Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Page 125
125
26. mál kirkjuþings 2011
Flutt af biskupi Íslands
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í allsherjarnefnd:
Þingsályktun um vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar.
Vímuvarnarstefna þjóðkirkjunnar
I. Hlutverk og markmið
Þjónandi kirkja veitir einstaklingum og fjölskyldum aðstoð, hjálp og sálgæslu vegna
erfiðleika, þjáningar og sorgar sem oft hljótast af áfengisneyslu og vímuefnanotkun.
Þjóðkirkjan vill auka fræðslu um vímuefnamál og efla forvarnir svo hún geti betur
komið að stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur. Styrkja skal færni vígðra þjóna og
annars starfsfólks sem sinnir einstaklingum og fjölskyldum.
Þjóðkirkjan vill vera fyrirmynd og stuðla að hófsemi og sjálfsstjórn.
II. Aðgerðaráætlun.
Til að framfylgja vímuvarnastefnunni beitir þjóðkirkjan eftirfarandi vinnulagi:
1. Forvarnir/fræðsla
a) Biskup Íslands hlutast til um fræðslu fyrir vígða þjóna og annað starfsfólk
kirkjunnar um vímuvarnir svo og um ráðgjöf og stuðning vegna þjónustu þeirra
við alkóhólista og fíkla og aðstandendur. Fræðsla og ráðgjöf verði unnin í samráði
við fagaðila.
b) Sérstaklega verði hugað að fræðslu í fermingarundirbúningi og æskulýðsstarfi.
2. Sálgæsla/ráðgjöf
a) Koma til móts við alkóhólista, fíkla og aðstandendur þeirra, vinna trúnað þeirra og
styðja þá til að leita sér meðferðar eða annarrar hjálpar.
b) Styðja starfsfólk kirkjunnar til að takast á við áfengis- og vímuefnavanda sinn.
c) Biskup Íslands hefur sér til fulltingis ráðgjafa með faglega þekkingu sem starfar í
samvinnu við meðferðarstöðvar og/eða samtök á sviði áfengis- og fíknimála.
3. Reglur um áfengisnotkun í húsnæði kirkjunnar
Setja skal samræmdar reglur og viðmið um áfengisnotkun í húsnæði kirkjunnar. Má
þar nefna útleigu safnaðarheimila.
Heimilt er að nota óáfengt vín eða vínberjasafa við altarisgöngur þar sem börn og
ungmenni og óvirkir alkóhólistar þiggja sakramentið (sjá Samþykktir um innri
málefni kirkjunnar, VI. kafla, gr.11).
4. Verklagsreglur
Eftirfarandi verklagsreglur gilda um áfengis- og vímuefnavanda vígðra þjóna og
annars starfsfólks þjóðkirkjunnar:
a) Vígðum þjónum og starfsfólki þjóðkirkjunnar er með öllu óheimilt að vera undir
áhrifum áfengis eða annarra vímuefna við störf sín. Biskup veitir vígðum þjónum
sínum og starfsfólki aðstoð og leiðbeiningar til að vinna úr vanda er tengist notkun
vímuefna.
b) Komi í ljós áfengis- eða vímuefnavandi hjá vígðum þjóni eða starfsmanni
kirkjunnar skal yfirmanni (biskupi, prófasti, stjórn eða sóknarnefnd) tilkynnt um
vandann. Yfirmaður skal boða viðkomandi starfsmann í viðtal sem allra fyrst.
Yfirmaður getur vísað vígðum þjóni eða starfsmanni í viðtal til ráðgjafa. Í viðtali
hjá yfirmanni hefur viðkomandi rétt á að hafa trúnaðarmann sinn með (t.d. frá