Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 128

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Side 128
128 28. mál kirkjuþings 2011 Flutt af kirkjuráði Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd: Starfsreglur um sóknarnefndir. I. Almennt 1. gr. Frumskylda kirkjusóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir trú sem starfar í kærleika. Til þess er haldið uppi: • reglubundnum guðsþjónustum og séð til þess að sóknarbörn eigi aðgang að sálgæslu í samtali, prédikun, sakramenti og fyrirbæn • reglubundnu fræðslustarfi um kristna trú og sið, og stuðningi við trúaruppeldi heimilanna með barnastarfi, fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi • kærleiksþjónustu á vettvangi sóknarinnar og með aðild að hjálparstarfi og kristniboði kirkjunnar. Þar sem ekki er unnt að halda uppi reglubundinni þjónustu, svo sem vegna fámennis, geta sóknir í sama prestakalli, eða á sama samstarfssvæði, sameinast um ofangreinda meginþætti safnaðarstarfs. 2. gr. Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem starfar undir forystu sóknarnefndarformanns í nánu samstarfi við sóknarprest. 3. gr. Sóknarnefnd skal skipuð leikmönnum sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn. Leikmaður telst sá sem ekki hefur tekið vígslu til prests eða djákna. Sóknarnefndarmenn skulu vera þrír í sóknum þar sem sóknarmenn eru færri en 300, en ella fimm. Þegar sóknarmenn eru 1.000 hið fæsta mega sóknarnefndarmenn vera sjö og níu ef sóknarmenn eru 4.000 eða fleiri, miðað skal við 1. desember næstliðinn. Fjölga skal sóknarnefndarmönnum, ef því er að skipta, á næsta aðalsafnaðarfundi þegar kjör sóknarnefndarmanna á fram að fara, eftir að þeir verða 1.000 eða 4.000 hið fæsta. Nú fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind mörk og ákveður aðalsafnaðar- fundur þá hvort fækka skuli sóknarnefndarmönnum. Kjósa skal a.m.k. jafnmarga varamenn og aðalmenn eru og taka þeir sæti í forföllum aðalmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í. Heimilt skal sóknarnefnd að kveðja varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til. Nú forfallast aðalmaður varanlega og skal þá kosinn nýr aðalmaður út kjörtímabil sóknarnefndar. Á tveggja ára fresti skal nokkur hluti kjörinna aðalmanna og varamanna ganga úr nefndinni, sem hér segir: Árið 2013 skulu einn af þremur, tveir af fimm, þrír af sjö og fjórir af níu kjörinna aðalmanna og varamanna ganga úr nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag sé innan nefndarinnar. Árið 2015 skulu tveir af þremur, þrír af fimm, fjórir af sjö og fimm af níu ganga úr nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag sé innan nefndarinnar. Skal síðan kosið um hluta sóknarnefndar á tveggja ára fresti eftirleiðis í samræmi við 6. og 7. mgr. ákvæðis þessa. Kjósa skal safnaðarfulltrúa og varamann hans úr hópi sóknarnefndar til fjögurra ára, sbr. 56. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.