Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 25

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 25
25 Það er staðreynd sem við þekkjum öll, hve gott og sameinandi það er að koma saman og láta minna okkur á hina andlegu vídd lífsins. En sú vídd verður þó aldrei með öllu slitin úr tengslum við hið veraldlega vafstur. Þess skulum við minnast þegar við sameinumst undir sameiginlegu þaki. Þakið þarf að vera til, í eiginlegri merkingu og í kirkjunni starfa einstaklingar – og það á við um allar sambærilegar stofnanir – að þar starfar fólk sem lifir sinni veraldlegu tilveru og þarf að hafa sitt lífsviðurværi. En hvað Þjóðkirkjuna áhrærir hljótum við að spyrja hvort okkur finnist einhvers virði að safnast saman undir hennar þaki á gleði- og sorgarstundum. En hver er Þjóðkirkjan? Er hún stofnun, hreyfing eða samfélag? Eða er þetta allt eitt og hið sama? Ég kann ekki svarið. Hef lengi leitað þess. Sennilega duga hér engar alhæfingar en sérhver maður hefur sína sýn, sína nálgun. Mig langar til að segja ykkur hvað ungur frændi minn sagði í minningargrein um móður mína í upphafi þessa árs. „… Amma var trúuð,“ sagði hann, „trúði á það góða í heiminum. Hún trúði á kærleikann og sýndi í verki hvað er að vera góður við náungann. Ég minnist þess ekki að hafa rætt trúarbrögð við ömmu, en frá blautu barnsbeini minnist ég ömmu ræða um mikilvægi kærleikans og gildi þess að trúa á það góða. Líklega hef ég ekki skilið þetta í fyrstu, en nú síðustu ár hef ég lært að meta sannleikann í þessum orðum.“ Þetta skrifaði systursonur minn í minningargrein um ömmu sína en hún lést í janúar á þessu ári, á 97. aldursári. Já, trúuð, en aldrei heyrði ég hana tala um trúarbögð. Reyndar held ég að hann frændi minn hafi horft framhjá því – eða kannski ekki tekið eftir því – að amma hans kenndi honum bænir því ofar öllu trúði hún á mátt bænarinnar. En í þessu birtist hennar – og kannski minn líka – skilningur á kristinni trú og boðanda hennar þegar best lætur; Þjóðkirkju eins og ég vil sjá hana, talandi til hjartans, nánast án þess að eftir því sé tekið, óáreitin en þó afgerandi. Vinsælasta tilvitnunin í Biblíuna mun vera orð Páls postula úr fyrra Korintubréfi, þrettánda kafla, sem byrjar eins og allir hér inni vita: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika“ … og endar eins og menn muna ,,… en nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Út af þessum orðum hefur verið lagt oftar en nokkur maður veit og það eru alltaf þessi þrjú orð: trú, von, og kærleikur; það er eins og þau fari aldrei almennilega úr tísku. Það er eiginlega ómögulegt að fá af þeim nóg. En hvernig getur stofnun boðað trú, von og kærleika? Getur einhver stofnun borið ábyrgð á trú, von og kærleika? Er það ríkisstofnun? Undir eftirliti Ríkisendur- skoðunar? Eins er hægt að spyrja: Er hægt að segja sig frá trú, von og kærleika? Hvar stendur Þjóðkirkjan, með sína þúsund ára sögu? Þjóðkirkjan sem stundum boðaði trúna, vonina og kærleikann með hörku, nísk á fyrirgefningu, íhaldssöm til vansa og skilningslaus á tísku og tíðaranda. Í því „skilningsleysi“ hefur þó legið hennar styrkur í gegnum aldirnar. Hún hefur verið kjölfesta í lífsins ólgusjó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.