Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 59

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 59
59 Kirkjuráð samþykkti að skipa starfshóp til að fjalla um skýrsluna og gera tillögur til kirkjuráðs um framhald málsins. Starfshópurinn var skipaður sr. Kristjáni Björnssyni, Katrínu Ásgrímsdóttur, kirkjuráðsmanni, Magnúsi E. Kristjánssyni, varaforseta kirkjuþings, sr. Leifi Ragnari Jónssyni, kirkjuþingsfulltrúa og Sigríði Dögg Geirsdóttur, fjármálastjóra Biskupsstofu. Einnig var ákveðið að gerð yrði fjárhagsleg greining og var Sigrúnu Hallgrímsdóttur, löggiltum endurskoðanda falið að vinna það verk. Þar kemur m.a. fram að tap er á gistirekstri og veitingarekstri í Skálholti árið 2010. Starfshópurinn hefur skilað kirkjuráði tillögum varðandi rekstur staðarins. Í þeim tillögum er bent á eftirfarandi leiðir varðandi reksturinn. 1. Að bjóða út reksturinn 2. Að vinna að því að styrkja rekstrargrundvöllinn 3. Halda óbreyttum rekstri og setja þá meira fé til Skálholts 4. Að hætta veitinga- og gistirekstri Ljóst er samkvæmt framansögðu að rekstrarkostnaður í Skálholti er hærri en framlög og tekjur og nýting húsnæðis í því sambandi ekki nægileg. Er þar einkum um að ræða kostnað af rekstri Skálholtsskóla þ.e. við sölu veitinga og gistingar en um viðvarandi taprekstur hefur verið að ræða. Þótt gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem að framan greinir varðandi flutning bókhalds og fasteignaumsýslu að fullu til Biskupsstofu er ljóst að meira þarf til að koma. Með hliðsjón af ofangreindu ákvað kirkjuráð í október að hætta almennum veitinga- og gistirekstri á vegum kirkjunnar í Skálholtsskóla hið fyrsta. Megináhersla verði lögð á kjarnastarfsemi Skálholtsskóla s.s. námskeið, kyrrðardaga o.fl. Með því móti verði reksturinn einfaldaður verulega. Af hálfu forsvarsmanna Skálholts var ákveðið að taka þátt í stofnun einkahlutafélags, m.a. með hlutafjárframlagi, sem hafði þann tilgang að veita sérhæfða ferðaþjónustu og nýta Skálholt í því sambandi. Kirkjuráð taldi óheppilegt að skuldbinda þjóðkirkjuna við félög sem eru ótengd kirkjunni og óskaði eftir að Skálholt seldi hlutinn í félaginu og drægi sig út úr rekstri þess. Þorláksbúð. Félag áhugafólks um Þorláksbúð fékk heimild kirkjuráðs, að undangenginni könnun á fjármögnun verkefnisins og rekstrar, til að reisa tilgátuhús á rúst hinnar fornu Þorláks- búðar. Unnið hefur verið að því á árinu að hlaða veggi hússins. Á haustmánuðum komu fram athugasemdir við staðsetningu tilgátuhússins og leyfisveitingar. Kirkjuráð ákvað af því tilefni að kanna málið betur, sérstaklega hvað varðar skipulagsmál, höfundarréttindi sem kunna að vera fyrir hendi og byggingarleyfi. Því var ákveðið að beina því til Þorláksbúðarfélagsins að stöðva framkvæmdir við Þorláksbúð meðan framangreint er athugað. Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar. Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar var sett á fót á kirkjuþingi 2008 og starfar sam- kvæmt stofnskrá sem þingið samþykkti. Salvör Nordal, sem er í stjórn stofnunarinnar og tilnefnd af biskupi Íslands sem varaformaður, óskaði eftir að víkja úr stjórninni, vegna anna. Kirkjuráð samþykkti að skipa séra Kristján Björnsson í sæti hennar og skipaði hann jafnframt varaformann stjórnar. Vísað er til umfjöllunar um 31. mál kirkjuþings 2011 hér að framan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.