Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 79

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 79
79 Frá Þjóðmálanefnd kirkjunnar Umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun (310.mál) Niðurstaða: Þjóðmálanefnd kirkjunnar leggst gegn því að farið sé fram með þeim hraða sem virðist ríkja varðandi það að undirbúa lög sem leyfa staðgöngumæðrun og leggur nefndin til að málið fái mun meiri umræðu og skoðun áður en lengra er haldið. Sjá slóðina: http://www2.kirkjan.is/sites/default/files/umsogn-vegna-stadgongu- maedrunar.pdf Málþing um kynþáttafordóma: Hvar erum við stödd? Í hve miklum mæli dafna kynþáttafordómar hér á landi? Hvað er gert til að sporna við þeim? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á málþingi Þjóðmálanefndar kirkjunnar um kynþáttafordóma sem verður haldið á Alþjóðadegi gegn kynþáttamis- rétti, mánudaginn 21. mars. Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson reyna að greina í hve miklum mæli kynþáttafordómar dafna hér á landi og svara því hvað við erum að gera til þess að berjast gegn þeim og hvað við gætum gert. Magnús Erlingsson mun segja frá því sem kirkjan er að gera á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og einstaklinga innan þess hóps og Svavar Stefánsson skýra frá því sem þau hafa verið að gera til þess að ná til innflytjenda. Um fyrirlesarana Toshiki er prestur innflytjenda hér á landi og sá Íslendingur sem hefur látið einna mest til sín taka á þessu sviði. Baldur er sérfræðingur í ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) og mun m.a. fjalla um hvað íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt á þessu sviði og hvað þau gætu gert til þess að berjast gegn kynþátta- fordómum og misrétti sem af þeim leiðir. Magnús er sóknarprestur á Ísafirði og Svavar er sóknarprestur í Fellasókn. Fundarstjóri er Inga Rún Ólafsdóttir kirkjuþingsmaður og fulltrúi í Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar. Málþingið hefst kl 12 og verður haldið á Torginu í safnaðarheimili Neskirkju eins og það er kallað. Það er öllum opið. Hægt er að kaupa súpu og kaffi á staðnum. Áhyggjur af duldum kynþáttafordómum Kynþáttafordómar birtast sem andúð gagnvart öðrum kynþáttum en maður sjálfur til- heyrir og sem andúð gagnvart þeim sem tilheyra öðrum menningarheimum, sagði Toshiki Toma, sem var einn frummælenda á málþingi Þjóðmálanefndar um kyn- þáttafordóma og kynþáttamisrétti í Neskirkju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.