Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 44
44
6. mál. Þingsályktun um frumvarp til þjóðkirkjulaga.
Kirkjuþing 2010 kaus fimm manna milliþinganefnd til að fara yfir frumvarp til þjóð-
kirkjulaga. Nefndina skipuðu Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings og var hann
formaður hennar, sr. Kristján Valur Ingólfsson, dr. Hjalti Hugason, sr. Ingileif Malm-
berg og Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Frumvarp til þjóð-
kirkjulaga var kynnt á kirkjuráðsfundi í ágúst og september og ýmis álitamál rædd. Nú
liggur fyrir þinginu þingsályktunartillaga um framhald þessarar vinnu.
7. mál. Þingsályktun um þjónustu kirkjunnar.
Kirkjuþing 2010 samþykkti megináherslur í skýrslu nefndar um heildarskipan
þjónustu kirkjunnar og fól kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd hennar og að koma á
fót samstarfssvæðum um allt land fyrir árslok 2011 í samráði við heimamenn.
Ennfremur samþykkti kirkjuþing þá framtíðarsýn á starfsháttum kirkjunnar sem felst í
samstarfssvæðum sókna, skilgreiningu á grunnþjónustu kirkjunnar og samþættingu
við samþykktir um innri málefni kirkjunnar.
Kirkjuráð ákvað fyrirkomulag á því hvernig beri að standa að því að koma á fót
samstarfssvæðum um land allt. Í framhaldi af því sendi biskup prestum, djáknum,
organistum og sóknarnefndum bréf í febrúar sl. með tillögum þar að lútandi. Málið
var til umfjöllunar á prófastafundi, leikmannastefnu og prestastefnu. Víða hafa verið
haldnir fundir á vegum prófasta þar sem fulltrúar kirkjustarfshóps og þjónustunefndar
hafa kynnt skipulag samstarfssvæðanna. Framvinda málsins er háð verkstjórn prófasta
við að innleiða þetta skipulag en síðan er gert ráð fyrir að heimamenn á hverju svæði
taki við starfinu.
Einnig fól kirkjuþing kirkjuráði að skipa starfshóp til að ljúka stefnumótun um
starfsmannahald og leiðtogaþjálfun og skyldi starfshópurinn taka til umfjöllunar
hlutverk kærleiksþjónustu í starfi safnaða og stofnana, svo og skilgreiningu á störfum.
Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum en fundað hefur verið með kirkjustarfshópi
um nokkur þessara ofangreindu atriða sem jafnframt hafa verið þar til umfjöllunar.
M.a. hefur verið haldinn fundur með sérþjónustuprestum um störf þeirra. Skipulag
sérþjónustunnar er ennþá til skoðunar og umfjöllunar í kirkjuráði.
8. mál. Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.
Lagðar voru fram tillögur að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta á kirkju-
þingi 2010. Að tillögu löggjafarnefndar var málið afgreitt með þingsályktun þar sem
samþykkt var að kirkjuráð skipaði þriggja manna nefnd til þess að búa málið á ný til
kirkjuþings 2011. Kirkjuþing 2010 kaus einn úr hópi leikmanna, stjórn Prestafélags
Íslands tilnefndi einn og einn skipaður án tilnefningar og skuli hann vera formaður.
Kirkjuþing kaus Dagnýju Höllu Tómasdóttur, kirkjuþingsmann í nefndina á grund-
velli ályktunarinnar. Fulltrúi kirkjuráðs og jafnframt formaður var Benedikt
Sigurðsson, lögfræðingur og fulltrúi Prestafélags Íslands var sr. Sigrún Óskarsdóttir.
Nú liggja fyrir þinginu nýjar tillögur að starfsreglum um val og veitingu prests-
embætta.
9. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta
og vegna prófastsstarfa nr. 819/1999.
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er m.a heimild til að
sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá í stað þess
greiddan akstur samkvæmt akstursdagbók sem prófastur staðfestir mánaðarlega.