Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 58
Kvikmynd og veruleiki
Kvikmyndir líkjast orðum og þjóðum
Magnús Einarsson
Kvikmyndir búa flestar yfir miklu seiðmagni.
Þær ná auðveldlega að heilla fólk eða vekja við-
bjóð. Oft vill þó gleymast að kvikmyndin var
sett saman af hópi fólks fyrir aðra hópa fólks;
hún er tilbúningur, listform sem ætlað er að ná
fram ákveðinni upplifun áhorfenda. Ótal þættir
mynda uppistöðu kvikmyndar. Í þessari hug-
leiðingu er annars vegar lögð áhersla á tengsl
kvikmynda við samfélag og væntingar fólks og
hins vegar hugmyndina um tegundir kvik-
mynda. Og þar sem væntingar eru ein af helstu
stoðum merkingarbærra samskipta, eins konar
áttaviti tíðarandans, vakna ýmsar spurningar
um veruleika kvikmyndar sem liggja á mörkum
félagsfræði, heimspeki og táknfræði.
Væntingar og kvikmyndir
Æði oft finnst fólki kvikmynd vera raunveruleik-
inn sjálfur fremur en ímynd hans. Þetta er afar
eðlilegt og sennilega skylt afstöðu fólks til dag-
legs máls, þar sem það treystir á náttúrulega
„bjargfestu“ orðanna fremur en menningar-
lega „félagsfestu“ þeirra, ef svo má að orði
komast. Í fljótu bragði má ætla að þessi afstaða
tengist aldri fólks, því yngri sem viðkomandi
sé, því staðfastar trúi hann ímyndum sem
bjargföstum veruleika. En svo þarf ekki að vera,
til að mynda benda börn og unglingar fullorðnu
fólki oft á að kvikmyndin sé bara „í plati“.
Einnig má færa rök að því að með aldrinum hafi
fólk vanist svo vissum ímyndum og orðanotkun
að átak þurfi til að kenna gömlum hundi að
sitja. Reyndar hefur þetta ekki beint með aldur
að gera, heldur fyrst og fremst reynslu og þær
væntingar sem reynslan hefur lagt grunn að.
Kvikmynd Lumièrebræðra, Verksmiðjan, frá
árinu 1895 og kvikmynd Edwins S. Porters,
Lestarránið mikla, frá árinu 1903, varpa nokkru
ljósi á hugmyndina um reynslu og væntingar. Í
kvikmynd Lumièrebræðra er stutt myndskeið
þar sem járnbrautarlest kemur inn á brautar-
stöð og stöðvast við brautarpall. Sagt er að
margir af fyrstu áhorfendunum hafi þotið skelf-
ingu lostnir út af sýningunni af hræðslu við að
fá brunandi lestina yfir sig. Fyrstu áhorfendur
kvikmyndar Edwins S. Porters brugðust svipað
við. Í myndinni hleypir ræningi af byssu beint
framan í áhorfendur með þeim afleiðingum að
„áhorfendur hljóðuðu upp yfir sig og köstuðu
sér niður í sætunum.“1 Gera má ráð fyrir því að
fólk hafi verið óvant slíkum töfrabrögðum og að
vonum hafa væntingarnar verið óljósar.
Nú á dögum eru reynsla okkar og væntingar
af kvikmyndum með þeim hætti að við gefum
okkur fyrirfram þýðingu þeirra töfrabragða sem
notuð eru. Þetta gerist til dæmis þegar kvik-
myndin er látin bylgjast í móðu með tilheyrandi
hörpuhljómi (reyndar er þetta töfrabragð komið
til ára sinna), sem gefur til kynna að stefnt sé
inn á draumalendur eða minningar. Hver tími
hefur sinn frásagnarmáta og hætt er við því að
fullorðinn maður sem væri að berja nýlega kvik-
mynd augum í fyrsta skipti á ævinni myndi ekki
skilja kvikmyndamálið til fulls.
Táknfræði og kvikmyndir
Hér vakna spurningar um merkingu ímynda og
tákna í kvikmyndum. Kvikmynd, líkt og tungu-
mál, er fyrst og fremst táknkerfi. Hún er sér-
stakt „mál“ sem kallar á skilning.2 Venjist fólk
vissu tungumáli eða vissu kvikmyndaformi fer
það að ganga að eiginleikum þess sem gefn-
um. Þetta samkomulag myndar grundvöll allra
tungumála þannig að nauðsynjatengsl virðast
vera á milli orða og hluta sem þau vísa til.
Þannig virðist fólki sem hljóðið sem myndar
orðið „borð“ á íslensku vísi skilyrðislaust í hlut
sem hafi tiltekna eiginleika. Orðið og hljóðið
„b-o-r-ð“ er þannig samkomulag þeirra er
styðjast við íslenskt hljóðkerfi, en styðjist fólk
við enskt hljóðkerfi gengur það inn í samkomu-
lag um að nota orðið og hljóðið „t-a-b-l-e“ um
tiltekna eiginleika. Þetta er allt saman ákaflega
eðlilegt og einfalt, en segir okkur jafnframt að
engin náttúruleg tengsl eru á milli vissra hljóða
og þeirra hluta eða fyrirbæra sem þau vísa til.
Dæmið um það þegar kvikmynd bylgjast í
móðu með hörpuhljómi varpar ljósi á þessi
atriði. Í fyrsta lagi eru engin náttúruleg tengsl á
milli hörpuhljóma og kvikmyndar sem bylgjast
í móðu. Í öðru lagi eru engin náttúruleg tengsl
á milli þessara tákna annars vegar og drauma-
lendna og minninga hins vegar. Tengslin hafa
verið búin til og samkomulag skapast um skiln-
ing þeirra. Svo gerist það að fólk verður leitt á
þessum tengslum og ný tengsl eru sköpuð. Í
kvikmyndum kemur þá nýmóðins táknræn
framsetning í stað hinnar eldri. Í tungumáli ger-
ist þetta einnig með þeim hætti að nýmóðins
orðaröð kemur í stað hinnar eldri til að tjá til-
tekna atburði eða upplifun.
Þessi táknfræði er mjög mikilvæg til skiln-
58 Um kvikmyndir 22.10.2002 10:12 Page 58