Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 6
6 og varðstöðu þegar svo ber við að einhver telur sig órétti beittan af hálfu starfsmanna hennar, ekki síst á vettvangi kynfrelsis, sem snertir umfram allt mannhelgi og sjálfs- virðingu. Til starfa í nefndinni völdust einstaklingar sem notið hafa trausts í þjóð- félaginu og af hálfu kirkjuþings vegna menntunar sinnar, starfsreynslu og sérþekk- ingar á þeim álitaefnum sem til rannsóknar hafa verið. Þótt skoðanir kunni að vera skiptar um einstök atriði í rannsóknarskýrslunni er engin ástæða til þess að draga í efa heilindi nefndarmanna og vilja þeirra til að skila eins vönduðu verki og nokkur kostur var. Ég nota þetta tækifæri til að færa þeim einlægar þakkir fyrir vel unnin störf. Nú liggur niðurstaða þessarar rannsóknar fyrir og hefur verið kynnt opinberlega. Kirkjuþing er hinn rétti vettvangur til að taka við rannsóknarskýrslunni og ræða efni hennar, bregðast við því sem þarf að taka á og setja í málefnalegan farveg. Þessum fyrstu viðbrögðum af hálfu kirkjunnar var með engu móti unnt að skjóta til hins reglulega kirkjuþings í haust og þess vegna erum við saman komin hér í dag. Það er afar mikilvægt að við metum allar niðurstöður, ályktanir og ábendingar í þessari skýrslu af yfirvegun og skynsemi og umfram allt jákvæðum huga. Hér er einstakt tækifæri til að líta fram á veginn, velta við hverjum steini og færa starfshætti kirkjunnar til betri vegar eftir því sem okkur er auðið. Við eigum að nýta það mikla og vandaða eljuverk sem hér liggur fyrir til að breyta og bæta, byggja upp og styrkja heilindi kirkjunnar og mátt hennar til þess að taka á móti öllum þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum, hvort sem það er í samskiptum við kirkjuna sjálfa eða starfsmenn hennar eða á öðrum vettvangi þjóðlífsins. Ég læt í ljós þá einlægu von að þær konur sem hafa verið órétti beittar af kirkjunnar mönnum og farið halloka í samskiptum við þjóðkirkjuna virði og meti þann vilja til vandaðri verka sem kirkjan vill nú sýna og finni frið í samstöðu með henni á grundvelli kærleiksboðskapar frelsarans. Enda þótt við kostum kapps um taka við þessari skýrslu og nýta efni hennar á eins jákvæðan og uppbyggilegan hátt og okkur er unnt er engin ástæða til að horfa framhjá því að margt í henni er kirkjunni erfitt og andstætt. Við setningu kirkjuþings 2010 sagði ég að óhjákvæmilegt væri að horfast í augu við mál sem við vildum öll að væru kirkjunni fjarri. Veruleikinn kallaði og við honum yrði að bregðast. Það skyldum við gera af sannsýni, umburðarlyndi, velvild og virðuleika. Nú er komið að því að takast á við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar með þessum eðliskostum sem ásamt kærleikanum eru grunnstoðir kristinnar trúar. Um leið verðum við að muna að „hratt flýr stund“ og margt af því sem við sjáum nú í skýru ljósi var litið öðrum augum á sinni tíð. Margt hefur þegar verið fært til betri vegar í þessum efnum frá árinu 1998 eftir að núverandi biskup Íslands var tekinn við embætti sínu og kirkjuþing hafði fengið gjörbreytta stöðu í stjórnskipun kirkjunnar. Þar munar mest um starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar sem fyrst voru settar 1998 og hafa verið lagfærðar nokkrum sinnum, síðast á kirkjuþingi 2009 og 2010. Á grunni þessara starfsreglna hefur starfað fagráð innan kirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála og hefur það unnið mikið starf og þakkarvert. Á vettvangi þess er hlustað á þá sem bera fram kvartanir um kynferðisbrot, þeim leiðbeint um málsmeðferð og veittur viðeigandi stuðningur hverju sinni um leið og því er fylgt eftir að slík mál sem upp koma innan kirkjunnar fái viðhlítandi meðferð samkvæmt landslögum. Á árinu 2009 samþykkti kirkjuþing sérstakar siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar og á síðasta kirkjuþingi 2010 voru sett ákvæði í starfsreglur um svonefnda skimun sem á að koma í veg fyrir að til starfa innan kirkjunnar veljist fólk sem hlotið hefur refsidóma vegna brota á barnaverndarlögum, vegna kynferðisbrota,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.