Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 9

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 9
9 Ávarp biskups í upphafi aukakirkjuþings 2011 Hér liggur fyrir kirkjuþingi niðurstaða Rannsóknarnefndar kirkjuþings, ítarleg úttekt á sorgarsögu sem varpað hefur dimmum skugga yfir kirkjuna okkar. Þegar mál Ólafs Skúlasonar blossuðu upp í fyrrasumar beindist mikil gagnrýni að þjóðkirkjunni og þjónum hennar um meðferð mála sem varða þær sakir sem bornar voru á hann. Á fundi kirkjuráðs, 25. ágúst sl. setti ég fram fimm vörður til að marka leið kirkjunnar til bættra vinnubragða: 1. Óháð rannsóknarnefnd, sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum. 2. Ný fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og presta kirkjunnar um kynbundið ofbeldi og hjálp við þolendur þess. 3. Gengið úr skugga um það með svokallaðri skimun að starfsfólk kirkjunnar hafi ekki brotið af sér í þessum efnum. 4. Úrræði kirkjunnar til þess að taka á kyndbundnu ofbeldi og meintum kynferðisbrotum tekin til endurskoðunar í ljósi reynslunnar. 5. Handleiðsla og stuðningur við presta kirkjunnar til þess að fást við mál sem tengjast kynbundnu ofbeldi. Allt þetta hefur verið á dagskrá í allan vetur. Gerð voru kort og veggspjald sem dreift var til kirkna í upphafi vetrarstarfsins, samstarfsverkefni kirkna sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, skýr skilaboð um að kristnar kirkjur á Íslandi taki afstöðu gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er. Lögð var áhersla á að sóknir sendu starfsfólk sitt á námskeiðið „Verndum þau“ sem haldið var á nokkrum stöðum. Samráðsfundir voru haldnir þar sem fræðslusvið Biskupsstofu, fagráðið og fulltrúar frá Blátt áfram og Drekaslóð komu saman og báru saman bækur sínar. Nú er niðurstaða Rannsóknarnefndar fengin. Það er gott og ég þakka því góða fólki sem lagt hefur sína krafta að vandasömu verki. Margt sem þarna er sett fram gefur tilefni til ítarlegra umræðna um það hvernig við getum bætt okkur þegar við þurfum að horfast í augu við mál sem okkur er örðugt að trúa að hafi getað gerst, verknaði og framkomu sem enginn ætti að þurfa að þola, og sem eru í algjörri mótsögn við það sem við teljum rétt. Rannsóknarnefndin er liður í sjálfsskoðun kirkjunnar og stofnana hennar, mat á vinnubrögð og starfshætti. Við viljum læra af mistökum, læra að gera betur, við viljum styrkja og efla okkur í því að takast á við og vinna úr erfiðum og sársaukafullum málum með virðingu og hógværð, styrk og festu. Tillögur nefndarinnar sýna okkur að þjóðkirkjan hefur haft tækin og verkferlana, enda var kirkjan með allra fyrstu stofnunum til að setja sér reglur um slíkt. En þessi tæki og verkferla þarf að styrkja og bæta svo vinnubrögð okkar séu ætíð svo sem best má vera. Það á ekki að vera neinum vafa undirorpið að kynferðisbrot eru ekki liðin innan kirkjunnar og að hún tekur með festu á slíkum málum og af virðingu fyrir þeim sem brotið er á. Það er ekki auðvelt að fara gegnum ferli eins og það sem nú er að baki. Að sitja andspænis rannsóknarnefnd undir ágengum spurningum um atburði fyrir næstum hálfum öðrum áratug, viðbrögð, framkoma, orð og aðgerðir eða aðgerðarleysi vegin og metin, heilindi, heiðarleiki og trúverðugleiki dreginn í efa. Ég hef lýst afstöðu minni til þess sem að mér snýr sérstaklega í þessu máli í þeim svörum sem ég sendi Rannsóknarnefndinni og sjá má í fyrirliggjandi skýrslu. Ég mun annars ekki ræða einstaka niðurstöður nefndarinnar hvað mína persónu varðar. En þetta vil ég segja ykkur: Ég hafði aldrei, aldrei ásetning um eða reyndi að þagga niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.