Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 47
47
20. mál. Þingsályktun um staðfestingu á breytingu á „Samþykktum um innri
málefni þjóðkirkjunnar“.
Kirkjuþing 2010 staðfesti breytingar á „Samþykktum um innri málefni þjóðkirkj-
unnar“, sem upphaflega voru staðfestar á kirkjuþingi 2009. Breytingin varðaði
kaflann um hjónavígslu.
21. mál. Viðaukasamningur við samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10.
janúar 1997.
Kirkjuþing 2010 samþykkti viðaukasamning við kirkjujarðasamkomulagið vegna
niðurskurðarkröfu ríkisins á hendur þjóðkirkjunni. Um er að ræða tímabundna
breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu vegna
kröfu ríkisins á hendur kirkjunni um hagræðingu í fjármálum. Í viðaukanum fellst
þjóðkirkjan á að leggja sitt af mörkum og hreyfir ekki andmælum við að
samningsbundin framlög ríkisins verði lækkuð tímabundið til samræmis við almennan
niðurskurð á flestum sviðum ríkisins.
Viðaukasamningur sá sem samþykktur var á kirkjuþingi 2010 fellur úr gildi um næstu
áramót. Nú liggur fyrir þessu kirkjuþingi nýr viðaukasamningur.
22. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2010 samþykkti frumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra til laga um
breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem
lögfesti viðaukasamninginn.
23. mál. Þingsályktun um kynningu á starfi, starfsháttum og skipulagi
þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2010 samþykkti að fela kirkjuráði að efla kynningu á starfi og skipulagi
þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir að biskup Íslands tæki mál þetta til
athugunar og vinni tillögur um framkvæmd.
24. mál. Þingsályktun um kirkju, þjóð og framtíð. (Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 samþykkti að skipa þriggja manna starfshóp er meti nýlega þróun
samfylgdar og tengsla ríkis og kirkju. Starfshópurinn skoði aukna fjölbreytni í
menningar- og trúarlífi Íslendinga og hvernig þjóðkirkjan taki með skapandi hætti þátt
í samfélagsþróuninni. Starfshópurinn skili áfangaskýrslu til kirkjuþings 2011. Í starfs-
hópnum sitja kirkjuþingsmennirnir Birna G. Konráðsdóttir, dr. Hjalti Hugason og dr.
Sigurður Árni Þórðarson. Skýrsla framtíðarhópsins verður kynnt í sérstöku þingmáli á
þessu kirkjuþingi.
25. mál. Þingsályktun um kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar. (Þingmannamál).
Málið var sameinað 7. máli kirkjuþings 2010 um þjónustu kirkjunnar.
26. mál. Þingsályktun um breytingu á sóknarskráningu og sóknargjöldum.
(Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 vísaði tillögunni til kirkjuráðs sem vísaði henni til milliþinganefndar
kirkjuþings 2010.