Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Blaðsíða 27
27
Ávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein,
vígslubiskupar, kirkjuþingsfulltrúar, góðir gestir.
Í Harmljóðunum segir: En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég: Náð Drottins
er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er
trúfesti þín. (Harm.3.22-23)
Þessi orð eru mér hugstæð nú er við göngum til Kirkjuþings.
Það er alltaf freistandi að ímynda sér nú sé framtíðin tryggð og allt í föstum skorðum.
Nei Kirkjan er alltaf að tapa, missa fótanna, falla – og rísa upp!
Því náð Guðs er ný á hverjum morgni!
Umliðið ár hefur verið sársaukafullt og átakamikið í kirkjunni vegna svonefnds
biskupsmáls.
Hvernig sem á það er litið þá er mál Ólafs Skúlasonar hörmulegt. Sárar og erfiðar
tilfinningar andspænis ólýsanlegum fjölskylduharmleik hafa snortið þjóðarsálina
djúpt. Farið hefur verið vandlega gegnum viðbrögð þjóna og stofnana kirkjunnar við
þeim málum í skýrslu Rannsóknarnefndar kirkjuþings. Kirkjuþing mun nú ræða álit
úrbótanefndar um það hvernig brugðist er við ábendingum skýrslunnar.
Þegar ég tók við biskupsembætti einsetti ég mér að koma á umbótum í meðferð
kynferðisbrotamála innan kirkjunnar. Margt hefur áunnist og ég treysti því að þau mál
séu nú í þeim farvegi að viðbrögð og úrvinnsla og eftirfylgd kirkjunnar í þeim efnum
verði til fyrirmyndar.
Það er kirkjunnar að vera leiðandi afl í þeirri siðferðisuppbyggingu sem þjóðin þarf
svo á að halda. Við berum þar ríkar skyldur. Í þeirri siðferðislegu upplausn sem mótar
samtíðina, þar sem vonleysið og úrræðaleysið er svo áberandi, svo margir finna sig í
skuldaviðjum og fátæktargildru, einelti og annað ofbeldi er útbreitt vandamál svo
víða, þarna hefur kirkjan verk að vinna. Siðferði verður ekki stýrt með lögum og
regluverki, hversu vel sem er vandað til. Það þarf meira til! Hin andlegu verðmæti og
viðmið sem rækta og næra virðingu og trúfesti og umhyggju fyrir lífinu, og þar brýst
vonin fram gegnum vonlausar aðstæður. Þarna er hlutverk kirkjunnar. Þjóðin þarfnast
þess að hatur og hefndarhugur víki og að hún endurheimti von og framtíðarsýn. Ég
hvet presta og leikmenn, hvar sem er á vettvangi kirkjunnar, að leggja sitt að mörkum
til þess að svo megi verða.
Alþingi Íslendinga, ríkisstjórn, sveitastjórnir og aðrir opinberir aðilar eru að glíma við
erfið úrlausnarefni til að leysa vanda og leggja grundvöll að framtíðaruppbyggingu í
landinu. Hlutverk kirkjunnar er að koma góðu fréttinni á framfæri við manneskjuna,
hver sem hún er, hvaða sporum sem hún er í átökum lífsins og hamförum náttúru og
samfélags, við megum aldrei gleyma lífi og líðan einstaklingsins og sýna það í verki.
Þegar gaus í Grímsvötnum með miklu öskufalli og ósköpum kom lítil frétt á vef
Morgunblaðsins:„Presturinn var sá eini sem mundi eftir okkur!“ Viðbragðskerfið
stóðst aðdáunarlega að flestu leyti og ótal margir komu þar að, þar á meðal prestarnir.
En einn bærinn hafði gleymst í sortanum, enginn vitjaði um fólkið þar nema
presturinn. Þessi frétt gladdi mitt gamla hjarta. Eins og margar ámóta fréttir fyrr og
síðar af því þegar presturinn stendur með fólki sínu í áföllum og ógn, heldur utanum
samfélagið, þjóðkirkjupresturinn, sem hefur aðgengi að stofnunum, heimilum, félaga-
samtökum með svo sérstökum hætti. Af því að hann er hluti þess stóra og víða, opna