Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 21
FÉLAGSBRÉF 17
og kunnáttu", mundum við ekki geta kallað það annað en skrum
og skjal.
VI.
En um leið og við verðum að játa, að þeir Tómas og Jón hafi
verið hvort tveggja í senn: furðulegir ofurhugar og allra skyn-
sömustu menn, — urn leið og við verðunr að viðurkenna, að draum-
ar þeirra hafi rætzt framar öllum líkindum, ef bornar eru saman
þeirra öld og þessi öld, þá lilýtur ein spurning að sækja á: Hvaðan
kom þessum mönnum sú trú á land og þjóð, sem lýsir sér í orðum
þeirra og athöfnum? í stuttu máli er aðeins unnt að benda til þess,
í hverjar áttir svarsins sé að leita.
Tilfinningum þeirra þarf ekki að lýsa: ættjarðarást, þjóðrækni,
metnaði fyrir landsins liönd, meðaumkun með fólkinu, gremju
yfir óstjórn og fjárdrætti erlends valds. En þessar tilfinningar voru
út af fyrir sig ekki nógar til þess að gefa vonir um úrbætur. Dæmi
annarra þjóða var líka mikils virði. En smæð og umkomuleysi ís-
lendinga var svo einstakt, að sú eggjun hefði hrokkið skammt, ef
engu öðru hefði verið til að tjalda.
Auðvitað var þessum mönnum fornöldin, eins og henni var lvst
í sögunum, rík í huga. Tvöföld ástæða var líka til þess að minna
á hana. ÖIl sú virðing, sem ísland naut hjá fáeinum erlendum
mönnum, var bundin við söguöldina og fornmenntirnar. Og miklu
meiri von var um það fyrst í stað að fá almenning á íslandi til að
hlusta, ef nrinnt var á fornöldina en ef talað væri um sjálfstæði eða
verklegar framfarir. En „feðranna frægð“ var ákaflega fjarri. Marg-
ar misjafnar aldir voru síðan liðnar, og sú síðasta, átjánda öldin,
þungbærust allra. Hún var enn í minni manna. Var nokkuð frá
þeim hörmungatímum, sem gat glætt vonir um framtíðina?
Magnúsi Stephensen telst svo til í Eftirmælum átjándu aldar, að
á þessum 100 árum hafi verið 43 harðindaár og á 14 árum orðið
mannfellir af hungri eða stórsóttum. En ef betur var að gætt, skar
þetta samt ekki úr um afkomuskilyrðin í landinu. Jafnvel á þessari
öld var ísland langtímum saman margföld féþúfa konungs og
kaupmanna. Var landið ekki gjöfulla en sýndist, fyrst unnt hafði
verið að sjúga út úr því svo mikinn auð? Var ekki einhver ódrep-
andi seigla og þróttur, sem leyndist með þessari þjóð, svo furðu