Félagsbréf - 01.07.1962, Page 11

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 11
FÉLAGSBRÉF 7 stingur mjög í stúf við ummæli, sem birtust fyrir nokkru í einu dagblaðanna. Þar komst hinn vígreifi höfundur svo að orði, að meðal menningarþjóða væri „áreiðanlega engin öllu fjær því að vera bókmenntaþjóð en vér íslendingar". Reyndar var tekið fram, að átt væri við „svokallaðar fagrar bókmenntir eða listrænar", en engu að síður er þetta slíkur sleggjudómur, að honum má ekki vera ómótmælt. Það skiptir engu í þessu sambandi, þó að vitna megi til lélegra bóka, sem stundum gerast allfyrirferðarmiklar, einkum fyrir jól. Þetta er vitanlega staðreynd, en hitt er jafn- satt, að sárfáir lesendur afla slíkra bóka handa sjálfum sér. Þær eru flestar keyptar til gjafa, og mundi þá ekki sala þeirra byggjast öðru fremur á þeim mannlega veikleika, sem flestir okkar eru haldnir, að ætla öðrum lakari smekk, en við höfum sjálfir? Ef litið er til þeirrar reynslu, sem Almenna bókafélagið hefur öðlazt, verður að minnsta kosti ekki betur séð en að það séu undan- tekningarlítið beztu útgáfubækurnar, sem notið hafa almennastra vinsælda og verið mest keyptar. Vegna þeirra, sem boða þá trú, að íslendingar gerist nú óðum fráhverfir fornum menningarerfð- um, mætti einnig benda á það, að þjóðlegar bókmenntir í fræð- um og skáldskap hafa síður en svo glatað hylli sinni á síðari ár- um, heldur eru stöðugt að sækja á. Reynsla bókafélagsins ber fé- lagsmönnum vissulega vel söguna. * * * Almenna bókafélagið hélt aðalfund sinn hinn 27. júní s.l. For- maður félagsins, dr. Bjarni Benediktsson ráðherra flutti skýrslu stjórnarinnar um rekstur félagsins á síðastliðnu ári. Kom þar fram, að mikil gróska hafði verið í starfi félagsins og hefði það gefið út margt úrvalsbóka, sem hefðu selzt vel og sumar langt fyrir ofan meðallag. Nefndi formaður í því sambandi bækurnar Svo kvað Tómas, Ævisögu Hannesar Hafsteins, Hafið og Náttúru íslands. Þá minnti hann á, að árið 1961 hefði verið hafin útgáfa bókaflokksins Lönd og pjóðir, en sá bókaflokkur væri þegar orð- inn mjög vinsæll. Loks minntist hann á Skáldverk Gunnars Gunn- arssonar og kvað félaginu mikið ánægjuefni að eiga hlut að enn frekari útbreiðslu á verkum þessa öndvegishöfundar. Framkvæmdastjóri félagsins, Baldvin Tryggvason, lögfræðingur, flutti ýtarlega skýrslu. Sýndi hún berlega, að starfsemi félagsins

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.