Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 44
what an action meant to her, never sparing
a thought to what it might mean to
somebody else. (220–21)
(Hún hafði stært sig af þessu alla ævi. He-
ather Badcock vildi engum illt. Hún vildi
aldrei neitt illt en það er enginn vafi á því að
fólk eins og Heather Badcock (og vinkona
mín gamla Alison Wilde) getur valdið ómæld-
um skaða því að það skortir – ekki mann-
gæsku, hana hefur það – heldur allt skyn-
bragð á það hvernig gjörðir þess hafa áhrif á
aðra. Hún hugsaði alltaf um hvernig gerðir
hennar horfðu við henni en aldrei um hvað
þær þýddu fyrir aðra.) 8
Marina Gregg hefur næg lyf við hendina til að
myrða Heather Badcock í hita leiksins en beitir
síðan útsjónarsemi til að rugla lögregluna í rím-
inu. En leiknum er ekki lokið. Ýmsir leggja sam-
an tvo og tvo og smám saman drepur leikkon-
an sífellt fleiri. Samt er hún að vissu leyti fórn-
arlamb sögunnar því að hún er fórnarlamb
hugsunarleysis frú Badcock.
Mannlýsing frú Badcock er einföld en snjöll.
Allir kannast við sjálfhverft fólk sem lærist
aldrei að skilja tilfinningar annarra eða hafa
áhuga á þeim. Eins og dæmi frú Badcock sýn-
ir þarf slíkt fólk alls ekki að vera illgjarnt en
samt er það stórhættulegt. Þetta er hinn ein-
faldi kjarni málsins í The Mirror Crack’d en síð-
an er þyrlað upp moldviðri í kringum kvik-
myndaleikkonuna frægu og glysheim hennar
sem leiðir rannsakendur málsins afvega, uns
ungfrú Marple tekst að horfa framhjá öllu
þessu.
Annað áhugavert fórnarlamb í sögu eftir
Agöthu Christie er Audrey Strange sem játar á
sig morð í sögunni Towards Zero (1944) en er
þó saklaus. Það vill henni til happs að lögreglu-
foringinn Battle er á staðnum og hefur nýlega
lent í svipaðri reynslu með dóttur sína. Í ljós
kemur að Audrey Strange hefur um árabil lifað
í hræðslu við geðsjúkan eiginmann sinn en
kennt sjálfri sér um. Eiginmaðurinn er lunkinn
við að leyna geðveiki sinni og þess vegna fer
frú Strange að efast um eigin geðheilsu í stað-
inn. Að lokum verður óttinn óþolandi. Þegar
morð er framið beinast öll bönd að henni og
þegar hún áttar sig á að um er að ræða fágaða
hefnd eiginmannsins ákveður hún að gefast
upp og játa á sig morðið. Þar með losnar hún úr
þeirri prísund sem tilvistin er orðin henni.
Audrey Strange kennir sjálfri sér um allt
sem að er í einkalífinu. Henni fer að finnast
hún óeðlileg en ekki geðsjúkur eiginmaðurinn.
Slík sektarkennd er kannski hlutskipti kvenna
fremur en karla í ensku karlasamfélagi miðrar
20. aldar enda helst hún ef til vill í hendur við
lélegt sjálfsmat. Þannig varpar Towards Zero
ekki síst ljósi á fórnarlamb sögunnar sem er
fulltrúi margra kvenna í því samfélagi sem lýst
er.
Gervi morðingjans
Sakamálasögur Agöthu Christie snúast um
blekkingu. Morðinginn dylst og það þarf að af-
hjúpa hann. Ekki kemur til greina að lesendur
fái að vita hver hann er fyrr en rannsakandinn
skýrir frá því. Sama gildir um hasarsögur Agöt-
hu Christie sem gerast í fjarlægum löndum og
tengjast oft stjórnmálafléttu sem afar sjaldan
er raunsæisleg. Þrátt fyrir ævintýrabraginn er í
grunninn verið að leita að morðingja sem hefur
skilið eftir sig vísbendingar sem hægt er að
ráða í. Næstelsta saga Agöthu Christie, The
Secret Adversary (1922), er þeirrar tegundar en
þar eiga skötuhjúin Tommy og Tuppence í
höggi við ofurglæpamann sem stendur á bak
við hvers kyns óróleika í samfélaginu. Enginn
veit hver hann er en hann gengur undir nafninu
Mr. Brown:
We have no clue as to his real personality. It
is reported that even his own followers are
ignorant of it. Where we have come across
his tracks, he has always played a secondary
part. Somebody else assumes the chief rôle.
But afterwards we always find that there
has been some nonentity, a servant or a
clerk, who has remained in the background
unnoticed, and that the elusive Mr. Brown
has escaped us once more. (29–30)
(Við vitum ekki, hver hann er í raun og veru,
jafnvel fylgismenn hans vita það ekki. Ein-
hver annar kemur fram sem foringi. Þar sem
við höfum komizt á slóðir hans, hefur hann
jafnan leikið annars flokks hlutverk. Hér til
hefur herra Brown ætíð sloppið úr greipum
okkar.) 9
Þannig skýrir háttsettur leyniþjónustumaður
fléttuna. Óvinurinn er hættulegur stórglæpon
sem vinnur illvirki sín í dulargervi. Vanir lesend-
ur Agöthu Christie skilja strax að Brown er ein-
hver af aðalpersónum sögunnar. Það þarf að
fletta ofan af honum.
Eiginlega reynist þetta vera öfugt. Í ljós kem-
ur að hinn góðlegi lögfræðingur James Peel Ed-
gerton er Mr. Brown en erfiðara er að úrskurða
hvort Peel Edgerton er í gervi Mr. Browns eða
hvort hann er sjálfur gervi. Hann er hæfileika-
maður en með öllu laus við útgeislun. Hins
vegar breytir hann sér í verjandann fræga með
því að íklæðast persónuleika sem hann hefur
stælt eftir frægum verjendum:
My appearance was the only thing against
me. I was quiet and insignificant-utterly
nondescript [. . . ] No disguises-no grease
paint-no false beards! Personality! I put it on
like a glove! When I shed it, I was myself,
quiet, unobtrusive, a man like every other
man. I called myself Mr. Brown. There are
hundreds of men called Brown – there are
hundreds of men looking just like me. . . .
(209–10)
(Útlit mitt var hið eina gegn mér. Ég var
hljóður og lítilfjörlegur, – alls ekkert sérstakt
við mig [. . . ] Ekkert dulargervi, – engin máln-
ing, – ekkert falskt skegg. Persónuleiki! Ég
brá honum á mig eins og hanzka. Þegar ég
afklæddist honum, þá varð ég ég sjálfur,
hljóður, lítt áberandi, rétt eins og hver annar.
Ég kallaði mig herra Brown. Það eru til hund-
ruð manna sem líta út eins og ég . . . )10
Persóna Peels Edgertons er þannig gervi og
undir því býr Mr. Brown: hinn raunverulegi
kjarni glæpamannsins. Og þó er nafnið Brown
dulnefni. Erfitt er að segja hvað er gervið og
eins á leyniþjónustumaðurinn Carter erfitt með
að ákveða hvað honum á að finnast um Peel
Edgerton: „Genius, or insanity, who can say?“
(211) (Snilli eða vitfirring, – hver getur sagt?).11
Þetta er skylt þeim verufræðilega vanda sem
glæpasagan tekst á við: Hvað er sannleikur og
hvað blekking? Þó að komið sé upp um hið tvö-
falda líf Peels Edgertons er erfitt að fella dóma.
Mr. Brown kemst upp með glæpi sína þar
sem hann er lítilfjörlegur að sjá en það er al-
gengt stef í sögum Agöthu Christie að glæpa-
maðurinn felur sig á bak við persónuleika sem
við tengjum síst af öllu við glæpi. Í annarri af
fyrstu bókum hennar, The Man in the Brown
Suit (1924), er enn fengist við stórglæpamann.
Sagan er sögð frá sjónarhorni hinnar ungu og
ævintýragjörnu Anne annars vegar en hins veg-
ar í dagbókum Sir Eustace Pedler. Sir Eustace
er gamansamur og kvartsár, virðist hálfgerður
auðmannskjáni sem ekkert tekur alvarlega og
er utan við hringiðu atburðanna. Hann lýsir
sjálfum sér sem manni „who likes a quiet life
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 44