Félagsbréf - 01.07.1962, Page 22

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 22
18 FÉLACSBRÉF fljólt sem hún skreið saman eftir liverja plágu? Mundu ekki sjálfar þessar plágur hafa orðið bærilegri og stunclum hættulitlar, ef fólkið hefði fengið að njóta ávaxta erfiðis síns, hvað þá ef Jrví yxi dugur og kunnátta að nýta betur gæði landsins? Síra Matthíás kvað til íslenzku þjóðarinnar 1874: Eitt er mest, að ertu til, allt sem þú hefur lifað. Víst er J^að fyrsta skilyrði alls annars að vera til. En var það mest? Hvað gerði það Jaess virði að vera til? Það mun vel í lagt, að á fyrstu níu öldum l)yggðar hér á landi, 900—1800, hafi ein milljón íslendinga náð fullorðinsaldri, Jrótt miklu fleiri hafi fæðzt. Og eg held Jrað sé varla ofmælt, að í ekki stærri hópi manna, skiptum niður á li.u.b. 27 kynslóðir, hafi verið ótrúlega margir, sem kalla mætti mikilmenni á einn eða annan hátt. En samt er vafasamt, að ísland hafi nokkurn tíma átt meira mannval en á síðari hluta átjándu aldar, Jregar þjóðin var milli 50 og tæpra 39 þúsunda og miklu nær húsgangi en bjargálnum. Hér er ekki til neins að J>ylja nöfnin tóm. Iin mér hefur oft fund- izt, Jregar eg hef litið yfir Jretta tímabil, að hverri stórþjóð hefði verið vel borgið með þá forystumenn, sem þá voru meðal íslend- inga, Jrótt ömurleg örlög létu J)á vinna llest fyrir gýg. En sýnilegir ávextir af starfi Jressara hugumstóru kynslóða eru að minnsta kosti þau bókmenntalegu þrekvirki, sem enn vekja undrun og aðdáun: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, hin latneska kirkjusaga Finns biskups Jónssonar, hinar miklu fornritaútgáfur, sem íslenzkir fræðimenn leystu af höndum, orðabók síra Björns Halldórssonar, annað eins tímarit og Félagsritin gömlu, svo að einungis dæmi séu nefnd. En um hið mesta í fari Jrjóðarinnar á síðari öldum vil eg leiða erlendan mann til vitnis, merkilegasta gest, sem nokkurn tíma hef- ur ritað ferðaminningar frá íslandi. James Bryce, J)á prófessor í Oxford, síðar Bryce lávarður, fór þvert ylir landið sumarið 1872. Tíminn skiptir hér litlu máli. Ytri kjörin voru ekki verulega breytt frá átjándu öld, viðhorfið til þcirra ekki heldur. Bryce lýsir aðbúnaði fólksins með óþvegnum orðuin. Honum blöskra húsakynnin, moldarkofar, sem séu svo líkir hólum utan frá, að ferðamenn gætu villzt á þeim og hleypt ofan í um eldhússtromp-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.