Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 12
8
FÉLAGSBRÉF
er komin á traustan grundvöll, og að hagur þess má nú teljast
góður. Kvað framkvæmdastjórinn félagið í örum vexti, og félags-
mönnurn fjölgaði stöðugt, einkum hefði sala á bókum aukizt mikið
það sem af er þessu ári.
Á aðalfundinum var stjórn bókafélagsins öll endurkjörin, en
hana skipa: Bjarni Benediktsson, formaður, Alexander Jóhannes-
son, Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann Hafstein, Karl Kristjánsson og
varamenn: Davíð Ólafsson og Geir Hallgrímsson. — í bókmennta-
ráð voru kjörnir: Tómas Guðmundsson, fonnaður, Birgir Kjaran,
Davíð Stefánsson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Höskuldur Ól-
afsson, Jóhannes Nordal, Kristján Albertsson, Matthías Johannes-
sen og Þórarinn Björnsson.
* * *
í skýrslu sinni lét framkvæmdastjórinn, Baldvin Tryggvason,
m.a. svo um mælt:
„Almenna bókafélagið hefur aðeins starfað í sjö ár. Það er ekki
langur tími, en samt mun félagið hafa haft rneiri áhrif í menning-
armálum þjóðarinnar, en stofnendur þess gat órað fyrir i upphafi.
Það hefur nú gefið út um 80 bækur og meðal þeirra margar hin-
ar merkustu, sem út hafa komið á íslandi á þessu tímabili. F'élagið
hlaut miklar vinsældir hjá almenningi strax við stofnun þess og
þeim vinsældum hefur það haldið síðan, en eins og ég gat um
áðan hafa því bætzt um 300 nýir félagsmenn aðeins hér í Reykja-
vík frá því í desember sl. Þessar góðu viðtökur almennings eiga að
vera okkur hvöt til að halda áfram á þeirri braut, sem félagið
markaði sér í upphafi og hefur farið æ síðan, að efla menningar-
þroska þjóðarinnar og sjálfsvirðingu með útgáfu úrvalsrita í fræð-
um og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með
eins vægum kjörum og unnt er. . . .
Fátt mun því þjóðinni mikilvægara en að gera sér sem sannasta
grein fyrir eigin hag og menningu. Hún verður að glæða með sér
áhuga og virðingu fyrir menningarerfðum sínum, sögu, þjóðerni
og bókmenntum, og á þann hátt að efla með sér þann menningar-
þroska og sjálfsvirðingu, sem dugi henni á ókomnum tímum.
Að þessu hefur Almenna bókafélagið unnið og vill vinna, og
enn sem fyrr treystir það á stuðning allra þjóðhollra íslendinga,
svo að vel takist til um farsæla lausn á þessu virðulega verkefni.“