Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 103

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 103
103 einstakra sókna við val fulltrúa. Þær sóknir sem ekki fá fulltrúa í valnefnd skipa áheyrnarfulltrúa til setu á fundum þeirrar valnefndar. Sé ákveðið að auglýsa embætti prests er þjóni í fleiri en einu prestakalli skulu sóknarnefndir í þeim prestaköllum velja sameiginlega níu manna valnefnd við val á presti til starfa í þeim prestaköllum. Við val á fulltrúum í þá valnefnd skal taka tillit til skiptingar á starfi prestsins og fjölda sóknarbarna í viðkomandi prestaköllum. Prófastur er formaður hinnar sameiginlegu valnefndar og gilda um störf hennar sömu reglur og um valnefndir prestakalla eins og við getur átt. Umboð sameiginlegrar valnefndar fellur niður þegar nefndin hefur lokið störfum. Biskup setur leiðbeinandi reglur fyrir valnefndir og umsækjendur. 7. gr. Biskup felur prófasti að boða valnefnd til fundar svo fljótt sem verða má. Formaður valnefndar stýrir störfum valnefndar og fundum hennar, viðtölum við umsækjendur, gagnaöflun og er í fyrirsvari fyrir nefndina. Þeim prestum sem áfram þjóna í prestakallinu skal boðið að tjá sig um umsækjendur við valnefndina séu þeir sjálfir ekki meðal umsækjendanna. 8. gr. Halda skal undirbúningsfund þar sem valnefndarmönnum eru kynntar starfsreglur, lög og aðrar reglur sem við eiga. Nefndin skal undirbúa spurningar til umsækjenda og skulu allir umsækjendur fá sömu spurningar. Rita skal minnisblað um það sem fram fer á fundinum. Farið skal yfir umsóknir á þessum fundi og ákveðið hverja eigi að kalla í viðtal. Þeir sem ekki eru kallaðir í viðtal geta farið fram á að valnefnd rökstyðji þá ákvörðun. 9. gr. Valnefnd boði umsækjendur í viðtal og getur krafið þá um ýmis gögn, svo sem prófskírteini, vottorð um endurmenntun, námskeið og handleiðslu. Valnefnd getur auk þess aflað sér vitneskju um starfsferil umsækjanda hjá vinnu- veitendum og öðrum, sem samskipti hafa átt við umsækjanda vegna starfa hans og prestsþjónustu ef því er að skipta og rita minnisblað um þær upplýsingar. Ef eitthvað í þeim upplýsingum kallar á viðbrögð frá umsækjanda skal honum gefast kostur á að kynna sér umsögn og bregðast við henni. 10. gr. Sé áskilin sérstök þekking eða reynsla í auglýsingu um laust embætti eða það er að öðru leyti mjög sérhæft, skal jafnframt meta umsækjendur eftir því hvernig þeir uppfylla þau sérstöku skilyrði. Við matið skal valnefnd leggja til grundvallar guð- fræðimenntun, starfsreynslu, starfsferil svo og hæfni til boðunar og sálgæslu og samskiptahæfni umsækjanda og hvernig umsækjendur uppfylli sérstök skilyrði eða sérstaka hæfni ef slíkt er áskilið í auglýsingu. Við mat á hæfni skal nefndin einnig hafa til hliðsjónar aðra menntun og starfsreynslu, sem ætla má að hafi áhrif á niður- stöðu nefndarinnar. Auk þess skal meta frammistöðu í viðtölum, leiðtogahæfileika og framtíðarsýn Við val á sóknarpresti skal sérstaklega líta til reynslu og hæfni í stjórn- unarstörfum. Við val samkvæmt ofanskráðu skal gæta ákvæða laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.