Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 78
78
Öll málþingin voru vel sótt, framsöguerindi vönduð og umræður góðar eftir því sem
tími vannst til en um hádegismálstofur var að ræða og allar þrjár haldnar í Safnaðar-
heimili Neskirkju í Reykjavík.
Alltaf stóð til að fara með málþing til Akureyrar og jafnvel víðar og stendur það enn
til.
Hægt er að nálgast efni frá málstofunum á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is
Nefndin hyggst halda áfram að setja mál á dagskrá og koma að álitsgerðum um
þjóðfélagsleg og siðferðileg málefni fyrir Alþingi, biskupsembættið, kirkjuráð/kirkju-
þing og aðra þá sem þess óska. Allt er það þó háð fjárveitingum.
Nefna má að nefndin hefur velt fyrir sér að koma að spurningunni: Hver á landið? (og
gæði þess). Þessari spurningu má velta fyrir sér út frá margs konar sjónarhornum eins
og allir Íslendingar vita. Þá er í umræðu innan nefndarinnar að fá fyrirlesara e.t.v.
erlendis frá til þess að fjalla um vaxandi auðræði í heiminum, vaxandi misskiptingu
þar sem sífellt færri verða ofsaríkir og eftir því valdamiklir. Þá hefur nefndin beint
sínum eldhvössu sjónum að misjöfnu hlutskipti barna og unglinga í íslensku samfélagi
einkum hvað varðar íþróttir og tómstundir og tækifæri til að fara í frí með foreldrum
sínum. Satt að segja hafa komið fram innan nefndarinnar ákveðnar hugmyndir um
hvernig kirkjan í mynd sókna sinna gæti gert verulegt gagn þeim sem við skarðan hlut
búa.
Nefndin hefur að sjálfsögðu starfað innan fjárheimilda og verkefni hennar á næsta ári
mótast sem fyrr af þeim heimildum.
Hér fylgir yfirlit yfir málþingin eins og það birtist á vef kirkjunnar.
Málþing um staðgöngumæðrun
Í ljósi umræðu síðustu vikna um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi gengst
Þjóðmálanefnd kirkjunnar fyrir stuttu málþingi um álitamál tengd staðgöngumæðrun
þar sem fjallað verður um málefnið á nótum siðfræði, mannréttinda og samtals.
Málþingið verður haldið í Safnaðarheimili Neskirkju milli klukkan 12.00 og 13.00
mánudaginn 14. febrúar.
Fundarstjóri verður Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri og fulltrúi í Þjóðmálanefnd.
Frummælendur verða sr. Baldur Kristjánsson formaður Þjóðmálanefndar sem mun
fjalla um staðgöngumæðrun í ljósi mannréttinda, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir dósent
við HÍ en hún nálgast efnið út frá mannhelgi og manngildi en Irma Sjöfn Óskarsdóttir
verkefnisstjóri á Biskupsstofu ræðir umfjöllun nágrannakirknanna um staðgöngu-
mæðrun.