Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 24

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 24
24 Frá því er skemmst að segja að við samanburð á skerðingu sóknargjaldanna og skerðingu á fjárveitingum til annarra ríkisaðila kom í ljós verulegur munur. Sóknar- gjöldin höfðu lækkað að raungildi, miklu meira en nam almennri skerðingu og samdrætti, nokkuð sem hafði meiri áhrif en ella vegna fækkunar sóknarbarna á sama tíma. Tölurnar tíunda ég ekki hér en ég mun fljótlega gera grein fyrir þessum niðurstöðum í ríkisstjórn.Til þess var til starfshópsins stofnað að við hefðum á okkar vinnsluborði sem bestar upplýsingar um stöðu mála. Ég vil að það komi fram að sjálfum kom mér á óvart hve mikilli skerðingu sóknargjöldin hafa sætt umfram almennan niðurskurð og hlýtur það að krefjast sérstakrar skoðunar af hálfu okkar sem förum með fjárveitingarvaldið. Staða kirkjunnar sem stofnunar er nú mjög til umræðu í þjóðfélaginu og hefur verið um nokkurt skeið. Spurt er hvort viðhalda eigi kirkjunni sem þjóðkirkju, hvort hún hafi hlutverki að gegna sem stofnun? Er hún rétt staðsett í lagaramma og regluverki samfélagsins? Spurninga sem þessara á að spyrja gagnvart öllum stofnunum öllum stundum. Og ráðherra trúmála þarf einnig að spyrja um hlutverk – réttindi og skyldur – annarra safnaða og einnig lífsskoðunarfélaga. Á að veita lífskoðunarfélögum á borð við Siðmennt sömu réttindi og trúfélögum? Ég er á því máli og er sammála Hjalta Hugasyni, prófessor við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands, þegar hann færir rök fyrir því að útfærð trúfrelsis- ákvæði séu nauðsynleg til að verja mannréttindi fólks sem hefur flust hingað búferlum og myndar trúarlega minnihlutahópa. Eins þurfi trúfrelsi að tryggja stöðu þeirra sem standa vilja utan allra trúfélaga og/eða hafna trú. Í samræmi við þetta talar prófessorinn fyrir því að hlutur þeirra sem standa utan þjóðkirkjunnar og þeirra sem standa utan trúfélaga skuli jafnframt vera bættur með því að leggja trúfélög og lífsskoðunarfélög að jöfnu. Áður hef ég fjallað á þessum vettvangi um viðhorf mín til þessara mála og hef ég grun um að um sumt sé ég varfærnari en margur maðurinn, því ég horfi til Þjóðkirkjunnar sem hluta af íslenskum menningararfi sem vafasamt sé að leggja að jöfnu við önnur trúfélög og hreyfingar, einfaldlega vegna hinnar sögulegu og menningarlegu víddar, sem þjóðkirkjunni tengist. En mannréttindakjarnanum í máli Hjalta Hugasonar er ég sammála og í þeim anda ákvað ég að verða við óskum Siðmenntar um að tryggja því félagi ígildi sóknargjalda og réttindi á borð við trúfélög. Þannig skuli Siðmennt veitt heimild til embættisverka, sem trúfélög og hið opinbera hafa annars með höndum. Með þessu er ekki gengið á rétt nokkurs manns né nokkurs trúarhóps. Því allir njóta trúarsöfnuðir þegar þessara sömu réttinda, að sjálfsögðu þar með talin Þjóðkirkjan. Í mínum huga er það grundvallaratriði að allir hafi rétt til þess að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Það er einfaldlega í samræmi við kall tímans – og auðvitað hefði það átt að vera kall allra tíma – að einstaklingar geti valið sér vettvang fyrir trú, mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.