Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 22
Ísrael – Saga af manni
Úr nýrri skáldsögu
Stefán Máni
Einu sinni, um sjöleytið á miðvikudagskvöldi,
voru kokkarnir að rembast, hver á fætur öðrum,
við að reyna að opna stóra glerkrukku með sól-
þurrkuðum tómötum en gátu ekki bifað græna
tinlokinu, hvernig sem þeir reyndu, hvort sem
þeir voru rétthentir eða örvhentir eða notuðu
tusku til að ná betra taki, og svo fór að lokum
að yfirkokkurinn, sem var hár og grannur, ljós-
hærður með arnarnef, köld augu og þunnar var-
ir, náði í hníf og ætlaði að stinga honum undir
lokið og juða honum þar til þess að hleypa lofti
inn í krukkuna, en þá var mér nóg boðið, þurrk-
aði mér um hendurnar, þreif af honum krukk-
una, spurði hann hvort hann væri algjör kerling
og opnaði síðan krukkuna með háum hvelli, fyr-
ir framan undirmenn hans, einn þjón og tvær
stúlkur, skellti henni síðan á borðið og sagði
gjörðu svo vel, frú mín góð, og síðan þá var
hann búinn að hafa horn í síðu mér og fann
alltaf einhver skítverk handa mér í þau fáu
skipti sem lítið eða ekkert var að gera, eins og
að þrífa undir borðum og inni í hornum, tæma
hillurnar og þurrka af þeim með blautri tusku og
ausa heitri rauðvínssósu með langri ausu úr
stórum potti yfir í fjöldann allan af sósukönnum
þegar stórir hópar biðu eftir matnum sínum,
hvort sem ég mátti vera að því eða ekki.
Eitt mánudagskvöldið, laust eftir miðnættið,
þegar ég var um það bil búinn að vaska upp og
ganga frá og hann hefði fyrir löngu átt að vera
farinn heim, bað hann mig um að koma aðeins
með sér út í port, þar sem heilt bretti af frosn-
um nautasteikum í þrjátíu punda, brúnum vax-
pappírsöskjum stóð á planinu rétt fyrir framan
daufbláu dyrnar, en í fjarska sá ég ómerktan, lít-
inn flutningabíl með lyftu hverfa inn í nóttina.
Rífðu öskjurnar utan af kjötinu og hentu
þeim í ruslagáminn og komdu svo kjötinu fyrir í
frystinum, sagði hann og rétti mér vinnuvett-
linga og fór síðan aftur inn í ljósið og hlýjuna.
Ég gerði eins og hann bað mig um, reif öskj-
urnar utan af blokkunum og raðaði kjötinu, sem
var í glærum plastpokum, í háa stafla fyrir inn-
an dyrnar, henti brettinu síðan bak við gáminn
sem var næst mér, vöðlaði umbúðunum sam-
an og byrjaði að troða þeim ofan í yfirfulla
gámana, tók síðan eftir því í miðjum klíðum að
þær voru merktar á einhverju erlendu tungu-
máli, líklega þýsku, og að síðasti söludagur
hafði verið um miðjan september, eða fyrir
þremur vikum síðan, og reif sýnishorn af einni
öskjunni, braut það saman og stakk því í
rassvasann áður en ég bar steikurnar inn í fryst-
inn.
Tveimur dögum síðar, um áttaleytið á rólegu
miðvikudagskvöldi, þegar ég var búinn að
standa sjötíu og tvær vaktir í röð vegna þess að
enginn hafði verið ráðinn á móti mér, gægðust
kokkarnir hver á eftir öðrum fram í salinn til
þess að dást að barmmikilli ljósku í bláum,
flegnum kjól, sem sat við borð þrjú með glæsi-
legum og vel til höfðum manni á fertugsaldri.
Svo liggur hún útglennt og emjandi undir
þessum montrassi, bara vegna þess að hann
er með milljón á mánuði, sagði yfirkokkurinn
með fyrirlitningu.
Ha? . . . með hverjum er hún? spurði annar
neminn og reyndi að gægjast yfir öxlina á hon-
um.
Æ, hvað heitir hann þarna, ég man það ekki,
. . . viðskiptafræðingur, . . . einn af bankastjór-
um Þróunar- og viðskiptabankans, svaraði hann
og gretti sig, . . . einn af þeim sem heldur að
hann viti allt og geti allt af því að hann ólst upp
í Arnarnesinu.
Það er nú óþarfi að öfunda manninn svona,
sagði ég þá og settist upp á borðið hjá upp-
þvottavélinni og kveikti mér í sígarettu, . . . bara
vegna þess að hann er betur menntaður en þú,
betur klæddur og í betri vinnu, . . . og eflaust
talsvert klárari í kollinum, hvar svo sem hann
ólst upp.
Hvað áttu við, drengandskoti? hvæsti hann
og varð eldrauður í framan, en undirmenn hans
virtust ekki trúa sínum eigin eyrum, göptu bara
og litu til skiptis á okkur og hörfuðu nokkur
skref afturábak, og þjónninn sem þá stundina
hafði verið staddur í eldhúsinu lét sig hverfa
fram í salinn.
Þú heyrðir hvað ég sagði, sagði ég og lagði
sígarettuna frá mér í öskubakkann ofan á
þvottavélinni, . . . það er alveg merkilegt með
ykkur iðnaðarmenn, þið lítið niður á okkur
verkamennina, brjótið eins oft á réttindum okk-
ar og þið getið og farið með okkur eins og til-
raunarottur eða þriðjaheimsbörn, rétt eins og
við séum úreltar vinnuvélar á síðasta snúningi,
og öfundið á sama tíma alla þá sem komist
hafa hærra í þjóðfélagsstiganum, sem eru bet-
22 Ísrael Stefán Máni 17.10.2002 11:02 Page 22