Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 128
128
28. mál kirkjuþings 2011
Flutt af kirkjuráði
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd:
Starfsreglur um sóknarnefndir.
I. Almennt
1. gr.
Frumskylda kirkjusóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir
trú sem starfar í kærleika. Til þess er haldið uppi:
• reglubundnum guðsþjónustum og séð til þess að sóknarbörn eigi aðgang að
sálgæslu í samtali, prédikun, sakramenti og fyrirbæn
• reglubundnu fræðslustarfi um kristna trú og sið, og stuðningi við trúaruppeldi
heimilanna með barnastarfi, fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi
• kærleiksþjónustu á vettvangi sóknarinnar og með aðild að hjálparstarfi og
kristniboði kirkjunnar.
Þar sem ekki er unnt að halda uppi reglubundinni þjónustu, svo sem vegna fámennis,
geta sóknir í sama prestakalli, eða á sama samstarfssvæði, sameinast um ofangreinda
meginþætti safnaðarstarfs.
2. gr.
Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem starfar undir forystu sóknarnefndarformanns í
nánu samstarfi við sóknarprest.
3. gr.
Sóknarnefnd skal skipuð leikmönnum sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn.
Leikmaður telst sá sem ekki hefur tekið vígslu til prests eða djákna.
Sóknarnefndarmenn skulu vera þrír í sóknum þar sem sóknarmenn eru færri en 300,
en ella fimm. Þegar sóknarmenn eru 1.000 hið fæsta mega sóknarnefndarmenn vera
sjö og níu ef sóknarmenn eru 4.000 eða fleiri, miðað skal við 1. desember næstliðinn.
Fjölga skal sóknarnefndarmönnum, ef því er að skipta, á næsta aðalsafnaðarfundi
þegar kjör sóknarnefndarmanna á fram að fara, eftir að þeir verða 1.000 eða 4.000 hið
fæsta. Nú fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind mörk og ákveður aðalsafnaðar-
fundur þá hvort fækka skuli sóknarnefndarmönnum.
Kjósa skal a.m.k. jafnmarga varamenn og aðalmenn eru og taka þeir sæti í forföllum
aðalmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í. Heimilt skal sóknarnefnd að kveðja
varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til. Nú forfallast aðalmaður
varanlega og skal þá kosinn nýr aðalmaður út kjörtímabil sóknarnefndar.
Á tveggja ára fresti skal nokkur hluti kjörinna aðalmanna og varamanna ganga úr
nefndinni, sem hér segir:
Árið 2013 skulu einn af þremur, tveir af fimm, þrír af sjö og fjórir af níu kjörinna
aðalmanna og varamanna ganga úr nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag
sé innan nefndarinnar.
Árið 2015 skulu tveir af þremur, þrír af fimm, fjórir af sjö og fimm af níu ganga úr
nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag sé innan nefndarinnar.
Skal síðan kosið um hluta sóknarnefndar á tveggja ára fresti eftirleiðis í samræmi við
6. og 7. mgr. ákvæðis þessa.
Kjósa skal safnaðarfulltrúa og varamann hans úr hópi sóknarnefndar til fjögurra ára,
sbr. 56. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.