Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 55
bls. 55 Þær þurfa að finna lífsreynslu sinni form sem gerir þeim kleift að vera sögumenn eig- in sögu án þess að brjóta á yfirborðinu lögmálið um þögn kon- unnar og þolanda- stöðu. . . . en þær þurf[tu] ekkert síður að finna út hvað þær [áttu] að skrifa um. Hvað gerist í lífi kvenna sem . . . [er] þess virði að frá sé sagt í bók?3 Karlmenn velta sjaldan fyrir sér kynferði sínu þegar þeir skrifa endurminningar sínar. Þeir spyrja ekki hvaða möguleika eða aðstæður það hefur fært þeim í lífinu að fæðast karlkyns né hvaða takmarkanir karlmennskan hefur sett þeim. Konurnar komast hinsvegar yfirleitt ekki hjá því að vera meðvitaðar um kynferði sitt. Áður en þær geta hafist handa við skriftirnar þurfa þær að réttlæta það, bæði fyrir sjálfum sér og lesendum sínum, að þær ætli sér að rjúfa þá þögn sem yfirleitt umlykur ævi kvenna og segja sögu sína, sögu sem samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum er ekki til. Guð- björg Jónsdóttir frá Broddanesi hefur þannig frásögn sína á þeirri kvenlegu dyggð að gera lít- ið út sjálfri sér og hún brynjar sig með alls kyns fyrirvörum um réttmæti þess að hún sé yfirleitt að skrifa. Ekki býst ég við að hafa neitt það fram að bjóða sem almenningur telur verðmæti, og því síður að það hafi mikið bókmenntagildi. . . . Vafalaust má ég sætta mig við það að allflestir líti þessar línur smáum augum.4 Með þessari kynningu hefur hún skrúfað fyrir allar væntingar svo að þeir sem hætta sér út í lesturinn geta ekki orðið fyrir vonbrigð- um. Hún hefur sjálf sagt þeim að frá henni sé einskis að vænta. Þótt lífshlaup kvennanna átján sem birtast í bókinni sé margbreytilegt reyna þær að fella frásögn sína að ramma (sjálfs)ævi- sögunnar, sem bæði er beinni og lógískari en lífið sjálft. Við lesturinn má því greina ákveðin meginstef, sem hvað eftir annað skjóta upp kollinum. Þessi grunnstef eru bernskan, menntun og ferðalög. Um eitthvert þessara efna er fjallað í nær öllum köflunum í bókinni enda voru þetta svið sem bæði átti og mátti tala um. Ítarleg umfjöllun um bernskuárin er einkum áberandi í þeim æviminningum sem skrifaðar voru á fyrri hluta tuttugustu aldar. Til- gangurinn með ritun (sjálfs)ævisagnanna er ekki að koma sjálfum sér á framfæri, heldur færa í letur vitneskju um lifnaðarhætti og menningu sem heyrði nú sögunni til. Konurnar minnast gjarnan uppvaxtaráranna, foreldra sinna, húsakynnanna sem þær ólust upp í og leikjanna sem þær léku sem börn. Í slíkum end- urminningum er sambandið við móðurina, eða þær konur sem gengu stúlkunum í móðurstað, í forgrunni. Ragnhildur bendir einmitt á þá at- hyglisverðu staðreynd að yfirleitt leggja sögu- konurnar meira upp úr sambandinu við móður sína en sambandi sínu við eigin börn síðar á lífsleiðinni. Í minningunni er dótturhlutverkið sett ofar móðurhlutverkinu. Oft er áherslan á bernsku og uppvöxt notuð til þess að varpa ljósi á það sem á daga kvenn- anna dreif síðar á ævinni og margar staldra við tiltekin atvik sem þær telja að hafi skipt sköp- um við mótun sjálfsmyndar sinnar. Guðrún heitum í gegnum efnisflokkana tvo til að sjá í hverju munurinn lægi. Eitt af því sem þá kom í ljós var að ævisögur og frásagnarþættir af ein- stökum konum eru yfirleitt flokkuð undir leitar- orðinu konur. Leitarvélin skilgreinir þau því eft- ir líffræðilegu kyni, áður en farið er út í frekari aðgreiningar. Sagnaþættir og ævisögur karl- manna eru hinsvegar ekki flokkuð eftir kynferði viðfangsefnisins og koma því ekki upp við áður- greinda leit. Eina safnritið sem byggði á ein- hverskonar minningabrotum eða viðtölum við karlmenn sem upp kom var bókin Íslenskir elskhugar. Vinsælar ritraðir þar sem íslenskir karlmenn birtast sem gerendur eins og Þeir settu svip á öldina, Íslenskir athafnamenn, þriggja binda verk sem eingöngu fjallar um karl- menn, og Merkir Íslendingar, en þar fylla frá- sagnir af íslenskum úrvalskörlum fyrstu fimm bindin, falla hinsvegar ekki undir tvenndarparið karl/kona í leitarvélum bókasafna, enda eru spurningar um kynferði ekki viðfang slíkra rita. Sjálfsævisögur kvenna Í afar fróðlegum og skemmtilegum inngangi að bókinni Íslenskar konur ræðir Ragnhildur Richt- er um fyrirbærið sjálfsævisögur, sérstaklega sjálfsævisögur kvenna. Þar kemur fram að þeg- ar íslenskar konur fóru fyrst að skrifa sjálfsævi- sögur sínar á fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu þær fáar eða engar fyrirmyndir . . . að því hvernig hægt er skrifa sögu sem hefur ekki hefðbundna söguhetju heldur á að fjalla um aðalpersónu sem fór kannski aldrei að heiman, sem þurfti alltaf að sinna öðrum fyrst . . . og sem er um aðalpersónu sem aldrei vann neina sigra í opinberu lífi, tók raunar varla þátt í því.2 Um þennan vanda hefur Ragnhildur áður fjallað í bók sinni Lafað í röndina á mannfélaginu. Um sjálfsævisögur íslenskra kvenna sem út kom 1997. Þar segir hún: 54 Kvennasögubók 17.10.2002 11:07 Page 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.