Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 48
48
27. mál. Þingsályktun um ráðstöfun andvirðis við sölu eigna kirkjunnar á
landsbyggðinni. (Þingmannamál).
Málið var sameinað 10. máli kirkjuþings 2010 um kaup og sölu fasteigna.
28. mál. Þingsályktun um símenntun starfsfólks þjóðkirkjunnar. (Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 ályktaði að þjóðkirkjan efli símenntun sem öllu starfsfólki þjóðkirkj-
unnar standi til boða.
Málið er í vinnslu en kirkjuráð vísar jafnframt til þess að í fræðslustefnu kirkjunnar
koma fram áhersluatriði varðandi símenntun starfsfólks. Fé hefur ekki verið veitt til
þessa málefnis.
29. mál. Þingsályktun um kirkju, þjóð og framtíð. (Þingmannamál).
Málið var sameinað 24. máli kirkjuþings 2010.
30. mál. Tillaga til þingsályktunar um könnun á kirkjutrausti. (Þingmannamál).
Málið var dregið til baka.
31. mál. Þingsályktun um heildarskipulag þjóðkirkjunnar. (Þingmannamál).
Málið var sameinað 7. máli kirkjuþings 2010.
32. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði
nr. 1026/2007. (Þingmannamál).
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.
33. mál. Þingsályktun um breytta skipan kirkjuráðs. (Þingmannamál).
Málið var sameinað 6. máli kirkjuþings 2010 um frumvarp til þjóðkirkjulaga.
34. mál. Þingsályktun um leigutekjur prestssetra. (Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 ályktaði að fela kirkjuráði að gera það að tilraunverkefni í þrjú ár að
leigutekjur prestssetra renni í sjóð sem nýttur verði til viðhalds hvers prestsseturs.
Framlag ríkisins renni til nýbygginga og stærri viðhaldsverkefna. Kirkjuþing 2010
beindi því til kirkjuráðs að fagaðilar úr heimabyggð sjái í ríkara mæli um mat á
viðhaldi á fasteignum prestssetra.
Kirkjuráð samþykkti að vísa þingsályktuninni til fasteignanefndar þjóðkirkjunnar.
35. mál. Þingsályktun um úttekt á hita og rafmagnskostnaði við prestssetur.
(Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 vísaði tillögu til þingsályktunar um úttekt á hita- og rafmagns-
kostnaði við prestssetur til kirkjuráðs.
Kirkjuráð samþykkti að vísa þingsályktuninni til fasteignanefndar þjóðkirkjunnar.
36. mál. Þingsályktun um könnun á líðan presta í starfi. (Þingmannamál).
Kirkjuþing 2010 samþykkir að fela kirkjuráði að kanna reglulega líðan presta í starfi.
Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til biskups Íslands.
37. mál. Þingsályktun um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði
nr. 1026/2007.
Kirkjuþing 2010 ályktaði að beina því til biskupafundar að kynna tillögu að
sameiningu Eiða-, Seyðisfjarðar-, Vallaness- og Valþjófsstaðaprestakalla, Múla-
prófastsdæmi, í eitt prestakall, Egilsstaðaprestakall, sem þjónað yrði af sóknarpresti