Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 23
un í klemmu og dreif sig síðan aftur fram án þess að líta framan í nokkurn mann. Of seint gamli, ég er hættur, sagði ég og henti svuntunni samanvöðlaðri í gólfið, . . . hundleiður á hænsnunum og harðlífinu hér. Þú vogar þér ekki, hvæsti yfirkokkurinn og benti á mig með skjálfandi vísifingri. Ég voga mér víst, múlbundni nasistahundur- inn þinn, sagði ég og horfði beint í köldu fiska- augun hans, . . . og þegar ég kem á morgun að ná í ávísunina mína ætlast ég til þess að fá all- an mánuðinn borgaðan, . . . upp á dag, upp á klukkutíma, upp á krónu. Láttu þig dreyma, . . . ég læt hýrudraga þig, afturkreistingurinn þinn, sagði hann og þóttist vera sallarólegur og glotti kvikindislega. Allt í lagi, tautaði ég þá og henti logandi sígarettunni í gólfið og steig síðan ofan á hana, . . . þá skal öll þjóðin fá að vita að þið seljið smyglað nautakjöt, sem er meira að segja kom- ið vel fram yfir síðasta söludag. Þú getur ekki sannað neitt, sagði hann í hálf- um hljóðum eftir að hafa hugsað sig aðeins um. Víst, sagði ég ákveðinn, . . . ég er með um- búðirnar heima og þið náið ekki að farga öllu þessu kjöti áður en heilbrigðisyfirvöld mæta á staðinn, sem þau gera um leið og ég hringi í þau, . . . sem ég mun gera undir eins og ég hef látið alla helstu fjölmiðla landsins vita. Þú ert helvítis svikarotta, hvæsti yfirkokkur- inn og kreppti hægri hnefann um hnífinn sem hann hélt á þangað til hnúarnir hvítnuðu. Ég lofaði aldrei neinu, en þú lofaðir hins veg- ar að ráða einhvern á móti mér undir eins, að hækka kaupið mitt eftir fyrsta mánuðinn og sjá til þess að ég fengi fatapeninga og orlof, og öll þessi loforð hefurðu nú svikið og vertu sæll, sagði ég og gekk framhjá honum og bauð síð- an strákunum góða nótt og stimplaði mig út, skipti um skó og gekk síðan léttfættur út í dökkblátt kvöldhúmið, bar höfuðið hátt, brosti út í annað og gekk lengri leiðina heim. ur menntaðir og eru í betri vinnu og hafa hærri laun en þið, . . . og ná sér í fallegri konur. Ég held þú ættir að gæta orða þinna, gelti yf- irkokkurinn og færði sig hikandi nær mér, . . . þú ert ekki í neinni aðstöðu til þess að tala svona. Það fyndnasta við ykkur kokkana er að þið eruð lægsta stétt af iðnaðarmönnum sem fyrir- finnst, sagði ég og lét sem ég hefði ekki heyrt í honum og stökk síðan niður af borðinu, . . . það getur hvaða skussi og slúbbert sem er steikt kjöt á glóðum og bakað kartöflur í ofni, en þið kunnið ekkert sem gagn er að, getið ekki lagt parket, pípur eða rafmagn eða smíðað neitt úr neinu, . . . og svo rífið þið bara kjaft, sósu- verkamenn í hvítum jökkum og með trúðshatt á hausnum, . . . farandpottasuðukallar sem flakka á milli eldhúsa allt sitt líf. Nú skalt þú fara að þegja drengur og hugsa þinn gang, sagði Jónas, sem var farinn að titra af reiði. Þegiðu bara sjálfur, sagði ég og teygði mig eftir sígarettunni. Og hvað er ég búinn að biðja þig oft um að reykja ekki hérna inni í eldhúsinu? spurði hann og sleikti út um og reyndi síðan að kyngja, en virtist vera orðinn skrjáfþurr í munninum. Ég veit það ekki, svaraði ég og yppti öxlum og klæddi mig síðan úr svuntunni, . . . ég hef bara ekki verið að hlusta á þig. Það væri réttast að ég ræki þig á staðnum, sagði yfirkokkurinn og horfði á mig með illileg- an glampa í augunum. Bomma, sagði einn þjónninn og hengdi pönt- bls. 23 Stefán Máni (f. 1970) hefur sent frá sér skáldsögurnar Dyrnar í Svörtufjöllum (1996), Myrkravél (1999) og Hótel Kaliforníu (2001). Hann er rithöfundur og býr í Reykjavík. 22 Ísrael Stefán Máni 17.10.2002 11:02 Page 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.