Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 52
52
Prestssetur Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalls, Vestfjarðaprófastsdæmi
Kirkjuráð fjallaði um prestssetur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli, Vest-
fjarðaprófastsdæmi. Þörf var á miklum viðhaldsframkvæmdum við núverandi bústað á
Bíldudal og var því ákveðið að láta reyna á að auglýsa eftir húsi til kaups eða leigu í
prestakallinu. Ekki komu fram hús sem þóttu henta nægilega vel og varð því úr að
fasteignanefnd ákvað, með heimild kirkjuráðs, að ráðast í endurbætur á núverandi
bústað. Var gengið til samstarfs við sóknarnefnd Bíldudalssóknar um þátttöku sóknar-
innar í verkefninu og er litið svo á að verkefnið sé unnið á ábyrgð sóknarnefndar undir
eftirliti fasteignanefndar.
Leigusamningur um Kapellu ljóssins
Kirkjuráð hefur undanfarin ár leigt út Kapellu ljóssins, sem er í eigu sjóðsins til
háskólans Keilis ehf. í Ásbrú, Reykjanesbæ. Kirkjumálasjóður á einnig þrjár íbúðir í
raðhúsi skammt frá skólanum. Að ósk skólans samþykkti kirkjuráð að heimila
háskólanum að stytta leigutíma um hálft ár frá því sem upphaflega hafði verið samið
um. Unnið hefur verið að því að finna nýjan leigjanda svo og að athugun um
hagkvæmni þess að stofna eignarhaldsfélag um eignirnar og rekstur þeirra. Þar sem
ekki hefur fundist leigutaki að kapellunni var ákveðið að auglýsa fasteignina til sölu.
Þá var rætt við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um kaup félagsins á tveimur af
þremur raðhúsaíbúðum í tíu íbúða raðhúsalengju við Breiðbraut en þær umræður hafa
ekki skilað árangri.
Stafholt
Kirkjuráð ákvað að reistur yrði nýr prestsbústaður á prestssetursjörðinni Stafholti
sakir laklegs ástands núverandi bústaðar. Auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum
til þátttöku í lokuðu alútboði en 21 aðili óskaði eftir að taka þátt. Settar voru fram
tilteknar skriflegar kröfur um fyrirkomulag og aðra þætti varðandi prestsbústaðinn.
Sex tillögur bárust. Fasteignanefnd hafði ákveðið að kveða arkitekt til ráðgjafar við
mat á tillögum og hvernig þær samrýmast fram settum kröfum kirkjumálasjóðs í
útboðsgögnum. Tillögurnar voru kynntar formönnum sóknarnefnda Stafholtspresta-
kalls, sóknarpresti prestakallsins og prófasti Vesturlandsprófastsdæmis.
Kirkjuráð samþykkti að ganga að lægsta tilboði um byggingu prestsbústaðarins og
samþykkti að tekið yrði lán til að kosta framkvæmdina en reiknað er með að hluti af
tekjum vegna veiðihlunninda Stafholts og sparnaður vegna núverandi húsnæðis- og
aksturskostnaðar sóknarprests standi undir töluverðum hluta afborgana af því. Unnin
hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir Stafholt af framangreindu tilefni og var
tillagan samþykkt til auglýsingar.
Meðferð greiðslumarks á jörðum kirkjumálasjóðs
Samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr.
950/2009 ber fasteignanefnd að semja vinnureglur, sem kirkjuráð staðfestir, um
úthlutun á greiðslumarki og meðferð þess. Kirkjuráð taldi að ef um niðurlagt
prestssetur er að ræða sem heimilað er að selja verði greiðslumark sem kann að fylgja
því selt á almennum markaði. Fasteignanefnd vann tillögur að vinnureglum um
úthlutun á greiðslumarki og meðferð þess og voru þær vinnureglur staðfestar af
kirkjuráði með vísan til 21. gr. starfsreglna nr. 950/2009.
Húsnæðismál Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
Unnið hefur verið að því að finna Fjölskylduþjónustu kirkjunnar annað húsnæði en
það sem nú er leigt að Klapparstíg 25-27, Reykjavík, í því skyni að lækka húsnæðis-