Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 17
Soffía Auður Birgisdóttir: Mannkynssagan í formi samtímaskáldsagna bls. 17
gloppóttu minningabrotum saman í heillega
mynd um leið og hann háir baráttu við
gleymskuna, eins og lýst var hér að framan.
Þetta eru því öðrum þræði „sjálfsævisögur“ en
eiga þó lítið skylt við þá bókmenntagrein eins
og við þekkjum hana þar sem raunverulegt fólk
skrifar (og skáldar) frásögn af eigin ævi. Aftur er
hægt að benda á athyglisverða klausu úr fyrstu
bók Álfrúnar:
Ég hef alltaf dáðst að fóki sem ritar sjálfsævi-
sögur. Það virðist ekki þurfa að velkjast í vafa.
Mér dettur ekki í hug að væna það um lygi eða
að það hagræði sannleikanum. Það horfir bara
á líf sitt eins og sögu. Það lýtur sögulögmálum.
Það vil ég ekki gera. (Af manna völdum, bls.
110.)
Þessa sögumannsrödd virðist mega heimfæra
upp á höfundinn sjálfan sem meðvitað brýtur
hin klassísku sögulögmál og býður lesendum
sínum upp á brotakennda frásögn, búta sem
þeir verða að raða saman sjálfir vilji þeir skynja
söguna sem heildstæða frásögn eða finna
þann þráð sem tengir hin ólíku brot saman.
Bútar og þræðir eru reyndar sérstaklega viðeig-
andi orð þegar kemur að því að lýsa frásagnar-
aðferð Álfrúnar Gunnlaugsdóttur – og hún not-
ar sjálf slík orð í verkum sínum. Snemma í
skáldsögunni Hvatt að rúnum segir svo um
eina sögupersónuna:
[. . . ] hugur stráksins líktist brekáni með ótal
reitum, hvernig sem hann reyndi tókst honum
aldrei að skoða nema einn reit í senn. Hefði vilj-
að sjá þá alla í sjónhendingu. Honum var það
ofviða eins og gefur að skilja. Og þá mér. Einn
reitur verður að nægja. (Bls. 23.)
Víða í skáldsögunni er síðan vísað til þess að
„nýr reitur“ taki við um leið og skipt er um
sjónarhorn og sögusvið. Frásagnaraðferð Álf-
rúnar mætti þannig líkja við þá list að sauma
saman ólíka efnisbúta sem síðan mynda litríkt
bútateppi þar sem hver reitur hefur ákveðnu
hlutverki að gegna í heildarmyndinni.
Hvatt að rúnum er án efa með flóknari íslensk-
um skáldsögum hvað varðar frásagnartækni en
um leið ein af þeim allra mest spennandi sem
út hafa komið hérlendis á síðasta áratug. Þetta
gildir að minnsta kosti fyrir þá lesendur sem
kjósa fremur stöðu virks þátttakanda í því sköp-
unarferli sem felst í lestri, engu síður en í
skriftum, heldur en að vera óvirkir þiggjendur –
sem getur vissulega falið í sér mikla lestrar-
ánægju líka. Franski táknfræðingurinn Roland
Barthes talaði um tvenns konar upplifun sem
menn fengju út úr því að lesa skáldverk: Í fyrsta
lagi ánægju (f. plaisir, e. pleasure) sem hlytist
af lestri viðnámslauss texta (f. lisible, e.
readerly texts) þar sem lesandinn væri fyrst og
fremst í stöðu þiggjandans, og í öðru lagi nautn
(f. jouissance, e. bliss) sem einungis væri hægt
að upplifa ef textinn veitti viðnám og krefðist
virkrar þátttöku lesandans (f. scriptible, e.
writerly texts).3 Ég tel óhætt að fullyrða að text-
ar Álfrúnar séu flestir af þeirri tegund sem veita
lesanda viðnám, krefjast þátttöku hans og
bjóða upp á lestrarnautn.
Að hvetja að rúnum þýðir að kalla einhvern á
eintal og í skáldsögunni sem ber þennan fyrnda
titil situr kona á eintali ýmist við nágranna sinn
Jón Pétur eða við dularfullan náunga sem heit-
ir Stefán. Stefán gæti allt eins verið draugur og
minnir að því leyti á persónu í annarri skáldsögu
Álfrúnar, Daníel í Hringsóli. Samtöl sögukonu
við þessa tvo menn (sem helst mega ekki vita
hvor af öðrum) drífa frásögnina áfram og segja
má að hvor þeirra ráði yfir sínum þræði þeirrar
margþráða sögu sem fram fer. En það er ein-
hver undarleg barátta á ferðinni um þessa
þræði og þegar grannt er skoðað kemur í ljós
að það er kannski ekki síst sjálft frásagnarform-
ið sem er til umræðu í skáldverkinu. Æ ofan í æ
verður þetta aðaltákn frásagnarinnar, þráður-
inn, á vegi lesandans í mismunandi formi.
„Hnykill í bauk“ berst á milli persóna í þeirri frá-
sögn sem tilheyrir nútíðarsviði sögunnar og
„hnoði í buðk“ gengur á milli manna í þeirri frá-
sögn sem gerist í fjarlægri fortíð. Eignarhald á
þessum hnyklum er óljóst en hins vegar er ljóst
að þeir sem geyma þá hafa „visst ráðrúm“ eða
visst frelsi til þess að ráða lífi sínu. Hnyklarnir
eru komnir frá konum en þeir verða bitbein
karla og kvenna í sögunni og tengjast þeim
ýmis svik. Hér er Álfrún ef til vill að gefa þeirri
kenningu undir fótinn að frásagnarlistin sé frá
konum sprottin en karlmenn hafi komist yfir
hana með svikum. (Og mætti þá tengja svipuðu
þema í Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdótt-
ur.) Undir lok skáldsögunnar stendur sögukon-
an með hvort tveggja í höndunum, hnykillinn
og hnoðann:
Upp er runnið fyrir mér hvað gera skal, ég
tek um þráðarendann á hvorum hnykli, hnýti og
vind sameiginlega ofan af þeim upp á nýjan
hnykil. Mér til gleði sé ég að þræðirnir tvinnast
saman. Styrkja hvor annan. (Hvatt að rúnum,
1993, bls. 331.)
Hér má sjá í hnotskurn táknmynd þess sem
gerist í frásögn bókarinnar, þar sem tveir sögu-
þræðir eru tvinnaðir saman við líf sögukonunn-
ar sjálfrar og er það allmikil gáta fyrir lesanda að
ráða í hvernig þræðirnir fléttast saman og hver
ræður yfir (sögu)þráðunum. Jafnvel „Höfundur-
inn“ sjálfur (stundum nefndur H) virðist ekki
hafa fullt vald yfir þráðum frásagnarinnar, að
minnsta kosti veita sögupersónur honum við-
nám eftir bestu getu.
„Skáldskapur er þó ekki saklaus
leikur“
Haldi einhver að Álfrún Gunnlaugsdóttir stundi
bara saklausan leik með form og frásagnarhátt
í verkum sínum þá er það mikill misskilningur.
Hún hefur einnig sitthvað fram að færa sem
hún telur mikilvægt að miðla. Í grein sem birt-
ist í Skírni 1994 segir hún:
Skáldskapur er þó ekki saklaus leikur. Væri
því þannig farið óttuðust hann ekki valdhafar
ýmissa landa. [. . . ] Undir yfirskyni [svo] skáld-
skaparblekkingar gæti margt leynst, jafnvel
óæskilegar hugmyndir. Þær eru þó sjaldnast
settar fram með beinum hætti, heldur flæktar í
neti alls kyns bragða. Hluti af ánægju lesandans
er einmitt í því fólginn að greiða úr flækjunni.
Einnig dylst margt undir yfirborði góðrar sögu
sem stjakar við lesandanum og krefst „þátt-
töku hans“ við að skapa hana. Sagan er ekki
tuggin ofan í hann.4
Hér sjáum við vísi af fagurfræðilegri sýn Álfrún-
ar Gunnlaugsdóttur og það er auðsætt að hún
treystir lesandanum til þess að „greiða úr flækj-
unni“. Sá sem les Hvatt að rúnum og leggur á
sig að glíma við formið og greiða úr flækjunni
kemst að því að verkið geymir magnaðar sögur
af ást, ofbeldi og kynlífi. (Eru það ekki þannig
15 Álfrún Gunnlaugs Ebro 17.10.2002 11:00 Page 17