Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 107

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 107
107 15. mál kirkjuþings 2011 Flutt af kirkjuráði Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd: Starfsreglur um presta. Almennt 1. gr. Prestsembættið skiptist í starf sóknarprests, héraðsprests, sérþjónustuprests og prests. Sú skipting er byggð á lögum og starfsreglum kirkjunnar og varðar starfssvið og ábyrgð einungis. 2. gr. Samkvæmt köllun, vígsluheiti og vígslubréfi skal sérhver prestur hennar • boða Guðs orð í anda evangelisk lúterskrar kirkju • hafa sakramentin um hönd • veita sálgæslu og hlýða skriftum og veita leiðsögn í andlegum efnum og trúarlífi • vera málsvari fátækra, boðberi réttlætis og kærleika Guðs • fræða unga sem eldri í sannindum fagnaðarerindisins • ferma, gifta, vitja sjúkra og nauðstaddra, jarðsyngja látna, styðja syrgjendur til huggunar • leggja sitt af mörkum í lífi og starfi þjóðkirkjunnar • leitast við að breiða út Guðs ríki í samfélaginu, og með því að styðja kristniboð og hjálparstarf 3. gr. Presti er skylt að sinna embætti sínu samkvæmt þeirri köllun sem hann hefur hlotið og vígslubréfi, svo og samkvæmt þeim lögum, reglum, siðareglum og samþykktum sem um starf hans gilda á hverjum tíma. Enn fremur ber presti að fara að ákvæðum ráðningarsamnings, ef því er að skipta og erindisbréfs. Prestur sér til þess, svo sem honum er fært, að allt starf þjóðkirkjunnar í prestakallinu eða á starfssviði hans að öðru leyti gangi vel og greiðlega fyrir sig. Presti ber að sýna nauðsynlegt frumkvæði til að svo megi verða. Presti ber að gæta ýtrustu hagkvæmni við embættisrekstur sinn. Presti ber að hlýða löglegu boði biskups og fyrir hans hönd prófasts. Presti ber að vera viðlátinn í prestakalli sínu eða starfsstöð á þeim tíma sem fyrirmæli, samningar eða lög bjóða. Presti ber við rækslu starfa sinna að hafa samráð og samstarf við kirkjustjórnina, aðra presta, sóknarnefndir, starfsmenn safnaða og aðra þá aðila sem tengjast starfi hans eftir eðli málsins og því sem við getur átt. Presti er skylt að færa embættisbækur, skýrslur og skrár og sinna skjalagerð, skjalavistun og skýrsluskilum vegna embættisins samkvæmt nánari fyrirmælum biskups. Biskup getur ákveðið að skil á gögnum skuli vera rafræn. Presti ber að viðhalda þekkingu sinni og menntun eftir föngum til að geta ávallt sem best sinnt starfi sínu. Presti ber að láta í té þá aukaþjónustu eða afleysingaþjónustu sem óskað er eftir enda sé hún á starfssviði hans skv. starfsreglum þessum eða erindisbréfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.