Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 7

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 7
7 ofbeldisbrota, brota gegn frjálsræði manna og brota á sviði ávana- og fíkniefna. Þessu öllu verður að sjálfsögðu að halda til haga um leið og við drögum rétta lærdóma af rannsóknarskýrslunni og leitum allra leiða til að þjóðkirkjunni auðnist að búa svo um hnúta að á kynferðisofbeldi innan hennar og ásökunum um slíkt verði tekið með jafn faglegum hætti og nokkur kostur er. Tímarnir breytast og mennirnir með. Það er hin mikla gæfa mannsins að geta lært af mistökum sínum, geta litið upp og fram þótt fótur skriki og fært til betri vegar það sem aflaga kann að hafa farið. Þjóðkirkjan er ekki einn maður. Í þessari rannsóknarskýrslu koma margir starfsmenn kirkjunnar við sögu, bæði núverandi og fyrrverandi, lífs og liðnir. Í umróti síðustu missera hefur spjótum þó einkum verið beint að einum manni, biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Þau spjótalög hafa bæði komið utan úr samfélaginu og innan frá í þjóðkirkjunni. Margt ómaklegt orð hefur fallið, ósæmileg orðræða hefur á stundum tekið völdin eins og nú er raunar að verða ein helsta meinsemdin í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vil hins vegar að það sé alveg ljóst við upphaf þessa kirkjuþings að ég ber fyllsta traust til Karls Sigurbjörnssonar. Hann hefur leitt þjóðkirkjuna á biskupstíma sínum af einstakri alúð, heiðarleika, trúfesti og mannkærleika. Ég vænti þess að kirkjuþing og kirkjunnar fólk, hvar sem það er í sveit sett, beri gæfu til skilja rétt frá röngu, hismi frá kjarna, og styðji og styrki sinn besta mann til góðra verka í þágu kristninnar í landinu. Virðulega kirkjuþing. Nú er uppi ögurstund fyrir þjóðkirkjuna. Það er ekki aðeins vegna þeirrar ágjafar sem hún verður fyrir í tengslum við þau mál sem rannsóknarskýrslan lítur að. Við horfum á það að traust þjóðarinnar á kirkjunni hefur beðið hnekki eins og raunin er um svo margt annað í samfélagsgerð okkar eftir kollsiglingu bankanna og efnahagsfárið. Þetta gerist þótt grettistaki hafi verið lyft í hjálparstarfi kirkjunnar í erfiðleikum undangenginna missera. Við vitum ekki til hlítar hverjar ástæðurnar eru en við þessu er aðeins eitt svar: Við verðum að draga bjálkann úr eigin auga og leggja allt í sölurnar til að endurheimta traust og trúnað þjóðarinnar svo að áfram geti verið hér í landi sú samfylgd kirkju og ríkis, kirkju og þjóðar, sem verið hefur burðarás í menningu og siðferði landsmanna um aldabil. Það gerum við einungis með því að efla svo innviði kirkjunnar að hún geti sinnt köllun sinni í samhljómi við lífið í landinu. Til þess þurfum við annars vegar að efla og styrkja samheldni og einingu innan kirkjunnar og hins vegar að færa kirkjuna enn fram á veg lýðræðis og nútímalegri starfshátta. Ef þjóðkirkjan vill vera þjóðkirkja í lífrænum tengslum við fólkið í landinu verður hún að leita til grasrótar sinnar en ekki upphefja sjálfa sig sem óum- breytanlega stofnun í guðfræðilegum skilningi. Við verðum að kalla miklu fleira fólk til ábyrgðar og ákvarðanatöku í kirkjunni, meðal annars með gerbreytingu á öllu fyrir- komulagi kosninga innan kirkjunnar, bæði biskupskosninga og kosninga til kirkju- þings. Við verðum að kalla eftir enn ríkari sjálfsákvörðunarrétti og um leið meiri ábyrgð þjóðkirkjunnar, ekki síst kirkjuþings, og við verðum að leggja hlustir við kröfu tímans um nútímalegri stjórnarhætti sem gefa um leið betra færi en áður til þess að veita skilvirkari forystu í siðferðis- og trúarefnum. Milliþinganefndin sem kirkjuþing kaus á síðasta þingi til að fara yfir þjóðkirkjufrum- varpið er langt á veg komin í verki sínu og mun í haust leggja til ýmsar róttækar breytingar í því skyni meðal annars að auka trúverðugleika þjóðkirkjunnar í sam- félaginu. Ég nefni aðeins á þessari stundu fimm atriði: Í fyrsta lagi verður lagt til að staða leikmanna í kirkjunni verði enn styrkt með því að forseti kirkjuráðs og formenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.