan hátt byggst á misskiln- ingi, rangtúlkunum og hræðslu við hið óþekkta. Sýningunni Milli goðsagnar og veruleika er ætlað að varpa nýju ljósi á heim sem nær ein- göngu hefur verið í fréttum vegna átaka, yfirvofandi loftárása eða annarra hörm- unga að undanförnu. Aðstandendur sýn- ingarinnar telja að myndlistin geti opnað dyr milli ólíkra menning- arheima, að minnsta kosti leitt til betri skiln- ings. Margar myndanna á sýningunni vekja vestrænt fólk til umhugsunar um eigin stöðu og lífssýn, ekki síður en aðstæður fólks í araba- heiminum – hvetja til umræðna um sjálfsmynd, fordóma og vanþekkingu. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af stöðu nútímalistar í Mið-Austurlöndum með úr- vali verka eftir bæði karla og konur frá sextán arabalöndum: Alsír, Barein, Egyptalandi, Írak, Jemen, Jórdaníu, Katar, Líbanon, Líbýu, Marokkó, Palestínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu, Súdan, Sýrlandi og Túnis. Myndlistin á sér langa sögu í þessum löndum sem er á margan hátt ólík sögu mynd- listar á Vesturlöndum. Fangarnir er olíumálverk en í arabaheiminum er olíumálverkið aðeins um eitt hundrað ára. Það voru arabískir listamenn sem dvalist höfðu í Evrópu sem innleiddu þessa listgrein í heimalöndum sínum. Á sama hátt hefur arabísk list haft mikil áhrif á evrópska menningu, til dæmis byggingarlist og veggskreytingar auk þess sem arabísk teppi þykja hið mesta stofustáss. Listasafn Reykjavíkur Sýningin Milli goðsagnar og veruleika verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 23. nóvember næstkomandi og stendur fram yfir áramót. Nú stendur þar hins vegar yfir sýningin Carnegie Art Award sem lýkur 10. nóvember. Sýningin er í öllum sölum Hafnarhússins og fer héðan til Óslóar. Ókeypis er í safnið meðan á sýningunni stendur. Hafnarhúsið er opið alla daga frá kl. 11–18 en til kl. 19 á fimmtudögum. Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin Hönnun í hundrað ár þar sem skoða má hin þekktu verk danska hönnuðarins, Arne Jacob- sen. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga frá kl. 10–17 en til 19 á miðvikudögum. Þá er ávallt hægt að skoða verk Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, í Ásmundarsafni sem einnig tilheyrir Listasafni Reykjavíkur. Á veturna er Ásmundarsafn opið alla daga frá kl. 13–16. Nánar má lesa um dagskrá Listasafns Reykja- víkur á vef safnsins: www.listasafnreykjavik- ur.is 64 Um kápumynd 25.10.2002 13:56 Page 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.