Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 7
„Ja äkkiä takasi!“ Snautaðu tafarlaust heim! „Ég er fimmtán ára!“ „Saatanan vaivanen!“ Djöfuls krypplingurinn þinn! Ég hristist og skelf. Ég finn hvernig buxnaskálmin blotnar. Ég stend og blaðran tæmist. Í buxurnar. bls. 7 hún er ummikko-eintyngd. Sem fást prósentur fyrir. Ég heyri hláturinn í henni. Hahaha!!! Þú get- ur ekki einu sinni ekið skellinöðru! Þú kannt ekki að bremsa! Þú getur ekki stöðvað tækið! Ég dreg fæturna, ég dett á skellinöðrunni, það kemur gat á nýju buxurnar mínar, sem ég fékk í afmælisgjöf, það blæðir úr sári á hnénu. Fredriksson halar niður rúðuna. Ég stend upp og rykki upp skellinöðrunni. Stend eins og ég vilji verja hana og allan heiminn gegn Fredriks- son. Ég skil ekki hvað þau segja. Ég, sem yfir- leitt tala sænsku létt og reiprennandi, ég missi málið. Nei, ég kann ekki lengur sænsku. Ég skil ekki. „Hver á skellinöðruna?“ „Gaarini!“ „Hver hefur leyft þér að aka henni?“ „Gaarini!“ „Hvaða djöfuls Gaarini?“ „Sustir.“ „Þú lýgur því!“ „Nei, nei, Gaarini leyfði, hún finnur í Pajjalalllalala ...“ „Hvað ertu gamall?“ „Kamall?“ „Já, gamall, hve margra ára?“ „Ááára!?“ „Já, þú veist þó fjandakornið hvað þú ert margra ára?“ „Vimtán!“ „Ha!“ „Vimtán, það er ... ég er nógu gamall.“ Nú skiptir Fredriksson um mál. Blandar finnsku inn á milli til að gera yfirheyrsluna magnaðri. Hann hefur gert þetta áður. Hann fær 20 prósent fyrir umskiptin. „Ég er vimtán,“ snökti ég af reiði og örvænt- ingu. Mig langar til að segja honum að ég sé að fara í burtu, að ég ætli að verða lögfræðingur. Ég komi til baka einhvern tíma seinna. Ég kem ekki upp nokkru orði. Hakan skelfur. „Ég er fimmtán ára.“ „Ett helvetin aamuna!“ Fari það í helvíti! „Ég er fimmtán ára. Ég hef rétt til að vera á skellinöðru.“ Hann fer út úr bílnum. Hann stillir sér upp fyrir framan mig, ógnandi á svip. Skyldi hann aftur grípa í hálsmálið á blússunni minni eins og í fyrra þegar hann elti mig eina nóttina þegar ég hafði verið að dorga, algjörlega löglega? „Ja äkkiä takasi!“ Snautaðu tafarlaust heim! „Ég er fimmtán ára!“ „Saatanan vaivanen!“ Djöfuls krypplingurinn þinn! Ég hristist og skelf. Ég finn hvernig buxnaskálmin blotnar. Ég stend og blaðran tæmist. Í buxurnar. Teki allensa! Á afmælisdaginn minn, þegar ég var á leiðinni burt, þá pissaði ég í buxurnar. Pissaði undir, eins og orðin þýða eiginlega. Fredriksson fer. Skellinaðran liggur í veg- kantinum og ég skripla niður bakkann undir brúnni. Ég skola úr buxunum undir brúnni, ég hengi þær til þerris á steinsökkulinn þar sem geislar kvöldsólarinnar ná að skína á þær. Ég sit og bíð eftir því að háðungin þorni, að angistin skolist burtu með straumnum. Þá sé ég hann speglast í vatninu. Bros, burstaklippt hár, gleraugu. Ég þekki hann aftur af myndinni þegar lýst var eftir honum. En ég get ekki orðið hræddari en ég er, mér getur að- eins orðið kaldara. Og því ætti ég að vera hræddur við hann? „Ég sá allt!“ segir hann og sest við hliðina á mér. Potar með grein í mölina í ánni. „Þú losnar aldrei við Fredriksson,“ segir hann og kastar frá sér greininni eins og spjóti, „það kemur alltaf einhver nýr sem mígur yfir þig. Fredriksson hugsar með hælunum og hef- ur samviskuna á nefinu.“ Ég sit með hendur spenntar um hnén. Osmo Lalli Ismael Ivarsson tekur utan um mig. „Ég skal hefna mín,“ snökti ég. Ég tek þessa sögu með mér, hugsa ég, ég skal skila henni til baka einhvern tíma seinna. Það er sem hann lesi hugsanir mínar og hann segir: „Geymdu hana vel, annars gerir hann hana líka upptæka og fær prósentur af henni í þokkabót!“ Í fanginu á Osmo Lalli Ismael snökti ég mig burt frá bernsku minni inn í heim hinna full- orðnu þar sem Fredriksson bíður með opna buxnaklauf. Bengt Pohjanen vinnur nú að gerð stuttmyndar eftir þessari sögu. Bengt Pohjanen: Et helvetin aamuna – Fari það í ... 04 Smásaga Bengt 17.10.2002 10:57 Page 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.