Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 28

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 28
28 og djúpa samhengis sem þjóðkirkjan er og tákn þess stóra og hlýja faðms sem er Guð. Ekkert afl er eins ummyndandi og læknandi og samfélags-skapandi og kirkjan þegar umhyggjan og fyrirgefningin ræður þar för. Elska og náð þess Guðs sem engum gleymir þótt mennirnir gleymi og bregðist. Þess vegna er það líka svo sárt þegar við bregðumst og gleymum, þegar eins og það er oft orðað, „kirkjan bregst.“ Boðskapur kristinnar trúar, fagnaðarerindið er ekki ráðleggingar og leiðbeiningar heldur frétt um atburð sem veldur þáttaskilum: Krossinn og upprisan. Fréttin er ætíð ný, góða fréttin, fagnaðarerindið, að Guð yfirgefur okkur ekki, náð hans er ný á hverjum morgni, svo mikil er trúfesti hans. Hann yfirgefur okkur jafnvel ekki þegar við neglum hann á kross og leggjum hann í gröf. Jafnvel ekki þegar allar staðreyndir benda til þess að hann sé dauður og grafinn, horfinn úr heiminum, þá rís hann upp. Og það er svo yfirþyrmandi frétt að við henni er aðeins svar trúarinnar, vonarinnar og kærleikans, með ugg og ótta, en líka ólýsanlegri gleði. Og hvernig komum við þeirri frétt á framfæri, sem kirkja? Og hverjar eru þær venjur sem við höfum þróað með okkur til að viðhalda vitund okkar fyrir því? Þær birtast einkum í því að heyra, að hlusta og að hlýða. Hvar er unnt að sjá kirkjuna sem við þekkjum sem tákn og návist þess Guðs sem engum gleymir? Í samfélagi sem hlýðir og iðkar orðið í trú, von og kærleika. Presturinn sem þjónar fólki sínu af trúfesti og umhyggju í bæn og boðun er mikilvæg birtingarmynd þess. Fólkið sem á vettvangi safnaðarins heldur utan um helgidóminn og helgiþjónustuna og með tryggð sinni við helgar venjur og helgan sið. Mæður og feður, ömmur og afar sem kenna hinum ungu að elska Guð og biðja. Guði sé lof fyrir allt það góða fólk og trúföstu þjóna! Það hefur verið uppörvandi að fylgjast með því á þessu hausti hve barna og æskulýðs- starf kirkjunnar hefur verið með miklum blóma svo víða um land. Þetta sá ég á Kirkjuþingi ungafólksins hér í gær og á Landsmóti æskulýðsfélaganna á Selfossi um daginn. Þarna er mikil gróska. Ótal margir koma þar að, prestar, djáknar, fræðarar, sjálfboðaliðar, með svo frábærum hætti. Og hvaðanæva berast góðar fréttir af áhuga og stuðningi foreldra við barna og æskulýðsstarfið og fermingarstörfin. Hér er kirkjan í sókn! Þetta er mikið gleði-og þakkarefni. Ég hvet sóknarnefndir og presta landsins að gæta þess að hlynna vel að þessum vaxtarsprotum sem barna og æskulýðsstarfið er. Það var aldrei mikilvægara en einmitt nú! Ég leyfi mér að nefna hér tvær konur og þakka fyrir óþrjótandi elju og áhuga og inn- blástur þegar kemur að fræðsluefni og miðlun, það eru þær Elín Elísabet Jóhannsdóttir og Edda Möller, sem fagnar einmitt 25 ára starfsafmæli í þágu útgáfustarfs þjóð- kirkjunnar um þessar mundir. Við eigum öll mikla þakkarskuld að gjalda henni, og því góða fólki sem hún virkjar með sér til góðra verka. Kærleiksþjónusta kirkjunnar í söfnuðunum og hjálparstarf heima og heiman verður æ ríkari þáttur í þjónustu kirkjunnar. Því góða fólki sem að því kemur vil ég þakka. Þjónustan við þau sem minna mega sín, og talsmannshlutverk í þágu þeirra sem rödd þeirra heyrist vart á vettvangi dagsins. Efnahagskreppa bitnar fyrst og sárast á þeim fátæku. Þegar matvælaverð fer upp úr öllu valdi þá þrengir verulega að barna- fjölskyldum hér heima og fátækum þjóðum heimsins. Fyrir liggur að um 40 af hundraði heimila á Íslandi er í verulegum greiðsluvanda. Starf Hjálparstarfs kirkjunnar að innanlandsaðstoð hefur vakið heimsathygli, sem sjá má af verðlaunum Evrópusamtakanna, Eurodiakonia, því til handa, en verðlaunin voru afhent í aðal- stöðvunum í Brussel á dögunum. Þær Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, veittu verðlaununum viðtöku. Verðlaunin eru veitt fyrir vel skipulagt og árangursríkt hjálparstarf, gott skipulag og samstarf við sjálfboðaliða og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.