Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 50

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 50
50 mikilvægt að horfast í augu við það sem úrskeiðis hefur farið. Brýnt er að áfram verði haldið á þeirri braut að skerpa og móta frekari verklagsreglur vegna ásakana um kynferðisbrot í því skyni að þjóðkirkjan verði jafnan vel í stakk búin til að takast á við kynferðisofbeldi og bregðist við því af öryggi og festu. Þjóðkirkjan vill tileinka sér fyrirmyndarvinnubrögð og leiðir til forvarna eins og bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Kirkjunni ber að vera skjól og sýna stuðning öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hvaða tagi sem er. Kirkjuþing ályktar að kjósa skuli fimm manna nefnd úr hópi kirkjuþingsfulltrúa til að undirbúa frekari úrbætur á þessu sviði fyrir komandi kirkjuþing að hausti. Nefndin skal hafa sérstaka hliðsjón af þeim tillögum sem fram eru settar í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings og leita sér jafnframt sérfræðilegrar aðstoðar eftir því sem þurfa þykir. Í nefndina voru kosin kirkjuþingsfulltrúarnir: Magnús E. Kristjánsson, formaður, Birna G. Konráðsdóttir, Margrét Jónsdóttir, sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Svavar Stefánsson. Nú liggur fyrir þinginu tillaga til þingsályktunar um störf nefndarinnar í 16. máli kirkjuþings 2011. Vísað er til áfangaskýrslu þeirrar sem getið er um í greinargerð með málinu. Kirkjuráð veitti nefndinni umboð til að ganga til samninga um sanngirnisbætur vegna málsmeðferðar kirkjunnar eftir að ásakanir um kynferðisbrot komu fram og staðfesti biskup, f.h. kirkjuráðs, samkomulag á fundi 22. júlí 2011. Fjármál. Fjármálakreppa sem skall á í lok septembermánaðar 2008 hefur enn veruleg áhrif á störf kirkjuráðs og hefur mikið verið unnið að því á starfsárinu að greina hvar hægt sé að draga úr útgjöldum og auka tekjur. Í fjárlögum 2010 gerði ríkið kröfu á hendur kirkjunni um 7,5% niðurskurð. Eins voru sóknargjöld skert enn eitt árið. Við úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna og kirkjumálasjóði fyrir árið 2010 voru flestir útgjaldaliðir lækkaðir. Þá var formönnum sóknarnefnda skrifað og brýnt fyrir þeim að draga saman í rekstri. Prestsembættin erlendis voru lögð niður, laun starfsmanna á Biskupsstofu lækkuð, rekstrar- og aksturskostnaður presta lækkaður o.fl. Mikill tími kirkjuráðs og starfsfólks Biskupsstofu hefur farið í að takast á við erfiðar fjárhagsaðstæður og hagræða í rekstri eins og frekast má. Kirkjuráð átti fund með ríkisendurskoðanda þar sem ræddar voru óskir kirkjunnar um breytta uppsetningu fjárlaga þannig að skýrt komi fram að fjárlagaliðurinn „Þjóðkirkjan 06-701“ er endurgjald á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins. Eins kom fram að kirkjuráð myndi fagna úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi Biskupsstofu. Kirkjuráð samþykkti fjárhagsáætlun fyrir Þjóðkirkjuna skv. samningi ríkis og kirkju, Jöfnunarsjóð sókna, kirkjumálasjóð og Fræðslu-, útgáfu- og kynningarsjóð vegna ársins 2011. Tekjur byggjast einkum á samningum og lögum en einnig er um að ræða sértekjur t.d. vegna húsaleigu. Umsóknum um framlög vegna úthlutunar næsta árs ber að skila fyrir 15. júní ár hvert sem og fjárhagsáætlunum stofnana. Fjárlagafrumvarp vegna næsta árs er venjulega lagt fram 1. október og þá fyrst er ljóst hvaða fjárhags- stöðu vænta má að sjóðirnir hafi á næsta ári á eftir. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir sjóðanna fyrir komandi ár fer í framhaldi af því fram hjá kirkjuráði í októbermánuði. Að því búnu eru áætlanirnar kynntar á kirkjuþingi og þær ræddar þar. Gengið er frá endanlegum áætlunum að jafnaði á desemberfundi kirkjuráðs. Kirkjuráð samþykkti að leggja áherslu á að vinna að því að sóknargjöld skerðist ekki frekar en orðið er. Hefðu lög um sóknargjald o.fl. nr. 91/1987 staðið óröskuð, ættu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.