Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 10
10 þessi mál. Hvað þá að skaða eða afvegaleiða einstaka konur eða valda þeim harmi. Ég tel það koma skýrt fram í Rannsóknarskýrslunni. Við vorum vanbúin á þessum tíma, höfðum ekki farvegi til að takast á við slík mál. Mörg okkar voru einfaldlega ekki undir það búin að þurfa að horfast í augu við að slíkir hlutir gætu gerst. Þess vegna var ekki nóg að gert, og eitt og annað gert og sagt og ritað sem betur hefði ógert verið. Við þessar aðstæður og tíðaranda reyndum við samt mörg að gera vel og breyta rétt og leggja lið og ‒ eins og kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar ‒, í góðri trú. Ég vildi óska að okkur hefði auðnast að taka betur á þessum málum bæði fyrr og síðar. Ég vildi og ég vil að við gerum eins vel og kostur er á hverjum tíma, að við í hverju einstöku máli gerum okkar besta. En við verðum jafnframt að muna það að okkar besta mun oft ekki vera nóg þegar kemur að svona málum. Ég horfist í augu við það í allri auðmýkt. Skýrsla Rannsóknarnefndarinnar varpar ljósi á eitt og annað sem varðar samskipti og betur hefði mátt fara. Erfið og viðkvæm mál fengu óheppilega meðferð. Það er harmsefni. Á því hef ég beðist fyrirgefningar persónulega og fyrir hönd kirkjunnar, og ég endurtek, ég bið þær konur sem bera sár eftir þessi mál fyrirgefningar á því að ég skyldi bregðast væntingum þeirra. Ég harma þau mistök sem urðu með erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Ég bendi á að þar eru um formsatriði að ræða sem höfðu ekki áhrif á málsmeðferð. En er okkur áminning um það að form er mikilvægt, opinber stofnun og embætti verða að vera hafin yfir gagnrýni hvað varðar form og vinnubrögð. Ég hef oft staðið frammi fyrir rannsóknarnefnd minnar eigin samvisku undir alsjáandi auga Guðs. Þar hef ég glímt á löngum andvökunóttum við áleitnar spurningar um hvernig ég stóð að þessu máli, hvernig við brugðumst við, hvernig kirkjan brást við. Þetta er flókið máli af sjónarhóli stofnunar sem þarf að taka tillit til ólíkra þátta, skipulags, laga, hefða og fjölda einstaklinga. En annað blasir við frá sjónarhóli manneskju sem líður illa, manneskju sem hefur verið særð úr átt þar sem átti að vera skjól en ekki háski. Þegar við ræðum hér á kirkjuþingi nú hvað við getum lært af því sem úrskeiðis fór, þá viljum við á engan hátt víkja okkur undan þeirri umræðu. En fyrst og fremst hugum að því hvernig við getum gert betur þegar einhver kemur til okkar og spyr: Er hér skjól, er hér hjálp að fá? Svar okkar á að vera í orði og verki: Já! Þegar ég tók við biskupsembætti beitti ég mér fyrir því að þjóðkirkjan setti sér skýrar reglur um viðbrögð og úrvinnslu kynferðisbrotamála, þau tóku gildi árið 1999. Í þeim efnum var kirkjan með fyrstu stofnunum okkar samfélags. Þjóðkirkjan hefur staðið að opinni umræðu og fræðslu, sett skýrar siðareglur, og reglur um svo nefnda skimun. Ofbeldi gegn konum og börnum er synd og er ekki liðið innan kirkjunnar. Nú hafa aðrar stofnanir litið til þjóðkirkjunnar í þessum efnum og sett sér reglur og sett fagráð á laggir, svo sem innanríkisráðuneytið nýverið. Það er vel. Kirkjan er samfélag lærisveina og við stöndum í lærdómsferli. Við höfum hér í skýrslu Rannsóknarnefndar góðar ábendingar um það hvað við getum lært af þessu máli, hvað við þurfum að gera til að standa okkur betur. Ég styð tillögu forsætisnefndar um málsmeðferð og bind vonir við að kirkjuþingi auðnist að vinna það úr tillögum nefndarinnar sem megi verða til heilla fyrir kirkjuna okkar í nánustu framtíð á grunni hinnar sáru reynslu þessa máls. En það er fleira sem ég tel að við getum lært en snýr beinlínis að þessu hörmulega máli. Mér finnst kirkjan of svifasein, stjórnkerfi hennar of flókið og þunglamalegt,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.