Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 53
53
kostnað. Leigusamningur um Klapparstíg er bundinn til ársins 2014. Ákveðið hefur
verið að flytja starfsemina í Grensáskirkju þar sem kirkjumálasjóður á húsnæði.
Fyrirhugað er að finna nýja leigjendur sem eru reiðubúnir að framleigja húsnæðið af
kirkjumálasjóði. Þá samþykkti kirkjuráð að kanna hvort sameina megi starfsemi
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar. Athugun á því stendur yfir.
Melstaður – lóðarleigusamningur
Skeljungur hf. hefur tekið á leigu lóð í landi prestssetursjarðarinnar Melstaðar í
Miðfirði, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi fyrir þjónustuskála. Þar sem
leigusamningurinn var til lengri tíma en fimm ára þurfti samþykki kirkjuráðs og var
það veitt.
Sala fasteigna
1. Eystri-Ásar
Gengið hefur verið frá kaupum ríkisins á jörðinni Eystri-Ásum, Suðurprófastsdæmi,
Skaftárhreppi, en ríkið á aðliggjandi jörð, Ytri-Ása. Töluverður hluti jarðanna er
óskipt land.
2. Tröð
Tröð, Suðurprófastsdæmi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem er íbúðarhús ásamt lóð
annars vegar og 50 ha. land hins vegar, var auglýst til sölu á síðasta ári og bárust
nokkur tilboð. Þegar til átti að taka kom í ljós að nokkur óvissa var um umráðarétt yfir
landi jarðarinnar. Var því sölu frestað. Nú er búið að selja íbúðarhúsið ásamt
framangreindri 2 þús. fm. lóð. Eftir er að selja jarðnæðið.
3. Prestbakki, Hrútafirði
Jörðin Prestbakki II, hefur verið auglýst til sölu á tímabílinu árangurlaust. Stefnt er að
því að auglýsa jörðina aftur næsta vor.
4. Kálfafellsstaður
Unnið hefur verið að undirbúningi sölu á jörðinni Kálfafellsstað.
5. Holt undir Eyjafjöllum
Samþykkt var að auglýsa jörðina Holt undir Eyjafjöllum til sölu á almennum markaði.
Jörðin hefur ekki enn selst en töluverður áhugi hefur komið fram.
Upplýsingatækni.
Hannaður og settur var upp nýr vefur þjóðkirkjunnar (http://kirkjan.is). Miðað var við
nýjustu staðla og tækni í vefmálum, en jafnfram tryggt að vefurinn nýttist í eldri
vöfrum. Samhliða var skipt um vefumsjónarkerfi. Breytingarnar auka möguleika
vefmiðlunar til muna, birtingu mynda og myndskeiða sem og samspil við samfélags-
miðla.
Aukin eftirspurn hefur verið eftir einföldu og stöðluðu veflausninni sem Biskupsstofa
býður sóknum gegn vægri kostnaðarhlutdeild. Greinilegt er að sóknir sjá færi á að
lækka kostnað með því að nýta sér þennan kost.
Áfram hefur verið haldið með þróun þjónustuvefs kirkjunnar (https://innri.kirkjan.is).
Prófastar geta nú fylgst með skilum starfs- og messugjörðarskýrslna og geta skoðað
þær skýrslur sem búið er að skila. Djáknar munu byrja að skila starfsskýrslum frá
næstu áramótum. Skráningarform fyrir atburðadagbókina á kirkjan.is var sett inn á
þjónustuvefinn. Gert er ráð fyrir þjónusta á þessum vef verði aukin enn meira.