Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 69
69
06-701 Þjóðkirkjan/Biskup Íslands
06-701 Þjóðkirkjan
samanb. við samning ríkis og kirkju
Fjárlaga-
frumvarp 2012
Samkvæmt
kirkjujarða-
samkomulagi
2012 Mism. % Mism. kr.
Laun presta , prófasta og biskupa 1.053,4 1.296,8 -18,8% -243,5
Rekstrarkostnaður presta 137,0 168,7 -18,8% -31,7
Launakostnaður Biskupsstofu 102,0 125,6 -18,8% -23,6
Annar rekstrarkostnaður Biskupsstofu 81,8 100,8 -18,8% -18,9
Sértekjur Biskupsstofu -76,3 -93,9 -18,8% 17,6
1.298,0 1.598,0 -18,8% -300,0
Í fjárlagafrumvarpi (án sérframlaga) 2012 í undirlið 06-701 Þjóðkirkjan viðfang 101-
Biskup Íslands er framlag 1.298 m.kr. þegar búið er að draga frá sértekjur að fjárhæð
90 m.kr. Hér er átt við laun biskups Íslands, tveggja vígslubiskupa, 139 presta og
prófasta og 18 starfsmanna Biskupsstofu auk rekstrarkostnaðar. Frumvarpið gerir ráð
fyrir verðlagshækkun vegna launa- og verðlagsreikninga að fjárhæð 95,6 m.kr. en
niðurskurði vegna hagræðingar og breyttra forsendna 37,9 m.kr.
Hagræðingarkrafa ríkisins var 160 m.kr. árið 2010 og til viðbótar 100 m.kr. árið 2011
– samtals 260 m.kr. – miðað við fjárlög 2009. Á árinu 2012 er boðaður 37,9 m.kr.
niðurskurður til viðbótar og er hann þá orðinn um 298 m.kr. miðað við fjárlög 2009.
Niðurskurður miðað við óskertan samning er um 18,8%. Taflan að ofan sýnir hvernig
niðurskurður einstakra liða samningsins lendir miðað við jafnan niðurskurð. Kirkjuráð
fellst á að komið verði til móts við niðurskurðarkröfu ríkisins með viðauka-
samkomulagi við ríkið.
Ráðgert er að selja eignir sem ekki er talin þörf fyrir eða þykja óhagkvæmar í rekstri
og leggja andvirðið til þess m.a. að tryggja þjónustu kirkjunnar þrátt fyrir rýrnandi
tekjustofna. Eignasafn kirkjunnar hefur vaxið og keyptar hafa verið eignir umfram
seldar eignir á síðasta áratug sem nemur um 300 m.kr. á verðlagi ársins 2010.