Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 16

Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 16
12 FÉLAGSBRÉF áfram. Heilsufar, aðbúnaður og árferði sáu fyrir því, án þess að fæðingum fækkaði. Milli 1840 og 1850 dó nær því þriðja hvert barn, sem fæddist, þegar á fyrsta ári, — milli 1850 og 1860 var meðalaldur karla 32 ár, kvenna 33, — ennþá milli 1880 og 1890 fækkaði fólkinu í landinu, enda vesturfarir þá komnar til sögunnar. Þegar gætt er framfaranna í ýmsum löndum Norðurálfu, má til sanns vegar færa, að íslendingar hafi undir lok nítjándu aldar að surnu leyti verið lengra á eftir öðrum þjóðum en nokkuru sinni fyrr. Þess vegna getum við tæplega láð þeim mönnum, sem að loknum fyrsta þriðj- ungi þeirrar aldar voru varkárir í spádómum sínum um framtíðina. III. Ef litið er nú á Reykjavík á því herrans ári 1834, eftir að hún að nafninu til hafði verið höfuðstaður í nærfellt hálfa öld, er fljót- sagt, að hún var enn þá vesalli en svaraði högum þjóðarinnar. Bæj- arbúar voru að vísu orðnir 600, fleiri en í nokkurum öðrum kaup- stað. En með þeirri höfðatölu var sagan ekki nema hálfsögð. Kjarni bæjarins var hið illa danska verzlunarþorp milli sjávar og Tjarnar, en í holtunum báðum megin þyrpingar torfbæja, heimili tómthús- manna og sjómanna, miklu óreisulegri en skárri sveitabæir. Silki- húfa bæjarins að mannvirðingum var hinn danski stiftamtmaður, og hann hafði nú tekið sér bústað í því húsinu, sem vandaðast var og stæðilegast, enda hafði það upphaflega verið reist sem tukthús. En dómstjóri Landsyfirréttar bjó úti á Seltjarnarnesi, biskupinn í Laugarnesi, latínuskólinn og allt, sem honum fylgdi, var suður á Álftanesi, eina prentsmiðja landsins úti í Viðey. Fáir vildu eiga heima hér á mölinni, sem áttu annars kosti. Samgöngur höfuð- staðarins við aðra landshluta voru mjög erfiðar, engar strandferðir, landið vegalaust og brúalaust. Ef menn vildu flytja búferlum eða koma bögglum milli landsfjórðunga, gat verið greiðasta leiðin að senda allt fyrst til Kaupmannahafnar og þaðan aftur með verzlun- arskútu á næstu höfn úti á landi. IV. Tómas Sæmundsson hafði heyrt af því látið, áður en hann fór heim, að Reykjavík hefði farið mikið fram síðustu árin. Honum fannst heldur fátt um þær framfarir. Danskir samferðamenn hans

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.