Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 12
verslunina sem hafði staðið óslitið frá 1602, en höfðingjar landsins lögðust gegn því. Við það tækifæri kallaði Björn Markússon lögmaður ein- okunina „malum neccesarium“ eða nauðsyn- legt böl sem tryggði siglingar til landsins og sanngjarna verslun. Töluvert margt sem tengist mannlífi og menningu hlýtur að fljóta með flutningi stofn- ana og nýjum pólitískum tengslum sem ESB- aðild skapar. Sambandið veitir þó mikla fjár- muni til þess að viðhalda menningarlegri fjöl- breytni – eins og það er kallað – t.d. með því að styrkja málsvæði sem eiga undir högg að sækja. Mörg þjóðarbrot, svo sem Baskar á Spáni, sjá ESB sem frelsun frá þeirri menning- arlegu samræmingu sem rekin hefur verið inn- an þjóðríkja Evrópu. Opinber stefna og raun- veruleg menningarskipti eru þó tvennt ólíkt, og mikið hefur verið fjallað um kosti og galla frjálsra menningarstrauma, en í þeirri sálmabók verður ekki blaðað hér. Aftur á móti er næsta öruggt að efnahagslegt sjálfstraust mun skipta úrslitamáli um hversu mikilli þjóðerniskennd landsmenn telja sig hafa efni á, líkt og forðum daga. Hér er því komið að kjarna málsins; um konungdæmi, bandalög og viðskipti. Efnahagslegt sjálfsöryggi Evrópusambandið er klúbbur eða bandalag full- valda ríkja sem hafa játast undir skyldur og markmið sem allir meðlimir verða að axla. Það er með nokkrum rétti hægt að kalla þetta lýð- ræðislega útgáfu af konungdæmum eins og þau þekktust á miðöldum. Í þá daga voru ólíkar þjóðir oft tengdar saman undir einum þjóðhöfð- ingja, án þess að þær gæfu eftir nema hluta af fullveldi sínu. Yfirleitt voru utanríkisstjórnmál og utanríkisviðskipti hnýtt saman hjá konungi, en innanlandsmálefnum var að stórum hluta haldið sér. Að stofni til er ESB skilgetið af- kvæmi evrópskra styrjalda og hefur það mark- mið að tryggja frið með stjórnmálasamruna, en litið er á efnahagssamvinnu sem tæki til þess að færa löndin saman. Sambandið hvetur til frí- verslunar á milli aðildarlanda, en beitir ýmsum höftum á þau lönd sem utan við standa. Að þessu leyti er ESB afturför frá þeim frjálsa anda sem ríkti fyrir 1914, en mikil framför frá því hörmungarástandi er ríkti árið 1950 þegar grunnurinn var lagður að sambandinu. Pólitísk litlir sem engir. Síðar virðist Gissur sjálfur hafa gert sem mest úr sköttunum til þess að koma í veg fyrir konungseið, og landslýður þá kippt að sér hendinni. Aðildin varð ekki að veruleika fyrr en erindreki konungs, Hallvarður gullskór, hafði ferðast um landið árið 1261 og kynnt til- boð konungs milliliðalaust um tiltölulega lága skatta. Vitanlega reyndi konungur að hækka gjöldin síðar, þegar Krók-Álfur var sendur hing- að út með nýjar skattakröfur. En þeim var hafn- að og Skagfirðingar gerðu aðsúg að Krók-Álfi á Hegranesþingi 1305; hann komst ekki lifandi aftur til Noregs. Skattar voru einnig trygging fyrir því að Ísland myndi ekki gleymast í hafi, því konungur hlyti ávallt að gera ráðstafanir til þess að flytja skatttekjurnar til sín. En á sama tíma hlaut skatturinn að rýra arðsemi Íslandssigl- inga. Ástæðan var ein- faldlega sú að skattur- inn var greiddur í vörum sem nema skyldu fjórð- ungi af flutningsgetu þeirra kaupfara sem hingað sigldu en flutningsgetan var mjög tak- mörkuð. Ef til vill hefur þessi skylda orð- ið til þess að verslun Norðmanna varð mátt- lausari er á leið og efndir á loforðum um sex skipakomur á ári rýrar að vöxtum. Síðar voru mörg ár tilfærð þegar aðeins eitt skip kom til landsins (árin 1357, 1362, 1367 og 1392) eða jafnvel ekkert (1355, 1374 og 1390). Það er líklegt að umræða um ESB-aðild muni – líkt og forðum – snúast um aðildargjöldin. Þess sjást reyndar þegar merki í opinberum deilum um hver gjöldin muni raunverulega vera. Ísland yrði eitt tekjuhæsta ríki ESB og þyrfti því að leggja mikið af mörkum til sameig- inlegra sjóða bandalagsins og í þróunaraðstoð innan þess. Eitthvað af þessum peningum kæmi til baka með styrkjum, t.d. til jaðar- byggða, en hversu mikið er erfitt á að giska. Þá hefur sjávarútvegsstefna ESB vakið áhyggjur þótt ekki sé ljóst hvaða kröfur verða gerðar fyrr en að aðildarviðræðum kemur. Það flækir síðan málin að stækkun sambandsins er brátt á dag- skrá og mörg fátæk en fjölmenn lönd munu fá inngöngu. Slíkt getur ekki gerst nema með töluverðum breytingum á fjárhagsramma ESB- hækkun gjalda og lækkun styrkja. Þjóðerni og verslun Íslendingar og Norðmenn töluðu sama tungu- mál árið 1262 og deildu samnorrænni þjóðarvit- und. Þess vegna skiptu hugtök eins og þjóð- erni og menning ekki sama máli þá og síðar í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Hér verður þó að minna á að það var aukið efnahagslegt sjálfsöryggi sem nærði íslenska þjóðernis- kennd eftir miðja nítjándu öld. Á sama tíma og landsmönnum óx ásmegin í sjálfstæðis- baráttu var gífurleg alþjóðavæð- ing í uppsiglingu og markaðir heimsins að opnast. Þannig var ekki lengur nauðsyn fyrir smáríki að vera í pólitísku bandalagi til þess að geta komið fram- leiðslu sinni í verð. Þessi alþjóðavæðing steytti síðar á kreppu og tveimur heimsstríðum, en fyrir árið 1914 var Evrópa einn markaður þar sem öll lönd gátu selt varning sinn án hindrana. Álf- an var ennfremur eitt myntsvæði þar sem allir evrópskir gjaldmiðlar, þar með talin íslenska krónan, voru með fast verðmæti í gulli. Íslendingar gerðust þjóðfrelsissinnar að stór- um hluta vegna þess að þeir töldu sig hafa efni á því. Með aukinni fríverslun fóru þau tengsl að rofna sem bundið höfðu Ísland við Noregskon- ung – og síðar Danaveldi. Á nítjándu öld varð þeim smátt og smátt ljóst að þeir gátu staðið fyrir sínu á heimsmarkaði. Íslendingar hættu að sjá Danmörku fyrir sér sem brú á milli sín og umheimsins, enda var Danmörk aðeins útkjálki í Evrópu eins og Halldór Laxness hélt fram í bók sinni Heiman eg fór. Margir heitir sjálf- stæðissinnar, svo sem Einar Benediktsson skáld, vildu losna undan yfirráðum Dana til þess að geta leitað eftir fjármagni frá öðrum löndum, t.d. Englandi. Það er himinn og haf á milli áræðis nítjándu aldar Íslendinga og þess sem þekktist á átjándu öld. Árið 1770 gaf Dana- konungur kost á því að fella niður einokunar- Hér var greini- lega komið konung- dæmi með beinar og breiðar brautir til helstu landa Evrópu, sem stóðu Íslendingum opnar um leið og þeir gerðust konungsþegnar. 09 ESB og gamli sáttmáli 17.10.2002 10:58 Page 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.